5.4.2010 | 19:01
Minnisstæður kennari
Fyrstu starfsár Menntaskólans við Hamrahlíð eru minnisstæð. Afburða kennarar á öllum sviðum kenndu þar og áttu sinn þátt að móta nemendur sína sem margir hverjir eru í dag þjóðþekktir einstaklingar. Einn þesara góðu og velmenntuðu kennara var Jón Böðvarsson cand. mag. Hann kenndi ekki aðeins íslensku og lauk upp leyndardómum Íslendingasagna á sinn eftirminnilega hátt, heldur var lærifaðir margra í íslenskri bókmenntasögu. Jón var einn af stjórnendum skólans og minnistætt er mér þegar hann tók að sér það krefjandi verkefni að aga nemendur MH á sinn einstaka hátt. Það var nefnilega svo að fyrstu árin í MH var bekkjarkerfi eins og tíðkaðist lengi vel. Skólinn var byggður í nokkrum áföngum eftir efnum og sitthvað sem þurfti að leggja áherslu á. Margir nemenda voru nokkuð óstýrilátir enda allur skólabragur öðruvísi og frjálslegri en í gamla Menntaskólanum í Reykjavík. Á þeim bæ hafði lítt breyst frá miðri 19. öld, helst að tekin hafði verið upp rafmagnslýsing og lögð heitt vatn í það gamla hús. Í MH voru þéringar á hröðu undanhaldi, nemendur voru gjarnan í lopapeysum og klæddu sig í klassískar úlpur frá Álafossi sem þótti nokkuð sveitó að áliti MR-inga sem margir hverjir voru í jakkafötum, hvítum skyrtum og tilheyrandi hálstau og þéruðu enn hástemmt kennara sína.
Árin fyrir og um 1970 í MH var aðalinngangur skólans að suðvestanverðu, næst Háuhlíðarbrekkunni. Var þá gengið inn í kjallara byggingarinnar og í allstórt rými þar sem hverjum nemenda var ætlaður sinn snagi fyrir úlpur og yfirhafnir auk skópláss. Þar þurfti að skipta um skó, draga af sér misjafnlega foruga útiskó og fara í inniskó. Þetta var í raun mjög praktískt enda dregið stórlega úr kostnaði við ræstingu skólans. Þá var gengið áfram inn dimman kjallaragang í byggingunni og upp tröppur á aðalhæð skólabyggingarinnar. Í byrjun hvers dags eftir að fyrsti tími dagsins hófst, tók Jón Böðvarsson sér stöðu þar á stigapallinum. Hafði hann stól, borð, síma og símaskrá yfir alla nemendur skólans. Kerfi umsjónarmanna gekk út á það að ef einhvern nemenda vantaði án þess að það hafði verið tilkynnt sérstaklega, átti hver umsjónarmaður að hraða sér eftir nafnakall og tilkynna Jóni um fjarvistir. Hringdi hann umsvifalaust heim til allra þeirra sem annað hvort höfðu sofið yfir sig eða hugðust skrópa þann daginn. Einu sinni lenti eg í því að sofa yfir mig og man vel hve rödd Jóns var ákveðin en samt mjög kurteys og hann sýndi einstaka lipurð við þennan starfa. Það þótti alltaf dálítið vandræðalegt að lenda í þessu en að öllum líkindum var aðhald þetta öllum bæði hollt og hefur ekki skaðað neinn. Nauðsynlegur agi er öllum nauðsynlegur en það þarf að beita þessu meðali með mikilli hófsemi og nærgætni.
Jón var einstakur kennari í Njáls sögu. Hann ýmist las stutta kafla og beitti oft fyrir sig góðum leikhæfileikum að túlka hverja persónu, eða hann endursagði með sínu orðavali það sem máli skipti í söguþræðinum eða mikilsverð mál sem sagan spannst um. Oft voru það mikilsverðir og eftirtektarverðir vendipunktar sem höfðu áhrif á framhaldið. Hann lagði sig mikið fram að opna þennan heim forsagna sem best ungum nemendum og veitti góða innsýn inn í þessa veröld íslenskrar sagnalistar.
Síðast átti eg samskipti við Jón fyrir nokkrum árum á Eyrbyggjunámskeiði sem hann hélt fyrir troðfullu húsi í Kennaraháskólanum.
Við eigum góða minningu um eftirminnilegan læriföður.
Mosi
Jón Böðvarsson er látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:03 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.