Skynsamleg leið?

Reynsla af minnihlutastjórnum er ekki mikil á Íslandi. Hér hefur verið minnihlutastjórn nokkrum sinnum og er sennilega minnihlutastjórn Alþýðuflokksins í lok 6. áratugarins einna þekktust.

Víða um heim eins og t.d. í Svíþjóð hafa minnihlutastjórnir reynst ágæt leið til landsstjórnar. Minnihlutastjórn verður eðlilega að leita samninga við stjórnarandstæðinga til að koma þingmálum í gegn. Fyrir vikið þá hafa ýms lög sett af minnihlutastjórn þar í landi jafnvel lífseigari en þau lög sem meirihlutastjórnir hafa sett. Undirbúningur slíkra laga reynist því vera oft vandaðri en ella.

Ef hér yrði minnihlutastjórn, hvort sem væri núverandi ríkisstjórn eða annarra aðila sem hefði það markmkið að koma í gegn stjórnarskrármálinu og þá yrði þing rofið og efnt til nýrra kosninga sem sennilega allir myndu sætta sig vel við nema Sigmundur Davíð og félagar. Minnihlutastjórn Framsóknarflokksins væri sennilega einnig æskileg en þá gæti Sigmundur og hans félagar sýnt hvernig hann hyggst efna kosningaloforðin sem öllu raunsæju fólki þykir ansi brött. Ef honum tekst ætlunarverkið þá ætti að vera auðveldur eftirleikur fyrir Sigmund að mynda meirihlutastjórn. Hins vegar ef það tekst ekki þá má ætla að hann sitji sjálfur uppi með vandræðaganginn sem fáir skynsamir stjórnmálamenn vilja lenda í.

Við skulum sjá til en hugmynd Birgittu er sannarlega mjög raunsæ í þessari einkennilegu stöðu. Þessi kosningasigur Sigmundar og Framsóknarflokksins kann að reynast n.k. Pyrrhusarsigur, þ.e. kosta mikið. Þess má geta að eftir því sem flokkur er stærri, því minni verður aginn í flokknum og það kann kannski að verða sama raun Sigmundar og Jóhönnu að smala köttunum saman.

Góðar stundir!


mbl.is Minnihlutastjórn möguleg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband