Hvađ á ađ gera viđ brennuvarga?

Margsinnis hefur veriđ lagđur eldur í skógrćktarsvćđiđ viđ Hvaleyrarvatn. Fyrir rúmlega 30 árum eđa 8. maí 1979 voru tvö börn úr Hafnarfirđi 9 ára ađ aldri ađ leik og hugđu kveikja ofurlítinn eld sér til skemmtunar. Áđur en dagur sá var ađ kvöldi kominn höfđu 15 hektarar af skóglendi brunniđ. Ţrátt fyrir ađ fjöldi manns og slökkviliđ tveggja sveitarfélaga börđust viđ eldinn daglangt og langt fram á kvöld, ţá varđ tjóniđ gríđarlega mikiđ.

Hákon Bjarnason skógrćktarstjóri segir um ţetta dapurlega mál í Ársriti Skógrćktarfélags Íslands 1979: „Skađann má meta á margar milljónir króna en vornbrigđi og sárindi ţeirra sem mest hafa unniđ ađ ţví ađ prýđa og grćđa ţetta útpínda og eydda land, verđa ekki metin til fjár.“

Ţess má geta ađ Hákon hafđi byggt sér fallegt lítiđ hús ţarna í mörkinni og munađi litlu ađ ţađ yrđi eldinum ađ bráđ. Má merkja beisku hans í tilvitnuđum orđum hans en hann var ótrauđur baráttumađur fyrir skógrćkt á Íslandi. Ţví miđur tóku margir starfi hans međ lítlum skilningi og jafnvel fyrirlitningu.

Hvernig unnt er ađ koma í veg fyrir skógarbruna verđur ađeins gert fyrst og fremst međ frćđslu, meiri frćđslu og viđleitni ađ koma í veg fyrir ađ svona endurtaki sig. Međferđ elds í skóglendi á ađ vera algjörlega bannađ nema stađgóđ kunnátta komi til. Má geta ţess ađ skógarfólk sem starfar í skóginum gerir sér smáeld til ađ laga ketilkaffi en ţar er gćtt fyllsta öryggis og ađeins eldur tendrađur á ţar til gerđu eldstćđi á öruggum stađ.

Brennuvargar mćttu gjarnan setja sig í spor ţeirra sem vilja byggja upp og bćta landiđ okkar međ skógrćkt. Ţeir mćttu einnig leggja sitt af mörkum til skógrćktar međ ţví ađ taka ţátt í ţessu mikilvćga starfi.

Mosi


mbl.is Fimm hektarar brunnu í Seldal
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband