Prófkjör: kostir og gallar

Nú eru prófkjör farin af stað. Fyrrum riðu hetjur um héruð til að safna liði. Núna eru það auglýsingar og greinaskrif, síminn og í sumum tilfellum bloggsíður nýttar til hins ítrasta. Í sumum sveitarfélögum landsins virðist vera óvenjulega mikill áhugi fyrir að komast í öruggt sæti. Hvorki fleiri né færri en 13 manns hefur gefið kost á sér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi svo dæmi sé nefnt. Sem kunnugt er það sveitarfélag nánast gjaldþrota eftir nokkuð glæfralega stjórnun á liðnum árum og mun Sjálfstæðisflokkurinn eiga töluverðan þátt í hvernig komið er. Einkennilegur er þessi áhugi meðal Sjálfstæðismanna á að stýra gjaldþrota sveitarfélagi!

Kostir prófkjöra er sá að hver og einn sem áhuga hefur, getur tekið þátt í prófkjöri. Gallinn er hins vegar sá að þetta ferli er sífellt að verða harkalegra og kostar meiri fjárútlát. Frambjóðendur verða að safna liði, n.k. hirð kringum sig sem aflar fjár og kynnir frambjóðanda sinn til vinstri og hægri. Oft verða sumir bitrir eftir þetta pólitíska þref þar sem oft valdagleðin freistar fremur en hugsjónastarfið. Og er ekki gengið full langt í þessa átt? Þátttaka í prófkjöri t.d. hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík skiptir milljónum á hvern frambjóðenda. Það er von að sú spurning læðist að venjulegu fólki: Telur þátttakandi í prófkjöri þetta stúss borga sig? Er kannski eftir einhverju að slægjast? Borgar þetta sig?

Galli prófkjöra fyrir lýðræðið er hversu auðmagnið skiptir greinilega miklu máli. Ekki er alltaf hirt um að gera á eftir hreint fyrir sínum dyrum, gera opinberlega grein fyrir uppruna og notum þess fjár sem hafa verið nýtt í þágu „málstaðarins“ og valdabröltsins. Mjög mikil líkindi eru að sá verði kjörinn og nái árangri sem hefur greiðan aðgang að miklu fé.

Í Grikklandi og jafnvel í Rómaborg til forna var oftast hlutkesti látið ráða. Þá höfðu allir jafnan möguleika að komast til valda hvort sem það var maður sem hafði mikinn auð að baki eða skítblankur hugsjónamaður - eða valdafíkill eftir atvikum - næði kosningu. Hér eigum við von á að það séu fyrst og fremst fjáraflamenn sem ná árangri án tillits til raunverulegs tilgangs og hvata viðkomandi að seilast til áhrifa og þar með valda. Hlutkesti kostar ekkert, það er líklega ódýrasta leiðin til að praktíséra lýðræðið þar sem tveir eða fleiri koma til greina.

Prófkjör þar sem ríkir óheft peningastefna í undirbúningi, hafa flest einkenni frumskógalögmálsins. Þar er fyrst og fremst sá sem auðinn hefur sem vænta má að nái bestum árangri. Því miður eru mikil útgjöld í prófkjöri stundum ávísun á spillingu í skjóli valdsins sem fylgir. Maregir þeir aðilar sem lagt hafa fé af hendi, vænta þess að fá einhverja fyrirgreiðslu sem umbun fyrir veittan stuðning.

Æskilegt er að stjórnmálaflokkar setji sér skynsamar reglur um framkvæmd þessara prófkjöra þar sem sett eru takmörk á hversu miklu fé megi nota í prófkjöri. Þá er mjög skynsamlegt að allir sem hlut eiga að máli geri opinberlega grein fyrir uppruna og notum fjársins sem tengist þátttöku í stjórnmálum.

Mosi


mbl.is Prófkjör farið vel af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

það er margt gott og satt í þessari grein þinni Mosi,en svo þegar upp er staðið,hefur maður séð hvoru tveggja uppstillingar og annað er þetta .á það eina sem gefur okkur hið sanna lýðræði,hitt er einnig plott og klíka,auðvitað er  alltaf talað fyrir öll prófkjör að gera þetta  á ódýran hátt.en boð og bönn eru ekki mer að skapi á þessu vegu,menn sem maður hefur mikla trú á styrkir maður ekki hinn og svo framvegis/þetta orkar allt tvímælis þá gjört er,en samt góð grein /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.1.2010 kl. 20:31

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gerðu nú eitt, Guðjón, þér og okkur hinum til skemmtunar: Taktu nafnalista þann sem kosið var eftir hjá Sj.st. í Reykjavík í gær. Stilltu upp frambjóðendalista eftir hlutkesti og sýndu okkur hann til skemmtunar.

Kannski verður hann allt öðru vísi. Kannski ekki.

Sigurður Hreiðar, 25.1.2010 kl. 10:07

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka ykkur báðum fyrir góðar ábendingar.

Athygli vekur að allir þeir sem hlutu bindandi kosningu hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík búa í Vesturbænmum að undanskildum einum manni: Gísla Marteini sem sagður er vera uppalinn í Breiðholti en ef síðustu fréttir eru réttar er hann einning fluttur í Vesturbæinn.

