Einkennilegt prófkjör

Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum virðast ekki átta sig á þeim gríðarlegu breytingum sem nú hafa orðið vegna siðblindu þeirra. Allt virðist ætla að sækja í sama horfið. Siðblindan virðist vera algjör.

Kannski að Berlúskóni hafi eignast íslenskan keppinaut þó nokkuð í land sé að jafna þeim saman. En hugsunin að halda völdum er sú sama, þar er enginn munur.

Óskandi er að Sjálfstæðisflokkurinn fái sem versta útreið í kosningum að vori komanda. Þeir eiga fátt gott skilið.

Mosi


mbl.is Árni Sigfússon með 92% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Hvað þykist þú vera, sem berð illmælgi á borð um Suðurnesjamenn og Sjálfstæðisflokkinn? Orðalagið sem þú notar er greinilega gegnsýrt af öfundsýki kommúnista. Siðblindir eiga ekki að nefna siðblindu á nafn. Árni Sigfússon er afbragsmaður, sem lyft hefur grettistaki í Reykjanesbæ, íbúum þar til heilla og hamingju. Öfundsýki kommúnista breytir þar engu um.

Þú átt að skammast þín, Guðjón Sigþór Jensson. Siðblinda þín á sér engin rök.

Fyrir hönd Foldarinnar, SrB. 

Blaðamenn Foldarinnar, 28.2.2010 kl. 13:24

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Siðblinda Sjálfstæðismanna kemur t.d. fram í upplýsingum frá þeim um fjármál sín. Fyrir nokkrum árum voru sett lög um skyldu stjórnmálaflokka að gera grein fyrir uppruna og notum þess fjár sem þeir höfðu undir höndum.

Sjálfstæðismenn hafa ekki staðið sig betur í þessu en svo að þeir telja N.N. vera einna ötulastan stuðningsmann flokksins. Um uppruna styrktarfjárs er ekki nánar stafkrók um.

Lengi vel töldu aðstandendur Sjálfstæðisflokksins að hann væri eini flokkurinn sem væri lýðræðisflokkur. Í öðrum flokkum væru einhverjir vondir kommúnistar!

Þegar Davíð Oddsson stýrði flokk þessum þá báru allir svo mikið traust til hans að hann var hafinn yfir alla gagnrýni! Helgi Hjörvar ritaði fræga grein í Morgunblaðið þar sem hann lýsti ástandinu í Sjálfstæðisflokknum að Davíð væri eins og klassískur kommúnistaleiðtogi.

Því leyfi eg mér að vísa þessum kommúnistastimpli til föðurhúsanna hver sem þú ert en siglir undir dulnefninu SrB eða Blaðamenn Foldarinnar. Þið eruð vægast sagt mjög siðblindir á það sem máli skiptir: spillingin er mjög nátengd Sjálfstæðisflokknum og það er ykkar að bera sakir af ykkur og upplýsa alþjóð um uppruna fjár sem þið virðist hafa nóg af til að auglýsa ykkar eigið ágæti.

Eg þarf ekki að svara fyrir nein spillingarmál af neinu tagi enda ekki tengdur neinum slíkum, hvorki stórum né smáum. Hins vegar hefi eg tapað nánast öllum ævisparnaði mínum undanfarinna 20 ára minna bestu ára í formi hlutabréfa, sem eg hugðist njóta á efri árunum. Eins og kunnugt er, hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt þvílíkar álögur á eldra fólk, öryrkja og aðra þá sem minna mega sín í samfélaginu, að engu tali tekur. Allt sparifé okkar er horfið í hít braskara og auðnuleysingja þeirra sem ollu bankahruninu. Þeir telja sig hafna yfir lög og rétt í þessu landi en eru sjálfsagt tilbúnir að styrkja Sjálfstæðisflokkinn svo framarlega sem þeir eru nefndir N.N. í skýrslum flokksins um fjármál sín.

Mosi

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 2.3.2010 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband