29.3.2010 | 12:09
Gjaldskrá björgunarsveita: Nú er gott tækifæri
Björgunarsveitir leggja mikið á sig í þágu þjóðar. Aldrei hafa þær tekið eyris virði fyrir veitta aðstoð hversu mikil sem hún kann að hafa verið. Þetta er með öllu óskiljanlegt venjulegu fólki enda hafa ýmsir samborgarar meðal okkar treyst á björgunarsveitir þegar anað er út í glæfraför sem því miður hafa stundum endað með ósköpum.
Nú ætti að vera gott tilefni fyrir björgunarsveitir að setja upp gjaldskrá:
Fyrir minniháttar aðstoð mætti setja upp gjald t.d. 10.000 krónur.
Fyrir meiriháttar aðstoð þar sem senda þarf sveit langan veg og jafnvel kalla til þyrlu ætti slík aðstoð að fara annað hvort eftir reikningi yfir útlagðan kostnað eða fast gjald sem gæti þess vegna numið allt að einni milljón króna. Kostnaður við björgunarsveitir er gríðarlegur sem fæstir gera sér grein fyrir. Ef Landsbjörg og björgunarsveitirnar hefðu gjaldskrá yfir þjónustu sína, mætti reikna með meiri fyrirhyggju um varhugaverðar og hættulegar slóðir.
Tryggingafélög ættu einnig að hasla sér völl á þessu sviði. Á þeim bæjum ætti að vera viðbúnaður að taka að sér þessa sjálfsögðu þjónustu. Allt eftirlit og tilkynningamál væru mun betra og auðveldari.
Um allan heim þarf að greiða fyrir þá þjónustu sem björgunarsveitir veita. Má t.d. nefna í Ölpunum en í Sviss fær enginn heimild að ganga á hættuleg fjöll nema sýna fram á hæfni til slíks og að keypt hafi verið trygging til greiðslu þóknunar til björgunarsveita ef á slíkt reynir.
Mosi
Mjög slæmt veður á gossvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála XD
Ingveldur Guðný Sveinsdóttir, 29.3.2010 kl. 12:19
Ég hef stungið upp á tryggingu misháa eftir áhættu, sem yrði endurgreidd en 5-10% renni til björgunarsveita komist fólk klakklaust heim. Ég útlista þetta nánar á mínu bloggi.
Theódór Norðkvist, 29.3.2010 kl. 12:24
Sem einstaklingur í björgunarsveit er ég alfarið á móti þessari hugmynd, og viss um að aðrir séu það líka. Íslendingar eru nú þegar nógu andskoti þrjóskir við það að biðja um aðstoð, hvernig verður það ef peningum er bætt inn í spilið. Svona gjald myndi eflaust bara valda fleiri slysum. Ég vil alls ekki hugsa til þess að einhver sé upp á Fimmvörðuháls skjálfandi úr kulda og ákveður að biðja ekki um aðstoð þar sem það sé of dýrt, og drepst síðan við það að verða úti. Frekar hjálpum við þessum einstakling niður gjaldfrjálst og gerum það með bros á vör.
Ármann (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 12:33
Ég verð að vera sammála Ármanni sem einnig meðlimur í björgunarsveit, Ég er á móti svona beinu gjaldi, Þá einmitt eins og Ármann segir mun fólk hika við að kalla eftir hjálp.
Arnar (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 12:58
Þetta er alltaf sama þvælan sem kemur úr sófunum í 101 Reykjavík.
Á þá líka að rukka hálfvitana sem taka ekki inn trampólínin á haustin ? Eða þá sem eru ekki með þökin hjá sér nægjanlega vel negld fyrir íslenskar aðstæður.. Nú á svo líka að rukka alsheimer sjúklingana þegar þeir fara á röltið ? Hvað með sjálfsmorðin - á þá að senda reikninginn á fjölskyldurnar þegar sveitirnar fara að leita.
Þetta ert svo mikil þvæla að það er með ólíkindum að hugsandi fólk láti svona frá sér.
Já og ég hef starfað árum saman í björgunarsveitum og er fjalla og jeppamaður og ferðast tugi þúsunda kílómetra ´´a háendi Íslands á hverju ári, mest að vetrarlagi.
Ég er sjálfur búinn að fara tvisvar upp að gosinu og þar er ekkert að aðstæðum til að skoða - hins vegar er þarft að hafa sveitirnar þarna til að aðstoða gangandi sem að gera sér ekki fulla grein fyrir veðrinu þarna uppi. Best er reyndar að vera niðri og fræða fólk og benda þeim sem eru illa búnir á að þeir stefna í vandræði.
Benedikt (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 13:08
Ég er í sjálfu sér sammála Ármanni og Arnari, enda gamall hjálparsveitarmaður sjálfur.
Aftur skil ég ekki hvað Benedikt er að röfla um sófana í 101 Reykjavík. -- Ætli einhver hafi haft svoleiðis með sér í svaðilför? -- En, já, ég held að það ætti að rukka hálfvitana sem taka ekki inn trampólínin á haustin, eða yfirleitt þegar vonskuveðra er von. Það er erfiðara viðfangs með þökin -- við vissar aðstæður eru engin þök 100% fokheld. Hitt nenni ég ekki að eyða orðum á.
Sigurður Hreiðar, 29.3.2010 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.