Stöndum saman gegn ţessari ógn

Vitađ er og sannađ ađ mótorhjólaklúbbar á borđ viđ Banditos og Hells Angels hafa beitt sér fyrir ólöglegri starfsemi í nágrannalöndunum ţ.á m. eiturlyfjasölu, vćndi, mansali og handrukkunum ásamt ýmsu ofbeldi öđru, jafnvel alvarlegum líkamsárásum og manndrápum. Hafa lögregluyfirvöld í nokkrum löndum hreinlega hvatt íslenska starfsfélaga ađ vera á varđbergi gagnvart ţessari starfsemi og gera allt til ađ koma í veg fyrir ađ ţessi starfsemi festi rćtur hérlendis. Ógnvćnleg framkoma nokkurra ţessarra ađila sem skreyta sig torráđum táknum ţessarra umdeildu alţjóđlegu samtaka bendir einnig til ađ ţeir séu til alls vísir og grunnt kann ađ vera á ofbeldinu. Má ţar nefna er einn af forsprökkum ţessara gengja gengu í skrokk á blađamönnum fyrir nokkrum misserum vegna ţess ađ viđkomandi líkađi ekki skrif ţeirra um sig í fjölmiđlum. Hvađ er ţetta annađ en ógn gegn almannahagsmunum? Á ađ gefa eftir og leyfa ţessum ađilum ađ taka „lögin“ í sínar hendur eins og ţeir vilja skilgreina ţau?

Ekki er veriđ ađ amast út í félagsskapinn sem slíkan eins og sumum finnst vera. Öllum er frjálst ađ stofna félag „í sérhverjum löglegum tilgangi“. En um leiđ og verkefni félagsins felast í verknađi sem brýtur gegn landslögum og allsherjarreglu, lýđrćđinu og jafnvel sjálfsákvörđunarrétti okkar sem ţjóđar, ţá er heimilt ađ upprćta slíkt félag og banna.

Mosi


mbl.is Heimilt ađ banna Vítisenglana
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ţađ getur veriđ ađ enn og einu sinni túlki Íslensk stjórvöld stjórnarskrána og framkvćmi ţar eftir, en mér vitanlega er hvergi, hvorki í Evrópu né USA bann viđ ţessum eđa öđrum álíka klúbbum, hitt er svo annađ mál ađ bćđi innbyrđis átök milli klúbbanna og ađ ţeir séu oftar en ekki tengdir ýmsri glćpastarfsemi er samfélagsvandamál, svo ţar sem ţeir hafa fest rćtur hefur lögreglan jafnan ţurft ađ hafa afskifti af ţeim, svo til ađ undirbúa lögregluna undir ţađ ađ ţeir festi rćtur á íslandi, vćri gott ráđ ađ byrja nú ađ vinna meir međ ţjóđum sem hafa reynsluna, heldur en sí og ć ađ reyna finna upp hjóliđ sjálf.

Vitum hvernig ţađ fór t.d.ţegar bankafrelsiđ var gefiđ á "Íslenska" vísu.

Kristján Hilmarsson, 31.3.2010 kl. 18:33

2 Smámynd: Guđjón Sigţór Jensson

Auđvitađ er ekki löglegt ađ stofna félag međ ólögleg markmiđ. Ţannig gćti félag sem hefđi lögbrot á stefnuskrá sinni ekki notiđ félagafrelsis stjórnarskrárinnar. Í henni segir berum orđum ađ frjálst sé ađ stofna félag í sérhverjum löglegum tilgangi. Ef stofnađ vćri t.d. ţjófafélag eđa ofbeldisfélag ţá nyti ţađ félag ekki verndar stjórnarskrárinnar.

Mosi

Guđjón Sigţór Jensson, 3.4.2010 kl. 12:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband