8.4.2010 | 12:25
Afvopnun mætti ganga lengra
Fátt gleður friðsamt fólk jafnmikið og þegar fréttist af friðsamlegum viðræðum gömlu hervaldanna sem leiðir til afvopnunar. Vopnaskak í hvers konar mynd sem er, dregur úr kúgun og misrétti. Í vopnabúnaði liggur gríðarlegir fjárhagslegir fjármunir sem betur er varið í friðsamlegum tilgangi, að efla samfélagslega samneyslu, aukinnar menntunar, heilbrigðis og annað áþekkt.
Frægt er í sögunni þegar þýska auðvaldið sameinaðist að efla Adolf Hitler og nasistaflokk hans til valda. Síðara hluta árs 1932 var haldinn leynifundur með fulltrúum þýsku júnkaranna, landeigendaaðalsins prússneska, Krupp stáliðjunnar, yfirmanna herráðsins og þýsku nasistanna. Þar var samstarfssamningur þessara skuggalegu afla innsiglaður að veita Adolf og félögum hans brautargengi. Þýsk stjórnmál voru í upplausn enda allt gert til að grafa undan Weimarlýðveldinu sem þessir aðilar fundu flest til foráttu. Þessi þróun endaði með skelfingu sem kunnugt er.
Eftir stríð var það hernaðarauðvaldið í Bandaríkjunum sem kynnti undir Kalda stríðið. Rússneski kommúnistaflokkurinn var litlu betri nema síður sé. Í báðum löndunum máttu þúsundir sæta margs konar mannréttindabrotum. Núna er flest orðið gegnsærra og mannréttindi betur virt þó margt megi fullyrða að enn sé töluvert langt í land.
Nýjasti samningur forseta BNA og Rússlands er á réttri leið. Fjármunir sem sparast verða betur nýttir í þágu samfélagsleganna beggja, til að byggja upp betra heilbrigðiskerfi (einkum í BNA) og aukinna mannréttinda.
Vonandi heldur þessi þróun áfram og að alþjóðasamfélagið megi horfa fram á friðsamlegri samskipti milli allra þjóða.
Mosi
Forsetar skrifa undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.