Sú var tíðin að Sjálftsæðismenn vildu ekki ljá máls á að Kópavogur yrði innlimaður í Reykjavík. Það kom til tals árið 1955 en vegna hræðslu Sjálfstæðismanna tóku þeir ekki sénsinn á því vegna þess að þá áttu að búa svo margir „kommúnisatar“ í Kópavogi! Þetta var auðvitað þegar Kalda stríðið' var upp á sitt besta og var fremur að herða að en að þiðna með stórveldunum, m.a. vegna Kóreu, Súez og Ungverjalands. Svo var auðvitað í deiglunni.

Margt hefði mátt finna betri leið ef íhaldsmeirihlutinn í Reykjavík hefði sýnt dálítið þor og frumkvæði og ljá máls á því að Finnbogi Rútur og Hulda yrðu Reykvíkingar að nýju sem aðrir íbúar í Kópavogi. Ætli hefði ekki orðið minna úr þessu smákóngaveldi sem við við sitjum núna uppi með á höfuðborgarsvæðinu? Líklega hefðu Seltjarnarneshreppur og kannski Mosfellshreppur sameinast Reykjavík. Og þá er spurningin um Hafnarfjörð, Álftaneshrepp og Garðahrepp sem þá var. Fyrir 40-50 árum voru íbúar þessara þriggja sveitarfélaga eitthvað um eða rúmlega 10.000 eða eins og á Suðurnesjum núna.

Það er auðvitað gaman að spá í það sem mögulega hefði getað gerst. Eftir á að hyggja er með ólíkindum að skammtímasjónarmið komu í veg fyrir að stjórnmálamenn litu til lengri tíma. Það hefur verið allt of mörgum svo erfitt að þeim hefur þótt betra að halda sig við skammtímasjónarmiðin, augnablik líðandi stundar. Er það ekki sem skiptir máli hjá þeim frambjóðendum í prófkjörum sem finnst sjálfsagt mál að eyða mörgum milljónum í þessi prófkjörsmál sín? Líklega leikur prófkjörskostnaður Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu á tugum ef ekki hundruðum milljóna. Er það réttlætanlegt í ljósi þess að það voru einkum stjórnmálamenn á þeim meiði stjórnmálanna sem í raun bera mestu ábyrgðina á því sem komið er í íslensku samfélagi? Hefði þessu mikla fé ekki verið betur varið að sinna ýmsum grundvallarþörfum samfélagsins?

Þannig hafa þessir stjórnmálamenn þessa sama stjórnmálaflokks á undanförnum áratug níðst einna mest á okkar minnstu bræðrum og systrum: eldri borgurum og öryrkjum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.1.2010 kl. 21:15

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Varðandi hugmyndina þína Sigurður, þá ættu allir frambjóðendur að hafa sama möguleika og þar með rétt að taka sæti á lista eða jafnvel þess vegna í borgarstjórn. Það þarf auðvitað að leggja fram reglurnar um hlutkesti og allir verða að samþykkja þær leikreglur. Svo þarf hlutkestið að fara fram eftir þessum reglum undir árvökulum augum allra hlutaðeigandi.

Ef eg eða einhver annar tæki upp á að kasta upp hlut sérhvers, þá yrði það algjör tilviljun hvernig menn röðuðust á listann.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.1.2010 kl. 21:18

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég stakk nú bara upp á þessu Guðjón vegna þess að mér finnst hlutkesti vera algjör tilviljanaaðferð. Sem slík öllum jöfn en ekki víst að hún, fremur en prófkjör sem litast af mörgum hlutum (a. aðgangi hvers frambjóðanda, b. aðgangi hans fyrr og nú að fjölmiðlum/kynningu c. hvernig hann hefur staðið sig fram til þessa d. ýmsu öðru), það er eins og þú segir ekki öllum jafnt.

En svo hnaut ég um síðustu línuna í athugasemd þinni frá kl. 21.15 og er ekki sammála. Mér finnst og miða þá við mitt eigið eldri borgara skinn að samfylking og nú einnig vinstri grænir niðist mest á mér og mínum líkum, með því ekki síst núna að láta fjármagnstekjur (=vexti af því sem okkur kann að hafa tekist að nurla saman til efri áranna) gilda krónu móti krónu gagnvart því sem mér finnst ég með réttu eiga að fá frá Tr., hafandi borgað þangað alla mína starfsævi, fyrir utan að taka af þessu litla sem safnast hefur 18% fjármagnstekjuskatt -- af hæst 7% vöxtum af höfuðstól og í 6,9% verðbólgu. Sem þýðir einfaldlega að verið er að naga af okkur ævisparnaðinn. Mér hefur alltaf þótt fjármagnstekjuskattur á ræfilslegan sparnað smælingjanna mjög ragnlátur og teku þó steininn úr núna með hækkun hans úr 10%, fyrst í 15% svo í 18%. Auðvitað á fjármagnstekjuskattur ekki að leggjast á fyrr en höfuðstóllinn er orðinn eitthvað til að tala um, segjum 25 milljónir á hjón. Eftir 50 milljónir má hann svo vera kannski ríflegur. -- En hver (hvaða stjórnmálaafl) var það svo sem sem kom þessum rangláta skatti á í upphafi?

Þú kannski finnur það út við tækifæri.

Góð kveðja

SHH

Sigurður Hreiðar, 26.1.2010 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband