Utanvegaakstur

Á myndinni má sjá óteljandi slóðir eftir jeppa sem strangt til tekið heyrir undir „utanvegaakstur“. Slíkt atferli varðar við lög um náttúruvernd. Yfirvöld hafa sýnt mikið umburðarlyndi varðandi þetta eldgos en sjálfsagt er að huga að þessu fordæmi sem þetta kann að verða til enn verri brota af þessu tagi.

Spurning er hvort ekki hefði þurft að hafa betri stjórnun á þessu. Kannski hefði mátt setja n.k. „ítölu“ en með því er átt að sett er takmörkun á hversu margt búfé megi setja í beitarhólf og jafnvel heilan afrétt.

Líklegt er að jeppamenn fari allir sömu slóð upp frá Skógum og langleiðina að gosstöðvunum. Vonandi sér vindurinn og ytri öflin að afmá slóðirnar á hálsinum sjálfum sem fyrst þegar gosinu linnir.

Þetta gos má EKKI verða jeppafólki hvatnig til utanvegaaksturs þó eftirlit sé lítið og jafnvel ekkert! Lög um náttúruvernd gilda hvarvetna í íslenskri náttúru og skiptir auðvitað engu hvort um einhver náttúrufyrirbrigði komi þar við sögu.

Mosi


mbl.is Virknin í eldgosinu óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

17. gr. Akstur utan vega.
Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin.

Egill (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 12:54

2 identicon

,,Guðjón Sigþór Jensson BA í bókasafns- og upplýsingafræði "

 Jæja, kallinn. Upplýsingafræðingnum til upplýsingar bendi ég honum væri hollt að afla sér upplýsinga áður en sleggjudómurinn er felldur. Oft er betra að þegja og vera álitinn heimskur en að opna munninn til að taka af allan vafa.

Hj (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 13:21

3 identicon

Það getur verið að þetta líti ekki sérlega vel út á mynd Mosi. Því þarna er komin aska yfir snjóinn. En þarna er verið að aka á snjó þakinni frosinni jörð. Enda er búið að vera frost þarna lengi í um 1000 metra hæð. Ég get ekki ímyndað mér að þarna sjáist för í sumar þegar snjóa leysir. Þessi akstur er leifður í náttúruverndarlögum einsog þú átt að vita sem leiðsögumaður og formaður umhverfisfélags Mosfellsbæjar. Jepparnir eru ekki að aka upp hjá Skógum, heldur fara þeir upp hjá Sólheimahjáleigu eftir F222 vegi vegagerðarinnar og inn á Mýrdalsjökul. Þá er ekið eftir vegi sem þolið mikið álag og síðan að mestu eftir Mýrdalsjökli, þar til þeir koma niður á snjóþakinn Fimmvörðuháls.

Jón G Snæland (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 13:43

4 identicon

Því ekki að tala um utarvega göngu göngufólks úr þórsmörk upp að Heljargjá eða skiftir það ekki máli þar sem þú ert göngu maður?

J E (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 15:22

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað eru mörg vafatilfelli:

Hvenær er ekið á jökli og hvenær er ekið utan jökuls?

Á myndinni má greinilega sjá að þarna er jökullaus brekka og það hefur ekki nægt að aka í hjólförum næsta jeppa á undan, nei það þarf auðvitað að böðlast um brekkuna með því að búa til nýja slóð.

Leyfi mér því að benda hlutaðeigandi að náttúran á að njóta vafans, ekki þeir sem vilja hunsa sanngjarnar og eðlilegar reglur.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.4.2010 kl. 19:01

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mig langar til að þakka bæði Agli og Jóni fyrir málefnalega umfjöllun en mig langar til að leiðrétta örlítið það sem JE bendir á: Varðandi ferð gangandi manna þá á eðlilega ekki ákvæðið um akstur við þá helkdur almenna ákvæði náttúruverndarlaganna að auðvitað beri að hlífa sem mest viðkvæmum gróðri og sérkennilegum náttúrumyndum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.4.2010 kl. 19:09

7 identicon

Myndin sem þú bendir á sem dæmi um utanvegaakstur er jökull með smá ösku svo þetta eru allt hjólför í snjó. Utanvegaakstur eða utanslóðagangur er það ekki bara skilgreiningaratriði eftir þvi um hvaða hópa er að ræða.?

J E (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 22:35

8 identicon

þessi mynd sem um ræðir er tekin á jökkli giska á að það séu nokkrir metrar nyður á fast land þarna ef þú ert í einhverjum vafa þá er þér velkomið að koma með mér til að skoða aðstæður ég er þarna á hverjum degi með ferðafólk ef það er laust sæti skal ég glaður bjóða þér með svo að þú kanski áttir þig á þeirri vittleisu sem þú ert að skrifa hérna sem gerir ekkert annað en að skemma fyrir þeim sem vilja ferðast um landið ég tek það til greina að ég stunda ekki utanvega akstur og fordæmi alla hegðun sem skemmir náttúruna.

sími átta tuttugu tíu núll fjórir

ef þú verður vitni að því að ég stundi utanvega akstur á einhvern hátt í þessari ferð þá skal ég éta eitt dekkið undan jeppanum mínum

Gunnar A Birgisson (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 23:17

9 identicon

Guðjón minn...

Ég ætla að reyna að vera ekki leiðinlegur og dónalegur en þetta blog þitt sýnir fram á gríðarlegt þekkingarleysi og fáfræði. Af hvoru tveggja hljótast fordómar, í þessu tilfelli gagnvart jeppamönnum. Eins og hefur verið bent á hér að ofan er myndin tekin rétt í kringum gosstöðvarnar, að öllum líkindum rétt fyrir ofan Baldvinsskála. Hugsanlega ekki á eiginlegum jökli en engu að síður á þykku snjólagi á frosinni jörð.  Umrædd eyðlegging sem þú bendir á verður að öllum líkindum horfin eftir næsta skafrenning á svæðinu þ.e. inna fárra klukkustunda eða daga. Það slær mann töluvert að einstaklingur með allar þær prófgráður sem þú listar á síðunni þinni, jafnvel próf frá leiðsöguskólanum, skuli rita þetta. Þú hefðir ábyggilega gott af smá "endurmenntun" og því hvet ég þig til að fara á gosstöðvarnar og skoða þetta í eigin persónu. Ég gekk sjálfur þarna upp um daginn og varð ekki vitni að né var við neinn utanvegaakstkur. 

Guðmundur Sveinsson (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 242937

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband