Byrjum á réttum enda!

Fyrr eða síðar HLÝTUR að koma að því að persónulegar eigur þeirra sem áttu þátt í bankahruninu, verði kyrrsettar. Fríkirkjuvegur er sögufrægt hús. Það þyrfti að komast aftur í opinbera eigu enda hefur einkaframtakið heldur betur klikkað að gera eitthvað vitrænt í þessu máli.

Fram að þessu hefur allt of miklu púðri verið eitt í Icesave málið. Það er kannski ekki nema 10% af öllum erlendum skuldumm þjóðarbúsins!

Einkennilegt er að stjórnarandstæðan hefur ekki staðið sig í stykkinu með að fylgja betur eftir að vera ríkisstjórninni til aðstoðar að uppræta spillinguna. Stöðugt er verið að tefja ríkisstjórnina í þessu Icesave máli og á meðan er þessari rannsókn ekki betur gaumur gefinn.

Annars er það sérstökum saksóknara mikið í  mun að fá á hreint hversu mikið fæst upp í Icesave skuldirnar. Fyrr verður ekki unnt að kyrrsetja eigur þessara aðila sem hlut eiga að máli!

Því miður átta sig ekki allir á því en láta æsingamennina um að stýra ferðinni.

Mosi

 

 

Mosi


mbl.is Boða uppboð á Fríkirkjuvegi 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er þörf ábending, hvernig ætlum við bregðast við hinum 90 prósentunum. Segja feitt NEI við þeim líka ?

Finnur Bárðarson, 5.3.2010 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband