Dapurleg reynsla af löglegu siðleysi

Því miður er það staðreynd að löglegt er að beita aðferðum við að losa sig við reynda starfsmenn með vafasömum og siðlausum aðferðum. Þetta ætti að vera hvatnig til flestra að losa tengsl sín við þau fyrirtæki sem beita svona aðferð til að hagræða í rekstri sínum. Auðvitað reyna fyrirtæki að fá ungt fólk sem oft hefur litla og jafnvel enga reynslu. Það er ódýrari vinnukraftur og auk þess unnt að krefjast meira af því en eldri og reyndari starfsmönnum. Sjálfur hefi eg reynslu af að leita mér vinnu í mínu fagi eftir að hafa misst vinnu vegna einkavæðingar opinberrar stofnunar árið eftirminnilega 2008. S.l. 4 ár er eg í nákvæmlega sömu stöðu nú í dag og fyrir 4 árum: ekkert starf í mínu fagi fengið þrátt fyrir marga tugi umsókna um laust starf. Í a.m.k. einu tilfelli var nemi ráðinn þrátt fyrir að í auglýsingu væri skýrt tekið fram að leitað væri að umsækjanda með tilskilin atvinnuréttindi! Og var þetta hjá opinberri stofnun! Nú er svo komið að eg er hættur að láta mig dreyma um nokkurt starf á mínu fagsviði enda kominn á sjötugs aldurinn, hver vill ráða gamlan sérvitring? Eg reyni að vinna mér í haginn við að hafa tekjur af öðru, t.d. ferðaþjónustu yfir sumartímann og ritstörfum.

Einkafyrirtækin eru sennilega rekin með enn þrengri sjónarmiðum en hjá því opinbera þar sem kunningsskapur og jafnvel pólitík kunna að skipta máli. Fólk á ekki að vera að skipta sér af neinu, helst halda kjafti og kjósa lýðskrumarana. Og ekki batnar það þegar broskarlarnir sem nú eru í stjórnarmyndunarleik, tekst það sem þeir stefna að. Ætli dragi úr klíkuskap og spillingu?


mbl.is Sagt upp eftir 25 ára starf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömul verkefni slökkviliðsmanna

Þessi frétt minnir mig á árin þegar eg ólst upp í Austurbæ Reykjavíkur fyrir langt löngu. Víðast hvar voru tréstaurar, bæði fyrir rafmagn og síma. Mjög oft klifruðu kettir upp í staurana og treystu sér ekki niður. Varð þá að kalla í brunaliðið eins og slökkviliðið var gjarnan nefnt á þeim árum. Þetta var hin besta skemmtun og afþreying barna að horfa á liðsmenn Slökkviðiðsins koma með gamla stigabílinn með ekta bjöllu svo unnt var að senda mann upp í stigann til að bjarga köttunum. Hugðust margir strákar verða brunaliðsmenn þegar þeir yrðu stórir, ekki til að sinna brunaútköllum og slökkva elda, heldur að bjarga ólánssömum köttum úr timburstaurunum! Þessi áhugi fyrir starfi í Slökkviliðinu hefur sjálfsagt dofnað hraðfara eftir að rafmagn og sími var grafin í jörð og stálstaurar tóku við hlutverki tréstauranna vegna raflýsingar.

Segja má að þarna hafi slökkviliðið sinnt gömlu verkefni sem nú kemur sárasjaldan til en minnir á þennan horfna heim bernskunnar.


mbl.is Ketti bjargað af húsþaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarleg breyting á umhverfi

Þegar slegið er upp „Grand Inga“ má sjá út á hvað þessar framkvæmdir ganga:

Inga fossinn er tæpra 100 metra hár í Kongó ánni og er um 4 km breiður. Þarna falla yfir 40.000 rúmmetrar á sekúndu eða meira en 100 falt vatnsrennsli Þjórsár! Í vatnavöxtum hefur verið áætlað að yfir 70.000 tonn renni þarna á sekúndu. Þannig að þarna verður kjöraðstæður að byggja gríðarlega stórt vatnsorkuver, það stærsta sinnar tegundar í heiminum.

Áætlunin er að byggja virkjunina í a.m.k. 3 áföngum og eftir þann síðasta verði framleidd þarna um 39.000 MW í 52 túrbínum sem hver um sig framleiðir umtalsvert meira en allar túrbínur Kárahnjúkavirkjunar til saman! Er áætlað að um 500 milljónir heimila muni njóta góðs af þessari virkjun í mest allri Afríku.  Dreifikerfið mun ná til Egyptalands í norðri, Nígeríu í vestri og Suður Afríku í suðri.

Áin fellur í raun í mörgum fossum og rennum, sumum neðanjarðar að hundruðum skiptir. Milli þeirra eru fjöldinn allur af hólmum, litlum eyjum og björgum. Sjálfsagt verður eftirsjá að þessum fossum en spurning hvort þurfi að ráðast í þessa gríðarlegu virkjun nema annað sé haft í huga t.d. stóriðja.

Sjálfsagt eru komnir til sögunnar stórhuga stjórnmálamenn í Afríku sem klifa á sama söngnum og kollegar þeirra á Íslandi: „Að koma hjóli atvinnulífsins af stað“.

Athygli vekur að kínverskir verktakar hafa þessa framkvæmd með höndum ásamt fleirum m.a. í Suður Evrópu. Fjárfestingar Kínverja í Austur Afríku kallar á þessa framkvæmd. Spurning hvort ekki verða gífurlegar breytingar eftir þessar framkvæmdir þegar mikil landflæmi hafa verið lögð undir uppistöðulón og ljótar rennur gegnum frumskóginn fyrir rafmagnslínur.

Heimildir auk netútgáfu Morgunblaðsins:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7358542.stm

http://www.worldwaterfalldatabase.com/waterfall/Inga-Falls-660/

http://en.wikipedia.org/wiki/Inga_dams

 


mbl.is Heimsins stærsta vatnsaflsvirkjun í Kongó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íþróttafrétt?

Hér er greinilega um grafalvarlegt sakamál að ræða þar sem íþróttamaður kemur við sögu. En tengslin við íþróttir er engin önnur.

Oft er vikið að fjármálum íþrótta og þau flokkuð sem íþróttir! Það væri eðlilegra að hafa undirflokk þar sem væri viðkomandi efni væri.


mbl.is Danilovic í lífshættu eftir árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband