3.6.2013 | 18:46
Byggðaþróunin
20. öldin er öld fólksflutninga og mikillra þjóðfélagsbreytinga á Íslandi. Landsframleiðslan eykst 50 falt frá upphafi aldarinnar til loka hennar. Á sama tíma fjölgar þjóðinni úr því að vera 100.000 í það að verða 300.000. Svonefndur hagvöxtur verður það mikill að Íslendingar framleiða 50 sinnum meiri verðmæti í lok aldarinnar miðað við upphaf hennar.
Um 1900 er Ísland eitt frumstæðasta land Evrópu, við vorum jafnvel skemmra á veg komin en Albanía, undir lok aldarinnar eitt það auðugasta. En þrátt fyrir mikla auðlegð hefur jöfnuður ekki aukist. Því miður.
Hátekjumenn hafa skarað vel að sinni köku. Þeir halda uppi tveim stjórnmálaflokkum sem báðir vilja halda uppi velferð hátekjumanna. Á vinstri hlið samfélagsins eru núna Samfylking og Vinstri grænir sem vilja aukinn jöfnuð og meiri samneyslu.
Hægri menn hafa viljað byggja upp stóriðju sem nú gleypir um 80% af allri raforkuframleiðslu landsins. Og þeir telja að ekkert bæti betur atvinnulíf en fleiri álbræðslur á völdum stöðum. Aðrir vilja byggja upp fjölbreytt atvinnulíf þar sem unnt er að efla ferðaþjónustu og smærri fyrirtæki.
Byggðastofnun var komið á fót á vegum Framsóknarflokksins fyrir um 40 árum. Á þeim bæ er unnið að mörgu leyti merkilegt starf en því miður virðist vera einblýnt um of á fremur stórkarlalegar lausnir eins og stærri fyrirtæki. Þannig er unnið að styrkja þær byggðir atvinnulega séð þar sem aðstæður eru taldar heppilegar.
Mér hefur alltaf fundist einkennilegt að ekki hafi skógrækt verið talin vera atvinnuskapandi hjá Byggðastofnun. að er nú svo að unnt er að koma á fót margfalt fleiri störfum tengdri skógrækt en stóriðju. Þegar Kárahnjúkavirkjun og álbræðslan við Reyðarfjörð voru byggð, er talið að hvert starf kostaði um 430 milljónir! Það væri unnt að byggja upp tugi ef ekki hundruði starfa í landinu gegnum skógrækt. Trén vaxa jafnt og þétt og þurfa hvorki kílóvattstundir né fórnir á náttúruperlum eins og fossum og eyðileggingu fagurra fjalladala eins og gerðist ofan Kárahnjúka. Sú virkjun er ein sú groddalegasta sem þekkt er í heiminum og verður að teljast með umdeildari ákvörðunum íslenskra stjórnmálamanna.
Að mörgu leyti var þjóðhagslega hagkvæmt að Byggðastofnun hafði ekki verið komið á fót fyrr. Það hefði t.d. verið kostulegt að sjá álver á Hornströndum til að bjarga mannvistarbyggð þar. Þjóðhagslega hagkvæmara var að íbúarnir hurfu frá þessum örlitlu sveitarbæjum þar sem tún voru það smá að þau væru varla véltæk, hvað þá meir.
Sjálfsagt heldur byggðaþróunin áfram, þær byggðir sem teljast óhagkvæmar verða fámennari og leggjast jafnvel í eyði. En landnýtingin breytist rétt eins og á Hornströndum sem nú þykja vera eftirsóknar vegna friðsamlegrar útivistar og ferðamennsku.
![]() |
Fundað með brothættum byggðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2013 | 16:44
Friðaruppeldið er svo mikilvægt
Við erum örfárra þjóða heims sem berum þá lukku að hér hefur aldrei verið innlendur her, nema ef utan er skilinn deild frá Hjálpræðishernum. Vopnaskak er okkur eins fjarlægt eins og unnt er að hugsa sér enda þjóðin verið nánast vopnlaus lengi vel. Með stríðsárunum varð breyting á, ofbeldisdýrkun og vopnaburður þykir allt í einu vera fínt einkum meðal þeirra sem vilja sýna af sér einhver mannalæti.
Við höfum síðan á Sturlungaöld lært að ofbeldi leiðir af sér enn meira ofbeldi, ribbaldahátt eins og þessi hryllilega borgarastyrjöld meðal höfðingja landsins einkenndist af. Friðaruppeldið má væntanlega rekja til klausturslifnaðar þar sem munkarnir og nunnurnar framleiddu heimsbókmenntir í formi Íslendingasagna. Eg hefi alltaf haft það á tilfinningunni að bækur eins og Brennu-Njáls saga sé n.k. áróðursrit fyrir friðaruppeldi og kristilegu líferni. Þar er sýnt á hversu ofbeldið er fyrirlitlegt og jafnvel allt að því hlægilegt. Oft er vikið að blóðugum bardögum og kímnin brýst víða fram eins og í þessum kafla kemur fram. Berum niður í 158. kafla sögunnar:
Þenna morgun gekk Kolur Þorsteinsson í borg og skyldi kaupa silfur. Hann hafði mest hæðiyrði við af brennumönnum. Kolur hafði talað margt við frú eina ríka og var mjög í gadda slegið að hann mundi fá hennar og setjast þar.
Þenna hinn sama morgun gekk Kári í borgina. Hann kom þar að er Kolur taldi silfrið. Kári kenndi hann og hljóp að honum með sverð brugðið og hjó á hálsinn en hann taldi silfrið og nefndi tíu höfuðið er það fauk af bolnum.
Þetta er eitt einkenni Íslendingasagna hversu dauðinn er gerður allt að því broslegur. Kolur var svo hugfanginn að telja silfrið að hann hugar ekki að því að helsti óvinur hans er allt í einu kominn að hjálpa honum inn í eilífðina. Og höfuðið taldi tíunda silfrið. Átti hann kannski eftir að telja 20 til viðbótar?
Friðaruppeldið er eitt mikilvægasta hlutverk okkar sem störfum við uppeldisstörf og fræðslu. Því miður eru margir sem vilja draga okkur niður á eitthvað furðulegasta plan sögunnar t.d. að vera hvatamenn og stuðningsmenn að stríði eins og gerðist fyrir 10 árum. Það voru afglöp sem ekki verða fyrirgefin enda vissu þáverandi ráðamenn hvað þeir voru að gera.
Góðar friðarstundir!
![]() |
Fagna undirritun vopnaviðskiptasamnings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 3. júní 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar