28.6.2013 | 16:47
Ótrúlegt!
Þegar slys verða þá er spurt: mátti koma í veg fyrir slysið?
Í þessu tilfelli er ung stúlka við vinnu við vægast sagt mjög krítískar og hættulegar aðstæður. Þarna hefðu vanir menn að öllum líkindum séð betur fyrir hvernig átti að standa að þessu verki.
Fram kemur að leiðbeiningar hafi stúlkan ekki fengið nema mjög almennar. Þarna hefur upplýsingaskylda og að öllum líkindum góð verkstjórn brugðist.
Alvarleg slys eru dapurleg.
Þetta er ekki eina alvarlega slysið sem verður í álbræðslu á Íslandi og kemst í fréttir. Fyrir nokkrum árum varð slys í álbræðslunni á Grundartanga þar sem þungt stykki féll á starfsmann. Starfsfélagi hans brást við og slasaðist við björgunarstörfin. Bæði fyrirtækið og tryggingafélagið neita bótaábyrgð eins og í þessu tilfelli. Það er umhugsunarvert hvernig hugsunarháttur stjórnenda þesara fyrirtækja er gagnvart slösuðum starfsmönnum. Flestir myndu samþykkja bótaskyldu og bæta fyrir líkamstjón og tekjutap.
Er kannski svo komið hjá þessum álfyrirtækjum að ekki megi undir neinum kringumstæðum reikna með neinum útgjöldum vegna slysa?
Þess má geta að á sínum tíma voru öryggismál í ábræðslunni í Straumsvík til fyrirmyndar hér á landi. Þar á bæ var einna fyrst lögð gríðarleg áhersla á slysavörnum og tryggja sem best öryggi starfsmanna, m.a. með notkun öryggishjálma. Er orðin breyting með nýjum eigendum?
![]() |
Vann málið gegn Alcan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2013 | 16:27
Hvað er sjálfsvörn?
Eitthvað er bogið við fréttina.
Sjálfsvörn má aðeins beita með sams konar aðferðum og yfirvofandi árás er framkvæmd með. Að skjóta mann með byssu þegar ráðist er á hann, getur varla verið sjálfsvörn nema sá drepni hafi einnig verið vopnaður og gert sig líklegan að verða fyrri til.
Í öllum réttarríkjum eru gerðar miklar kröfur til sönnunar og sérstaklega hugað að hvort sjálfsvörn sé raunveruleg. Það er alveg ljóst að beita byssu við að drepa annan getur varla verið sjálfsvörn hafi hinn ekki beitt neinum vopnum. Það er nefnilega auðveld skýring á ólöglegu athæfi að bera sig sjálfsvörn þegar slíkt hefur ekki átt sér stað.
Íslenskir dómstólar viðurkenna ákaflega sjaldan sjálfsvörn í árásarmálum.
![]() |
Myrti unglingsdreng í sjálfsvörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2013 | 13:56
Hverjar eru tekjurnar?
Lendingargjöld og þóknun fyrir ýmsa þjónustu er sjálfsögð vegna flugrekstrar. Spurning er hvaða tekjur séu af þessum einkaþotum og hvort þær séu sambærilegar við tekjustofna annarra flugvalla?
Að mörgu leyti væri rétt að þotur og flugvélar sem koma stöku sinnum beri jafnvel hærri gjöld en önnur flugför sem eru í stöðugri notkun. Þar koma sjónarmið markaðarins. Það þykir sjálfsagt að þeir sem aka um Hvalfjarðargöngin sjaldan greiði fullt verði en aðrir njóti afsláttarkjara.
Og þeir sem ferðast með þessum einkaflugvélum eru vart á flæðiskeri staddir, oft maldríkir auðmenn sem vita vart aura sinna tal.
Oft hefur verið rætt um að fá hingað sem ferðalanga til lands sem flesta auðmenn. Það væri í samræmi við þau sjónarmið að þeir greiði alla þjónustu fullu verði.
Þess má geta að fyrir nokkrum árum var rætt í fjölmiðlum um hlægilega lágar fjárhæðir sem einkaþotur greiddu í lendingargjöld.
![]() |
Einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2013 | 12:52
Taldi hann þessar tekjur fram?
Spurning er hvort maður þessi sem hyggst þjóna tveim herrum hafi talið tekjur sínar af njósnum til skatts?
Ef svo reynist ekki þá ættu skattyfirvöld að skoða þetta mál enda ætti enginn að komast upp með að svíkja undan skatti.
Þess má geta að skattyfirvöld hafi stundum komið sumum í steininn. Aldrei sannaðist á alræmdan bófaforingja í Chicago á sínum tíma, Al Cabone um víðtæka glæpastarfsemi. En skattyfirvöldin náðu honum í netið þar sem hann dúsuði í steininum til æviloka, sennilega mun tryggari stað en það umhverfi sem hann átt þátt í að koma á fót með glæpastarfsemi sinni.
Þetta voru frjálshyggjumenn fram í fingurgóma en héldu sig röngu megin við lögin.
![]() |
Siggi hakkari á launaskrá FBI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 28. júní 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar