Mikill er munur á þingmönnum

Furðulegt er að formaður nefndarinnar hafi ekki gert sér grein fyrir því hvernig þessi fjárhæð 50 milljarðar var fundin upp eða hvernig hún er til komin. Nú hefur þessi þingmaður orðið margsaga og greinilegt er að sumum í Framsókn gangi illa að gera greinarmun á lyginni og sannleikanum. Alla vega hefur honum orðið margsaga í málinu.

Nú hefur Vilhjálmur Bjarnason komið með mjög sennilega skýringu og flest bendir til að hann hafi rétt fyrir sér.

Annars er merkileg þessi 50 milljarða fjárhæð. Þetta nákvæmlega sama fjárhæð og Bakkabræður juku hlutafé í Exista með bolabrögðum. Þeir vildu ná fyrirtækinu undir sig með furðulegri og bíræfinni aðferð. Hlutaféð var aukið um 50 milljarða án þess ein einasta króna var greidd til félagsins.

Á þessum fræga hluthafafundi bar eg upp tillögu um takmörkun atkvæðaréttar:

1. að hlutafé hafi verið greitt raunverulega til hlutafélagsins og

2. að hlutafé væri ekki veðsett.

Tillagan var kolfelld með yfir 90% atkvæða! 


mbl.is Veit ekki hvernig talan varð til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiljanleg niðurstaða

Kjarasamningar eru mjög vandmeðfarnir til að ná einhverjum árangri. Háar prósentutölur skila engu til lengri tíma en megináherslu þarf að leggja á að auka sem mest kaupmáttinn.

Vandræðagangurinn í ríkisstjórninni á einnig til að vekja tortyggni um heilindi í samfélaginu. Ríkisstjórnin vill efla hag þeirra sem betur mega sín en ber lítinn skilning fyrir kjörum þeirra sem minna mega sín.

Þegar ríkisstjórn sem gefur eftir himinháa tekjustofna frá útgerð, þá er skattfrelsismarkið búið að vera nánast lítt breytt frá upphafi. Alla vega fer fjarri að það fylgi vísitölu. Létta þarf skatta af lægstu tekjum og auka þar með ráðstöfunartekjur þeirra lægst launuðu. 


mbl.is Flóabandalagið felldi samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2014

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband