Sérkennilegur málflutningur

Hvernig ber að skilja þessi orð Sigmundar Davíðs:

„Nú er ég kominn í nýtt starf og þarf að reyna að halda heila ræðu án þess að segja nokkurn skapaðan hlut.“

Hvað á þessi maður við? Er hann hann að gefa í skyn að betra sé að þegja en að glutra einhverju út úr sér sem ekki ber að skilja öðru vísi en hjál ómálga barns?

Hver er þessi maður sem virðist hafa náð ótrúlegum árangri með bröttustu kosningaloforðum sem sést hafa norðan Alpafjalla? Meira en fjórðungur þeirra sem kusu völdu flokk þessarar íslensku útgáfu af Silvíó Berlúskóní.

Hann er auðugast þingmaðurinn, lofar öllu fögru, boðar gull og græna skóga, reyndar ekki græna, fremur gráa álskóga.

Hann vill brjóta niður allt sem hetir náttúruvernd þegar hún er í vegi fyrir frekari áldraumum sínum.

Í dag ætlum við að mótmæla þessari stefnu Sigmundar Davíðs að leggja niður Umhverfisráðuneytið og koma því fyrir í smáskúffu Landbúnaðarráðuneytisins. Náttúra landsins hefur að jafnaði átt í varnarstríði þegar Framsóknarflokkurinn er í ríkisstjórn.

 


mbl.is Leynifundir og andspyrnuhópar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. maí 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband