20.1.2014 | 22:32
Vistfræði Fossár
Í fréttinni segir að veiðiskapur hafi aukist mjög í Fossá. Í tengslum við laxagegnd og veiðiskap þá hafa orðið miklar breytingar á umhverfi og vistkerfi Fossár. Fyrst kom eg á þessar slóðir fyrir nær hálfri öld. Mér er minnistætt nánast algjört gróðurleysi Þjórsárdals. Hann var þakinn metra þykkum ljósum vikri úr gosinu 1104 úr Heklu.
Þegar Búrfellsvirkjun var byggð, var dalurinn græddur upp. En í Skjólkvíagosinu vorið 1970 breyttist ásýnd dalsins algjörlega: í stað gráa vikursins var dökk aska yfir öllu. Sums staðar mátti sjá gróðurbrúska kíkja upp gegnum öskuna, en Landsvirkjun hafði fengið Landgræðslu ríkisins til liðs við sig að græða upp landið. Eftir að dró úr sauðfjárbeit hefur landið verið að taka við sér. Í fjallshlíðum einkum en vestanverðan dalinn hefur Skógrækt ríkisins látið plantað mjög miklu af trjám sem nú er smám saman að leggja landið undir sig einkum birki sem verður að teljast til ágengra en innlendra tegunda. Þessi mikla breyting á vistkerfi Þjórsárdals hefur áhrif á vatnsbúskap og eflir lífmassann. Rotnandi gróðurleyfar er undirstaða lífríkis sem laxinn þrífst á.
Skógrækt má beita til að efla lífmassa meðfram ám og vötnum. Hún er ein áhrifaríkasta aðferðin að auka fiskgegnd og þar með auka arðsemi veiðiáa í landinu.
Góðar stundir.
![]() |
Sættir að takast um leigu á Fossá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2014 | 22:17
Eðlileg niðurstaða
Ef venjulegur borgari í samfélaginu hefði verið í sömu sporum og Baldur Guðlaugsson, notið innherjaupplýsinga sem hann hafði einn af örfáum haft aðgang að, selt öll sín hlutabréf, hefði þótt sjálfsagt að ákæra viðkomandi og sakfella hann.
Mjög líklegt er að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi litið þanni á málið.
Og sama má segja um mál Geirs Haarde.
Ekki hefur verið sýnt fram á að annar hvor eða báðir þessara ákærðu og sakfelldra manna hafi verið ákærðir án ástæðu. Baldur fyrir að notfæra sér vitneskju sem innherji og sá síðarnefndi sem æðsti embættismaður þjóðarinnar sem átti að sjá að allt var að fara fjandans til í efnahagsmálum þjóðarinnar en aðhafðist ekkert að! Báðir verða að teljast fagmenn hvor á sínu sviði, Baldur lögfræðingur en Geir hagfræðingur. Sá fyrri notfærði aðstöðu sína til að hagnast, sá síðarnefndi, Geir Haarde mátti vera ljóst að eitthvað varð að gera til að koma í veg fyrir bankahrunið eða alla vega grípa fram fyrir hendurnar á þeim með úrræði Fjármálaeftirlitis og Seðlabanka í huga. Ekki seinna en í febrúar 2008 var deginum ljósara að Davíð Oddssyni var fullkomlega ljóst að bönkunum yrði ekki bjargað. Hvorki hann né Geir Haarde aðhöfðust ekkert til að draga úr þessu gríðarlega tjóni þjóðarinnar.
Það er nú svo að íslensku refsilögin gera ekki aðeins ráð fyrir að sakamaður geti bakað sér refsiábyrgð með ólögmætum verknaði heldur einnig athafnaleysi eins og gerðist í máli Geirs. Honum mátti sem fagmaður efnahagsmála að ekki væri allt með felldu. Hann þiggur himinhá laun fyrir að vera forsætisráðherra og þjóðin á kröfu á hann að hann sinni starfi sínu í samræmi við það.
Mér er sem mörgum öðrum Íslendingum mjög minnisstætt þegar ráðherrar íslenska lýðveldisins fóru margir hverjir á Olympísku leikan í Kína í ágúst 2008. Þá var sem nú mikill uppgangur í handboltanum íslenska rétt eins og nú. En getur verið að gleymst hafi að stjórna landinu? Allt var komið í óefni þegar líða tók á september, um mánuði seinna.
Vanrækslan varð Geir að falli, því miður. Betur hefði verið að hann hefði sinnt sínu starfi og reynt að koma í veg fyrir kollsteypuna haustið 2008.
![]() |
Máli Baldurs vísað frá MDE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2014 | 21:42
Hvaða erindi eiga götustrákar í fjölmiðla?
Þessi ótrúlegu fullyrðingar og fúkkyrði sem strákur þessi lét út úr sér er vart hægt að fyrirgefa. Meðan enn er til fólk sem minnist með hryllingi á grimmdarverk nasista og annara óþverra þá ætti munnsöfnuður sem þessi hvergi að þrífast.
Á meðan tugir starfsmanna RÚV var sagt upp störfum, margir með áratuga farsælt starf að baki er strákur þessi látinn gegna mikilvægu starfi. Nú má spyrja: Er það vegna skoðana hans sem vísa eindregið til fordómafullra afturhaldsskoðana á hægri vængnum sem hann er ekki látinn taka pokann sinn með skömm?
Við eigum ekki í nútímasamfélagi að líða að götustrákar vaði hér uppi með skömum og látum. Við höfum alveg nóg af svo góðu nú þegar.
![]() |
Harma ummæli um Austurríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 20. janúar 2014
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar