Blendinn hugur

 

Friðrik er auðvitað mjög ríkur af reynslu en eðlilega tortreyggja hann margir vegna nálægðar hans við innstu valdaklíku Sjálfstæðisflokksins sem verður alltaf tengd ábyrgð á bankahruninu mikla.

Spurning er hvort hann sé af þeim ástæðum vanhæfur eða hvort það varðar kannski við heimsku að fá einhvern annan reynsluminni?

Ljóst er, að meðan skýrslan um bankahrunið hefur ekki verið gerð opinber, verður ekki fullyrt að svo stöddu hvort Friðrik tengist ábyrgð á bankahruninu að einhverju leyti.

Sjálfur hefi eg misst atvinnu mína og allan sparnað bestu æviára minna í formi hlutabréfa. Sama gildir um fjölskyldu mína.

Hugur minn í garð þeirra sem ábyrgð bera, verður því alltaf mjög þungur. Og tortrygginn er eg líka orðinn gagnvart öllum þeim sem tengjast bankahruninu að einhverju leyti.

Spilling í íslensku samfélagi er mjög augljós. Með hverjum deginum sem líður, kemur stöðugt fleira fram sem sýnir okkur hversu mikið var af möðkum í mysunni. Íslensk stjórnvöld hömruðu árum saman á því, að íslenskt samfélag væri eitt af minnst spilltustu ríkjum heims. Nú hefur annað verið að koma í ljós. Spillingaöflin hafa mergsogið íslenskt samfélag, ýmsir stjórnmálamenn ljá ekki máls á því að bera neina ábyrgð þó augljóst sé að sumar afdrifaríkar og umdeildar ákvarðanir þeirra leiddu til hrikalegs áfalls íslensku þjóðarinnar. Hér er það sem uppivöðslusamir fjárgælframenn hafa auðgað sig í skjóli einkavæðingar og frjáls hagkerfis þar sem engar hömlur væru settar á græðgina.

Átti Friðrik Sophusson einhvern þátt í að þetta varð raunin, annars vegar sem fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hins vegar sem forstjóri Landsvirkjunar? Þegar hann tók við sem forstjóri var Landsvirkjun nánast skuldlaust fyrirtæki. Nú á það vart fyrir skuldum. Ber hann einhverja ábyrgð og þá hve mikla? Sýndi hann einhverja varkárni við framkvæmd þessa glæfralega Kárahnjúkaverkefnis?

Nauðsynlegt er að rökstyðja svarið hvort sem það er já eða nei!

Mosi


mbl.is Friðrik Sophusson formaður ÍSB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þú Mosi er við sama heiðgarðshornið,allir sekir bara hvernig erum við það ekki öll,þegar upp er staði bara misjafnlega,í öllum flokkum er spilling við verðum bara að snúa því við,er nokkuð annað i stöðunni,ef grand er skoða hefur þetta verið slíkt þjóðfélag í áraraðir/við viljum þetta ekki er það'???? batnandi mönnum er best að lifa!!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.1.2010 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 242908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband