Sigmundur „besserwisser“

Til eru menn sem telja sig vita allt betur en aðrir. Sigmundur Davíð er einn slíkur. Að „vara við“ útskýrir Sigmundur ekki nákvæmlega enda er orðagjálfrið sem þetta Icesave hefur þyrlað upp, valdið þvílíkri glýju að flestir vilja helst ekki heyra það aftur nefnt.

Spurning er hvort þetta moldviðri hafi verið sviðsett með ákveðnu markmiði. Er t.d. verið að draga athygli þjóðarinnar frá útrásarvíkingunum og þeim stjórnmálamönnum sem eru flæktir í svínaríinu?

Nú er stutt í hrunskýrsluna og þar mun ábyggilega sitthvað fróðlegt koma í ljós um aðdraganda hrunsins. Sennilega beinist athyglin að þætti Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og ábyrgð ráðamanna á þeim bæjum á aðdraganda hrunsins.

Það er því alltaf gott að vera vitur - svona eftir á. Sigmundur telur sig vita allt betur  en aðrir, á eftir en af hverju ekki fyrir áður en vitlausar ákvarðanir voru teknar? Hvar var Sigmundur Davíð þegar Framsóknarmafían ákvað að einkavæða bankana með Sjálfstæðisflokknum?

Mætti frábiðja sér svona „besserwissara“, - þeir hafa oft verið til mikillrar óþurftar og dregið fólk út á varhugaverðar slóðir.

Mosi


mbl.is Vöruðum við en ekki var hlustað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Biddu !! mætti ekki snúa þessu við hjá þér og segja að ríkistjórnin sé með allt niðri um sig og ef næðist betri samningur fer ríkistjórnin út á hafsauga?

Þökk sé mönnum sem berjast fyrir Ísland heldur en þessari vesalings óstjórn sem er nú við völd. 

Til eru menn sem telja sig vita allt betur en aðrir. Sigmundur Davíð er einn slíkur. Að „vara við“ útskýrir Sigmundur ekki nákvæmlega enda er orðagjálfrið sem þetta Icesave hefur þyrlað upp, valdið þvílíkri glýju að flestir vilja helst ekki heyra það aftur nefnt.

Þetta rugl hjá þér stemmir ekki við meirihluta þjóðarinnar, reyndu að andskotast við að viðurkenna mistök þessara bjána samfó og vg.

óskar (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 14:31

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Væri ekki nær að frábiðja sér Samspillinguna og Vinstri GubbGubb. Sigmundur Davíð hefur staðið sem Davíð gegn Golíat í þessu IceSlave máli og hefur reynst sönn hetja okkar Íslendinga.

Áfram x B e s t ! ! !

Axel Pétur Axelsson, 13.1.2010 kl. 15:00

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þessi pistill er ein stór smjörklípa Guðjón. Einkavæðing bankanna er vissulega svartur blettur í i sögu Framsóknarflokksins sem hann verður að gera upp gagnvart þjóðinni. Framsóknarflokkurinn og Sigmundur Davíð hefur hins vegar manna best staðið sig í andófinu gegn ICESAVE og er málflutningurinn ekki vitlausari en svo - Guðjón - að margir erlendir sérfræðingar taka undir hann. Með núverandi samningur við Breta og Hollendinga er verið að níða landið og afkomendur okkar með ótrúlegum fjárhagslegum byrðum.

Guðmundur St Ragnarsson, 13.1.2010 kl. 15:03

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Guðjón: Gerir þú þér grein fyrir því að hollendingar og bretar mun fá helming þrotabús Landsbankans til að greiða fyrir það sem er umfram innistæðutrygginguna, eitthvað sem þeir ákváðu einhliða og án samráðs?

Sigmundur var ekki í Framsóknarflokknum þegar bankarnir voru einkavæddir og mundu að Glitnir féll líka þó hann hefði ekki verið einkavæddur, né Straumur.

Gestur Guðjónsson, 13.1.2010 kl. 15:09

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hmmm -- var Glitnir ekki einkavæddur, Gestur? Var hann ríkisbanki? Sem hét áður Íslandsbanki? Þar áður Alþýðubankinn, þar áður Verslunarbankinn, þar áður Útvegsbankinn eða allt þetta hvað ofan í annað. Er einkaeign, borgaraleg eign, sem sagt ekki ríkiseign, eitthvað annað en einkavæðing?

Sigurður Hreiðar, 15.1.2010 kl. 16:36

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Að líkja Sigmundi Davíð við glímu Davíðs við Golíat er dálítið langsótt. Þessi Icesave deila er ein endaleysa frá upphafi til enda. Icesave lögin kveða m.a. á samning við Breta og Hollendinga að eignir íslensku bankanna verði á forræði Íslendinga og að reynt verði að hámarka þær sem mest, til að sem minnst helst ekkert verði umfram af skuldum þegar eigurnar verða seldar. Er þetta sem þeir félagar Bjarni og Sigmundur eru að reyna að sprengja upp? Nánar: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1007249/

Leyfi mér því að mótmæla að þetta sé einhver smjörklípa heldur það sem heitir Realpolitik.

Gestur og Sigurður:

Alþýðubankinn, Iðnaðarbankinn, Útvegsbankinn og Verslunarbankinn voru sameinaðir á sínum tíma, fyrir nálægt 20 árum í Íslandsbanka. Nokkrum árum síðar eða 1997 voru 4 stórir opinberir sjóðir á vegum atvinnulífsins sameinaðir  í Fjárfestingabanki atvinnulífsins: Fiskveiðasjóðs Íslands, Iðnlánasjóðs, Útflutningslánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs. Þá kom þessi dæmalausi Bjarni Ármannsson til sögunnar. Þessi banki var enn síðar sameinaður Íslandsbanka.

Þannig að þó hann hafi verið einkabanki voru ýmsir innri þættir hans komnir frá opinberum sjóðum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.1.2010 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband