Erfitt ræktunarstarf þar sem sauðfé er

Að setja sig niður þar sem ekki verður þverfótað fyrir sauðfé, ber annað hvort vitni um einstæða þrjósku eins og talið er að sauðir séu haldnir, eða einstæða bjartsýni að unnt sé að breyta eðli sauðkindarinnar. Þar sem nálægð sauðkinda er, verður erfitt með allt ræktunarstarf nema með mjög öflugum girðingum.

Mér finnst kaup Sigmundar á þessari jörð byggjast á mikillri bjartsýni enda er hann með bröttustu mönnum norðan Alpafjalla. Enginn stjórnmálamaður hefur komist upp með önnur eins kosningaloforð en hann í gjörvallri Evrópu nema vera skyldi Silvíó Berlúskóní. Þessir tveir eiga margt sameiginlegt, geta í skjóli auðs síns gert nánast hvað sem þá lystir. En því miður vara þriðjungur þjóðarinnar sem mætti á kjörstað 27.4. s.l. sig ekki á þessum lævísa og slóttuga manni. Hann hefur lært mikið af gamla stjórnmálarefnum á Bessastöðum.

Í hagræðingarskyni skráir hann lögheimili sitt fjarri höfuðborgarsvæðinu, rétt eins og forsetafrúin núna nýverið.

Sigmundi má kannski líkja við sauðkindina sem ekki er öll þar sem hún er séð.


mbl.is Sauðfé við heimili forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott kröfuganga

Um miðjan dag átti eg leið um Mosfellsdal og mætti kröfugöngu þessari Mér fannst hún hreint frábær þar sem önd gekk í fararbroddi skammt á undan mótmælendum.

Beinn og breiður vegur liggur eftir Mosfellsdal endilöngum. Því miður hefur umferð aukist þar mikið og hraðinn aukist. Má m.a. benda á aukna tíðni stærri bíla eftir að nýr vegur var lagður yfir norðasnverða Lyngdalsheiði fyrir nokkru. Þarna ætti að setja upp eftirlitsmyndavélar og rukka ökuníðinga miskunnarlaust.

Mig langar til að þakka Dalbúum skemmtilega uppákomu og hvet þá til að endurtaka eins oft og nauðsyn er. Eg skal taka þátt í enda „vanur“ móitmælandi síðan í Búsáhaldabyltingunni sem sennilega þarf að endurtaka gegn einstaklega furðulegri ríkisstjórn með enn skrítnari forgangsröð þjóðmála.

Baráttukveðjur!


mbl.is „Njóta, ekki þjóta!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júní 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband