31.8.2013 | 18:07
Dokið!
Að fara út í einhliða hernaðaraðgerð getur endað í skelfilegri blindgötu. Þetta hefur margsinnis gerst og dæmin svo mörg að myndi æra óstöðugan að telja allt upp.
Það er mjög skynsamlegt af Obama að leggja ákvörðun um þetta fyrst fyrir bandaríska þingið. Á meðan tíminn líður getur komið fram nýjar upplýsingar sem máli kunna að skipta.
Allur hernaður er rándýr. Hver tilraun að finna friðsamlega lausn kostar aðeins brot af hernaðarbrjálæðinu. Allir tapa af því, hvort sem eru óbreyttir borar í því landi þar sem átök eru eða bandarískir skattgreiðendur.
![]() |
Obama vill grípa til aðgerða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2013 | 13:26
Skynsamlegt - en hvað með þarfagreiningu?
Stærri bílar eiga að vera utan húsagötur. Sá böggull fylgir skammrifi að við Þórsgötu eru tveir gististaðir, Hótel Odense á Þórsgötu 1 og Gistiheimilið Sunna í hinum enda götunnar og er við hornið Þórsgötu 26 og Njarðargötu. Að sækja farþega og fara með farþega á gististaði sem þessa er martröð.
Svipað ástand er við nokkra aðra gististaði í Reykjavík, Hótel Skjaldbreið á Laugavegi 16, Hótel Frón á Laugavegi 22 rétt ofan við Klapparstíg, Hótel Klöpp á horni Hverfisgötu og Klapparstíg, Hótel Plaza í Aðalstræti og Hótel Borg eru dæmi um gististaði þar sem ekki hefur verið hugsað um aðkomu hvorki stórra farþegabíla né annarra stærri bíla t.d. vegna aðfanga og aðra þjónustu. Annað hvort er umferð stærri bifreiða bönnuð eða ekki gert ráð fyrir að slíkar bifreiðar geti stoppað til affermingar eða fermingar.
Það gleymist því furðuoft þegar farið er í að veita leyfi til breytinga hvort sem er á húsum eða götum að sjá fyrir og gera ráð fyrir aðkomu þjónustu þessara gististaða. Og svo á að breyta Landsímahúsinu, byggja við og hefja rekstur gríðarstórs hótels. En aðkoma gesta og þjónustu virðist eiga að mæta afgangi og þetta mikilsverða atriði látið daga uppi milli vita án þess að viðhlítandi lausn sé fyrir hendi.
Þegar eg starfaði í Iðnskólanum í Reykjavík á sínum tíma ræddu arkitektarnir sem þar störfuðu á Hönnunarbraut og sumir starfa þar enn undir nýju heiti skólans, um þarfagreiningu. Þarfagreining var lykilorð í kennslunni þar sem mikil áhersla væri lögð á að væntanlegur hönnuður þyrfti fyrst að gera sér grein fyrir öllum þörfum áður en hannað er. Þarfagreining mætti sjálfsagt kenna stjórnmálamönnum sem koma til með að taka ákvarðanir. Ef þeim eru allar upplýsingar og þarfir kunnar, ættu þeir að geta tekið betri og vandaðri ákvarðanir.
![]() |
Banna hópbifreiðar á Þórsgötu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2013 | 12:40
Áróður eða upplýst umræða?
Það sem kemur frá konu þessari virðist vera eintóm upptalning af neikvæðum upplýsingum. Það er eins og ekki sé nein vonarglæta til hjá þessari bresku konu sem virðist ekki hafa upplifað neitt gott í vistinni hjá Evrópusambandinu.
Mjög líklegt er að Evrópusambandið taki breytingum. Þau ríki sem ekki geta uppfyllt Maastrickt sáttmálann, verður ýtt til hliðar en þau ríki þar sem opinber fjármál og efnahagur er rekinn með skynsemi, mun halda áfram.
Þegar Árni prófastur Þórarinsson sagði frá göllum illa innrættra Snæfellinga þá var fundið að því að nauðsynlegt væri að ýja einhverju góðu samanvið svo að innrætingin og áróðurinn gangi betur inn í fólk. Allir sem sýna skynsemi bíða átekta og vilja fá meira að heyra áður en úrskurður er kveðinn um gæði og galla.
Ljóst er að fjarri fer að Evrópusambandið sé gallalaust. En kostirnir eru margir og meira að segja mjög miklir. Þar byggist allt á því að stjórnmálamenn kunni að stýra landi og lýð með farsæld og varfærni. Það er því langt í land að núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn átti sig á þessu.
Góðar stundir.
![]() |
Telur að ESB muni hrynja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 31. ágúst 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 244214
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar