Mannleg mistök eða skemmdarverk?

Svona mistök eru furðuleg. Að víxla á tveim möguleikum þar sem gríðarlegir hagsmunir eru í húfi eiga ekki að vera til í dæminu. En oft gerist það að ef minnstu möguleikar eru fyrir hendi að mistök verði, þá séu þau gerð.

Kannski að ekki sé útilokað að um skemmdarverk sé að ræða þar sem olíufyrirtækið Atlantsolía hefur boðið viðskiptavinum sínum betri kjör en gömlu olíufélögin sem eru með meiri yfirbyggingu og þar með dýrari í rekstri. Oft hefur verið rothögg á samkeppnisaðila þegar eitthvað áþekkt atvik hefur komið upp.

Líklegra er að um svonefnd „mannleg mistök“ sé um að ræða. Margir eru oft viðutan, kannski þreyttir af allt of mikillri vinnu. Og því miður er oft að allt of margir eru við vinnu sína með hangandi hendi. Það býður hættunni heim.

Hvernig var það hjá íslensku bankastjórunum síðustu misserin fyrir bankahrun? Ráku þeir bankana með hangandi hendi á ofurlaunum?

Hvernig var það með þá stjórnmálamenn sem vildu einkavæða bankana? Gerðu þeir sér ekki minnstu hugmynd um hvað þeir voru að gera? Hættan á að allt færi í tóma vitleysu var alltaf fyrir hendi. Ekkert eðlilegt eftirlit var fyrir hendi með starfsemi þeirra né nein bindisskylda til að tryggja afkomu þeirra.

Líklega verður þeim sem varð þar í messunni að dæla eldsneyti hjá Atlantsolíu rekinn með látum. Því miður virðist enginn þeirra sem báru ábyrgð á bankahruninu gengið fram yfir skjöldu, játað syndir sínar og yfirsjónir sínar og skilað ránsfengnum sem þeir höfðu með illum hug út úr braski sínu?

Nú líður senn að því að skýrslan um bankahrunið alræmda á Íslandi verði lögð fram. Að öllum líkindum má reikna með því að þeir sem sýndu af sér léttúð og jafnvel voru með brask í huga við ákvarðanir sínar, ákærðir og leiddir fyrir dómara.

Kannski það hefði verið einfaldari og léttari leið að vísa Icesave reikningunum og öllu svínaríinu beint til höfuðstöðva Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins til greiðslu. Þessir aðilar bera bæði lagalega sem siðferðislega ábyrgð á bankahruninu sem aðrir verða síðan að svara fyrir!

Mosi


mbl.is Olíufarmi var dælt í rangan tank
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243413

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband