15.5.2013 | 21:38
Hverjir kom okkur út úr hruninu?
Svo virðist sem ýmsir hafi gleymt því gjörsamlega hverjir það voru sem komu okkur út úr hruninu. Er virkilega til þjóð sem launar björgunarstarfið með lygum og blekkingum?
Svo virðist sem hrunflokkarnir séu aftur að reyna að komast til valda til að skara að eigin köku.
Illugi þingmaður Sjálfstæðisflokksins var kannski ekki sá aðili sem telst vera fulltrúi braskaranna en hann tekur að sér málssvörn þeirra með því að snúa út úr orðum Steingríms.
Nú byrjar brall braskaranna á ný með tilheyrandi blekkingum og spillingu.
![]() |
Skynsamari en Steingrímur telur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2013 | 21:20
Ferðamannakort
Mjög skynsamleg leið væri að ferðamenn kaupi sér ferðamannakort sem væri verðlagt með hliðsjón af hve löng dvöl þess er löng. Þannig ættu þeir sem koma hingað með skemmtiferðaskipum og dvelja hér kannski í Reykjavík og aftur á Akureyri dag á hvorum stað, fara í dagsferð að greiða lægsta gjald. Þeir sem dvelja 2 vikur eða jafnvel lengur, greiði hærra gjald. Innifalið í þessu korti væri aðgangur að þjóðgörðum,friðlöndum og þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á þ. á m. salernisþjónustu.
Gjaldið væri frá 10-30 Evrur fyrir hverja Íslandsferð og er aðalmálið að sem flestir og helst allir sætti sig við það. Gjald sem þetta er víða innheimt og er reynsla mín af ferðaþjónustu sem leiðsögumaður meira en 20 sumur að mörgum þyki einkennilegt að ekkert skuli vera innheimt.
Sá sem vill skoða söfn sem innheimta aðgangseyrir eins og byggðasöfn greiði álag og væri þá aðgangseyrir eðlilega innifalinn.
Auðvitað gengur illa að hver aðili rukki fyrir sig. Þannig hefur verið krafist 200 króna gjalds fyrir not á salernum á Hakinu við Þingvöll. Og ekki er ásættanlegt að verið sé að rukka fyrir aðgang að Hveraröndinni, Grjótagjá, og Dettifossi þar sem salernisaðstaða er annað hvort engin eða ófullnægjandi. Við Dimmuborgir er aðstaðan góð en þyrfti að bæta með hliðsjón af fjölgandi ferðamönnum.
Hagræðið við að innheimta gjaldið einu sinni er augljóst. Það fylgir töluverður kostnaður að innheimta gjald og gæti eg vel trúað að tekjurnar geri lítt betur en að standa undir þeim kostnaði.
![]() |
Stjórnvöld sjái um gjaldtöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2013 | 18:42
Brall braskaranna
Frjálshyggjan kom því í kring að braskaralýður rændi heiðvirt´og ráðdeildarvert fólk sparnaði sínum. Þeir skildu samfélagið í rúst. Það þurfti aðra en fulltrúa braskaranna að reisa landið og þjóðina úr þeirri niðurlægingu sem braskaralýðurinn leiddi okkur í. Og allt var gert til að gera störf ríkisstjórnar Jóhönnu tortryggileg. Og til þess að ná aftur völdum, var efnt til einhverrar furðulegustu kosningaloforða að önnur eins forða hefur ekki sést lengi norðan Alpafjalla. Fara verður suður til Ítalíu í lýðskrum Silvíó Berlúskóní að finna hliðstæður.
Enda er margt líkt með Sigmundi Davíð og Silvíó Berlúskóní. Báðir eru miklir eignamenn með gríðarleg áhrif í fjölmiðlum sem er lykillinn að velgengni í stjórnmálum.
Nú leitar þessi íslenski tvífari Berlúskónís með leitandi ljósi til að gjaldfella kosningaloforðin. Það var aðalatriðið að ná í atkvæðin, tilgangurinn helgaði meðalið að komast til valda.
Nú blasir við að Íslendingar sitji uppi með einhverja furðulegustu ríkisstjórn frá upphafi vega. Allt er fundið til foráttu og sagt að viðskilnaðurinn sé ómögulegur. Greinilegt á að láta þjóðina gleyma hruninu en margir braskarar og íhaldsmenn vilja ekki viðurkenna neitt hrun. Þeir vilja völdin og fá aftur tækifæri að efna til þeirrar spillingar og brasks sem þeir voru einna kunnugastir af í aðdraganda hrunsins.
Braskarinn hættir ekki sínu eigin fé. Honum er umhugað sérstaklega um fjármuni annarra. Þeir reyna að koma ár sinni þannig fyrir borð að áhætta og ábyrgð sé engin en hagnaður sem mestur.
Mýmörg dæmi er um slíkt. Nefna má þá Bakkabræður sem rændu lífeyrissjóði og litla hluthafa um eignir þeirra í Exista. Þeir efndu til blekkingarleiks þar sem 50 milljarða hlutafjáraukning varð án þess að ein einasata króna ver greidd inn í hlutafélagið. Svo koma menn af fjöllum séu þeir gerðir ábyrgir gerða sinna.
![]() |
Vandræðalegt fyrir Sigmund Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 15. maí 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar