Tillaga að nafni á nýja eldfjallið

Nokkru austan við Heklu eru Rauðfossafjöll og eru nyrstu upptök Markarfljóts í suðurhlíðum þeirra fjalla. Á dómadalsleið blasir við mikill og fagur rauðleitur foss, Rauðfoss og svipar nokkuð til Fjallsfoss eða Dynjanda í Arnarfirði þar sem hann breiðir úr sér til hliðanna eftir því sem vatnið rennur niður hallann.

Hraunin frá nýja fjallinu renna niður mikinn halla og mynda hraunfossa, stundum tvo og jafnvel fleiri hverju sinni er á er horft. Að sumu leyti má sjá líkingu þeirra við Hraunfossa í ofanverðum Borgarfirði þar sem Norðlingafljót rennur undir hrauninu ofan á tiltölulega vatnsþéttu lagi og streymir fagurlega út í Hvítá móts við Gilsbakka á Hvítársíðu.

Nú er spurning hvort ekki mætti nefna nýja eldfjallið Hraunfossafell eða Hraunfossafjall. Ef fleiri en eitt fjall myndast í gosi þessu má þess vegna nefna þau Hraunfossafjöll. Þar koma líkingar við Hraunfossana í Borgarfirði og Rauðfossafjöll á afrétti Ranæinga.

Nafnið hefur þann augljósa kost að vera þjált í munni og auðvelt til þýðingar á erlend tungumál.

Tillögu þessari er hér með komið á framfæri öllum hlutaðeigandi til frekari skoðunar.

Vinsamlegast farið varlega við gosstöðvarnar!

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Flott að sjá þessa tillögur hjá þér, var sjálfur búinn að velta svipuðum nöfnum fyrir mér og hvernig væri hægt að koma hraunfossunum inn í nafnið. Hraunfossarnir eru líklega einstakir fyrir utan hvað staðsetningin og umgjörin á sjálfu gosinu er ótrúlegt. Ég mæli með Hraunfossafjall.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.4.2010 kl. 13:06

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Kjartan

Þakka þér og gott að heyra að fleirum hafi dottið svipað í hug. Mér fannst rétt að senda Örnefnastofnun ábendingu.

Er ekki búið að vera miklar annir hjá þér vegna gossins? Sjálfur hefi eg ekki komist lengra en að ganga á Þórólfsfell. Langar mikið að slást í för með einhverjum en fara helst fljúgandi.

Kveðja

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.4.2010 kl. 13:14

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég er því miður búsettur í Shanghai og á því ekki auðvelt með að skjótast til að líta á þau miklu stórvirki sem þarna eru í gangi. Svo er líka frekar kalt að fljúga á opnu fisi. Spurning hvað maður gerir í sumar ef gosið er enn í gangi.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.4.2010 kl. 14:25

4 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Út frá þeirri undarlegu áráttu manna, að líta á náttúruhamfarir sem sjónarspil fyrir flakkara, legg ég til,að fell þetta verði nefnt Flökkufell, eða Flakkarafell. 

Pjetur Hafstein Lárusson, 8.4.2010 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 243411

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband