Minnisstæður kennari

Fyrstu starfsár Menntaskólans við Hamrahlíð eru minnisstæð. Afburða kennarar á öllum sviðum kenndu þar og áttu sinn þátt að móta nemendur sína sem margir hverjir eru í dag þjóðþekktir einstaklingar. Einn þesara góðu og velmenntuðu kennara var Jón Böðvarsson cand. mag. Hann kenndi ekki aðeins íslensku og lauk upp leyndardómum Íslendingasagna á sinn eftirminnilega hátt, heldur var lærifaðir margra í íslenskri bókmenntasögu. Jón var einn af stjórnendum skólans og minnistætt er mér þegar hann tók að sér það krefjandi verkefni að aga nemendur MH á sinn einstaka hátt. Það var nefnilega svo að fyrstu árin í MH var bekkjarkerfi eins og tíðkaðist lengi vel. Skólinn var byggður í nokkrum áföngum eftir efnum og sitthvað sem þurfti að leggja áherslu á. Margir nemenda voru nokkuð óstýrilátir enda allur skólabragur öðruvísi og frjálslegri en í gamla Menntaskólanum í Reykjavík. Á þeim bæ hafði lítt breyst frá miðri 19. öld, helst að tekin hafði verið upp rafmagnslýsing og lögð heitt vatn í það gamla hús. Í MH voru þéringar á hröðu undanhaldi, nemendur voru gjarnan í lopapeysum og klæddu sig í klassískar úlpur frá Álafossi sem þótti nokkuð „sveitó“ að áliti MR-inga sem margir hverjir voru í jakkafötum, hvítum skyrtum og tilheyrandi hálstau og þéruðu enn hástemmt kennara sína.

Árin fyrir og um 1970 í MH var aðalinngangur skólans að suðvestanverðu, næst Háuhlíðarbrekkunni. Var þá gengið inn í kjallara byggingarinnar og í allstórt rými þar sem hverjum nemenda var ætlaður sinn snagi fyrir úlpur og yfirhafnir auk skópláss. Þar þurfti að skipta um skó, draga af sér misjafnlega foruga útiskó og fara í inniskó. Þetta var í raun mjög praktískt enda dregið stórlega úr kostnaði við ræstingu skólans. Þá var gengið áfram inn dimman kjallaragang í byggingunni og upp tröppur á aðalhæð skólabyggingarinnar. Í byrjun hvers dags eftir að fyrsti tími dagsins hófst, tók Jón Böðvarsson sér stöðu þar á stigapallinum. Hafði hann stól, borð, síma og símaskrá yfir alla nemendur skólans. Kerfi umsjónarmanna gekk út á það að ef einhvern nemenda vantaði án þess að það hafði verið tilkynnt sérstaklega, átti hver umsjónarmaður að hraða sér eftir nafnakall og tilkynna Jóni um fjarvistir. Hringdi hann umsvifalaust heim til allra þeirra sem annað hvort höfðu sofið yfir sig eða hugðust skrópa þann daginn. Einu sinni lenti eg í því að sofa yfir mig og man vel hve rödd Jóns var ákveðin en samt mjög kurteys og hann sýndi einstaka lipurð við þennan starfa. Það þótti alltaf dálítið vandræðalegt að lenda í þessu en að öllum líkindum var aðhald þetta öllum bæði hollt og hefur ekki skaðað neinn. Nauðsynlegur agi er öllum nauðsynlegur en það þarf að beita þessu meðali með mikilli hófsemi og nærgætni.

Jón var einstakur kennari í Njáls sögu. Hann ýmist las stutta kafla og beitti oft fyrir sig góðum leikhæfileikum að túlka hverja persónu, eða hann endursagði með sínu orðavali það sem máli skipti í söguþræðinum eða mikilsverð mál sem sagan spannst um. Oft voru það mikilsverðir og eftirtektarverðir vendipunktar sem höfðu áhrif á framhaldið. Hann lagði sig mikið fram að opna þennan heim forsagna sem best ungum nemendum og veitti góða innsýn inn í þessa veröld íslenskrar sagnalistar.

Síðast átti eg samskipti við Jón fyrir nokkrum árum á Eyrbyggjunámskeiði sem hann hélt fyrir troðfullu húsi í Kennaraháskólanum.

Við eigum góða minningu um eftirminnilegan læriföður.

Mosi

 

 


mbl.is Jón Böðvarsson er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband