Skelfilegt

Að vera dauður í tvö ár án þess nokkur hafi reynt að hafa samband, er ótrúlegt.

Því miður verður að segja að eins og þróunin er í dag, lítur út fyrir að svona gerist oftar, jafnvel í okkar samfélagi.


mbl.is Látinn á heimili sínu í tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýmsu ólíku ruglað saman

Að líkja Evrópusambandinu við Titanic er einkennileg samlíking sem er engum til framdráttar.

Evrópusambandið byggist á þeirri einföldu forsendu að aðildarríki standist kröfur svonefnds Maastrickt samkomulags. Þar er gert ráð fyrir að aðildarríki hafi jákvæðan reikningsgrundvöll ríkisfjármála, ríkisskuldir séu innan marka og að dýrtíð (verðbólga) sé einnig innan viðmiðunarmarka. Reynslan hefur verið að aginn hefur verið æríð mismunandi, Evrópuríkin í syðri hluta álfunnar hafa farið nokkuð frjálslega með heimildir sínar og lent í vandræðum, einnig Írland. Þeim ríkjum vegnar vel sem hafa góðan aga á efnahagsmálum sínum.

Ljóst er að aðild að Evrópusambandinu er mikill styrkur. En það eru víða stjórnmálamenn sem telja aðild vera hið versta mál. Þeir telja að völd þeirra dragist verulega saman og er það skiljanlegt. Hins vegar má benda á að þau lönd sem gengið hafa til liðs við Evrópusambandið telja sig ekki hafa misst neins, hvorki í fullveldi eða sjálfsákvörðunarrétti. Er það hræðsluáróður sem fylgir sumum stjórnmálamönnum íslenskum?

Mjög mikils vert atriði að við Íslendingar setjum fram skýr skilyrði okkar fyrir aðild. Þau eiga bæði að vera markviss og auðskilin. Við erum fámenn þjóð með sérhæfða atvinnuvegi og aðstæður sem Evrópusambandið VERÐUR að taka tillit til.

Eg er ekki fráhverfur aðild að Evrópusambandinu enda tel eg við stöndum betur stjórnmálalega, fjármálalega og ekki síst menningarlega og sögulega séð innan sambandsins en utan - en Á OKKAR FORSENDUM!

Við erum utan Evrópusambandsins auðveeld bráð erlendra ríkja eins og Kínverja sem vilja gjarnan efla hagsmuni sína hér. Má benda á sérstakan áhuga þeirra en þeir eru með fjölmenasta sendiráðið hér á landi sem stendur og vænta sjálfsagt mikils af stjórnvöldum hér á landi. Við gætum þess vegna orðið auðveld „bráð“ þessa fjölmemnna ríkis. Ísland er mikilvægur punktur í veröldinni fyrir þetta vaxandi heimsveldi sem teygir krumlur sínar um nánast allar álfur heims.

Við eigum því að líta betur til Evrópu, þaðan komum við, höfðum samskipti við, menningarleg tengsl, viðskiptaleg, efnahagsleg, pólitísk og félagsleg. Við eigum svo margt sameiginlegt með Evrópu.

En við verðum að fullnægja skilyrðum Maastrickt. Sennilega verður það ekki undir stjórn Sigmundar Davíðs, enda bendir fátt til að við stöndum undir þeim væntingum.

Góðar stundir!


mbl.is „Ísland vill ekki um borð í Titanic“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf Sigmundur að smala köttum?

Þeir þingmenn sem nú sitja á þingi fyrir Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk hafa enga reynslu nema vera í upphlaupum ýmsum í áróðursstríðinu gegn ríkisstjórn Jóhönnu þar sem allt var fundið henni til foráttu. Framsóknarflokkurinn var á móti nýrri stjórnarskrá, Icesave samningunum, aðild að Efnahagssambandinu, Rammaáætlun, nýjum lögum um Stjórnarráð Íslands og ýmsum fleirum mikilvægum málum. Þá ríkti hálfgert stríðsástand þar sem öllum þingmönnum flokksins var sigað á einn sameiginlegan fjandmann: ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Nú eru þingmenn þessara sömu flokka að skríða upp úr skotgröfunum. Sigmundur Davíð er ansi brattur að telja að friðaröld Framsóknarflokksins sé upprunninn og að nú eigi allir að vinna að friðsamlegri lausn allra mála. Ekki sýndi hann gott fordæmi þegar hann var á móti öllum mikilsverðum málum. Varla hefur ríkisstjórn hans tekið við að nú ólma sumir liðsmenn hans eins og verstu breimakettir, eru komnir í fýlu vegna þess að þeir voru ekki valdir í ráðherraembætti. Dæmi um Vigdísi Hauksdóttur einhverrar kostulegrar grátkonu Framsóknarflokksins sem hefur yndi af því að afbaka gömul og gild íslensk orðatiltæki. Sjálfsagt eiga fleiri eftir að fara í fýlu enda vilja margir skara að sinni köku. Er hér skýr sönnun fyrir því að Sigmundi hafi ekki tekist að ná fullri stjórn á hjörð sinni.

Nú er spurning hvort það verði hlutverk hans að smala köttum eins og Jóhanna Sigurðardóttir lýsti ástandinu innan ríkisstjórnar sinnar þegar upp kom alvarlegur ágreiningur um einstök þingmál sem oft er algengt að komi upp. Þegar slíkt kemur upp er augljóst að sumir óánægðir menn eru meir að hugsa um eigin hag en heildarinnar.

Sigmundur Davíð á að baki furðulegustu og óljósustu kosningaloforð Íslandssögunnar. Hann hefur komist upp með að þyrla upp þokukenndu kosningatrixi sem villti um fyrir allt of mörgum. Þessa mun flokkurinn væntanlega gjalda í næstu kosningum. Leiðin að völdunum og spillingunni, gengur gegnum blekkingar og innistæðulaus kosningaloforð. Má vísa í Silvió Berlúskóní sem nú er álitinn vera einhver fyrirlitlegasti stjórnmálaþrjótur í Evrópu.


mbl.is Enginn áður gegnt ráðherraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskiptin

Nú horfum við á eftir ríkisstjórn sem kom okkur út úr rústum bankahrunsins sem sömu stjórnmálaflokkar áttu þátt í að yrði og nú mynda nýja stjórn. Þessi nýja ríkisstjórn virðist vera eins og hver önnur ævintýramannastjórn sem telja sér allir vegir færir með því að brosa breitt. Þessi nýja ríkisstj´+orn mætti því vera nefnd Broskarlastjórnin.

Dapurlegt er hversu umhverfismálin verða gjaldfelld með nýjum stjórnarherrum. Þeir munu EKKI fá neinn frið hvorki að nóttu sem degi. Samviskan ef einhver er, verður vakin hjá þeim og þeir minntir á afglöp þau sem þessir tveir ríkisstjórnarflokkar hafa gert. Þeir tóku ákvörðun um að eyðileggja stóran hlut á NA landi með byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Þeir vissu hvað þeir voru að gera en töldu sig vera í fullum rétti að gera þetta þrátt fyrir gríðarleg mótmæli.

Nú á Umhverfisráðuneytið að verða n.k. skúffa í gamla Landbúnaðarráðuneytinu. Boðað er að hefja mikla útrás í landbúnaði. Á að auka stórlega sauðfjárhald en fyrir réttum aldarþriðjungi var verið að framleiða allt of mikið lambakjöt sem um helmingur fór á haugana eða flutt út með gríðarlegum kostnaði á kostnað skattborgara.

Nú er þegar kominn þverbrestur í þessa nýju ríkisstjórn áður en hún tekur við völdum. Vigdís Hauksdóttir er óánægð að verða ekki einn af ráðherrunum. Það hefði verið þokkalegt ef hún hefði verið sett yfir menntamálin með allar ambögunar.

Mig langar að þakka fráfarandi stjórn. Þið höfðuð storminn í fangið nánast allan tímann. Þið komuð okkur út úr óvissunni sem beið okkar eftir bankahrunið sem núverandi ríkisstjórnarflokkar kölluðu yfir okkur. En þess má geta að á bak við þessa ríkisstjórn eru 51% atkvæða þó hún fái 60% þingmanna.

Við hin 49% erum ekki sátt enda þessi ríkisstjórn samansett af óreyndu fólki sem hefur þokukennd markmið. 


mbl.is Síðasti ríkisráðsfundurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drengileg afstaða Björns Bjarnasonar

Mér finnst Björn hafa sýnt mikið drenglyndi gagnvart fráfarandi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Forsetinn er í þjónustu allrar þjóðarinnar en ekki Framsóknarflokksins eingöngu. Hann á ekki að gera mönnum og konum mannamun og er því vegna yfirlýsinga hans langt yfir það að vera hafinn yfir gagnrýni. Þegar forsetanum verður á í messunni, þá má reikna með að hann verði gagnrýndur ótæpilega.

Við skulum minnast þess að aðdáun Ólafs Ragnars var ekki síður mikil á svonefndum útrásarvíkingum sem í raun reyndust vera siðlausir braskarar og fjárglæframenn hver um annan þveran.

Þegar ævisaga Ólafs var rétt útkomin, varð hrunið og stoppa varð dreifingu á ritinu sem innihélt mikla aðdáun og lof á útrásinni mislukkuðu. Eyða varð þegar prentuðu upplagi, rífa varð stóra kafla úr handritinu áður en það hafði verið prentað að nýju. Slík var áhugi forsetans fyrir braskinu!

Og nú hefur Ólafur Ragnar fundið nýjan fulltrúa braskvaldsins og þvílík aðdáun að henni er lýst fjálglega út um allar koppagrundir jafnt innanlands sem erlendis!

Eigum við ekki að sjá hvernig reynslan verður af þessari ríkisstjórn með vægast sagt einhverja þá einkennilegustu stefnuskrá sem um getur, sbr. umhverfismálin: þar á Ísland að vera til fyrirmyndar í öllum heiminum hvorki meira né minna en áður en þessi ríkisstjórn tekur við völdum á að pakka Umhverfisráðuneytinu niður í skúffu í Landbúnaðarráðuneytinu! Svo á greinilega að slátra Rammaáætluninni því það á ekki að gefa náttúru landsins minnstu vægð. Rányrkjuna á að hefja til vegs en ekki til virðingar að sama skapi. Sjálfsagt fer hagvöxtur upp úr öllu valdi en sé hagvöxtur meiri en náttúran getur gefið af sér, er um rányrkju að ræða.

Satt best að segja skil eg ekkert í þessu, hvernig gat 51% af þjóðinnni kosið þetta yfir sig? Kannski á þjóðin ekki betur skilið en hún hefur valið. 

Verði ykkur að góðu herrar mínir og frúr!


mbl.is „Hvað vakir fyrir Ólafi Ragnari?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband