11.4.2013 | 22:08
Uppgötvun Sigmundar
Alltaf hefur verið ljóst að til þess að geta tekið upp Evru þarf að uppfylla samning þann sem kenndur er við borgina Maastricht. Það er því nokkuð kostulegt að lesa þessa fullyrðingu Sigmundar að við þurfum að uppfylla þessi skilyrði.
Sigmundur Davíð er sá þingmaður sem mestan hefur auðinn að baki sér. Hann er úr fjölskyldu sem sópaði að sér miklum auð gegnum hermangið. Þá er hann giftur inn í Hagkaupsveldið.
Sjálfsagt hefur hann ekki þurft að taka nein lán eins og því miður allt of margir Íslendingar. Hann hefur einn af fáum auðgast eftir hrunið, haft drjúgar tekjur af innistæðum á verðtryggðum reikningum og þokkalegum vöxtum. Hann hefur verið drjúgur við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, ætli líði sú vika að hann sé ekki í viðtali í sjónvarpinu 3-4 sinnum, kannski daglega, jafnvel tvívegis eða þrívegis. Og nú í aðdraganda kosninga þá kemur hann með eina loðnustu yfirlýsinguna um skuldalækkun ef ekki skuldaaflausn heimilanna. En geta þeir sem eru skuldum vafnir treyst þessum manni? Þeir sem skulda ekkert eða lítið, hafa engra hagsmuna að gæta.
Því miður er þessi yfirlýsingaglaði þingmaður í svipaðri stöu og verstu lýðskrumarar sem lofa og lofa en fáir telja sig koma auga á hvernig efna eigi kosningaloforðin. Þar er á brattann að sækja.
![]() |
Þurfum að uppfylla Maastricht |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2013 | 19:34
Einbeittur vilji
Svo virðist sem alltaf hafi verið fyrir einbeittur brotavilji að beita markaðsmisnotkun og hafa rangt við með því að beita öllum tiltækum ráðum að halda uppi markaðsvirði Kaupþings banka. Þessi leið að fá arabískan fursta að kaupa stóran hlut í bankanum er vægast sagt eins og lélegt leikrit. Saksóknari hefur lagt mikla vinnu í að rannsaka þessi mál og komist að þeirri niðurstöðu að þessi brot séu mjög alvarleg. Ákæra var gefin út og hún rökstudd mjög vel og vandlega. Öllum ráðum hefur verið beitt til að fresta málinu, m.a. kært til Hæstaréttar um 5 sinnum vegna einhverra lítilsverðra þátta í þeim tilgangi að tefja málið.
Viðtalið við hinn glaðhlakkandi Ólaf Ólafsson einn af hinum ákærðu, snnfærðu mig um að þeir ákærðu gera lítið úr ákærunum. Nú er vonast til að velviljuð ríkisstjórn þar sem Framsóknarflokkurinn gegnir lykilhlutverki, skeri þá Kaupþingsmenn úr snörunni.
Því er það einbeittur vilji að reyna allt sem unnt er að fá lengri fresti til að draga þetta mál sem lengst.
Framsóknarflokkurinn er flokka líklegastur að veita syndaaflausn, kannski gegn gjaldi sem ekki er ósennilegt enda hljóta þessir eignamenn að vera þokkalega loðnir um lófana eftir að hafa látið greipar sópa með athöfnum sínum á liðnum árum. Þeir hafa haft árstekjur venjulegs fólks á einni viku eða tveim meðan allt svínaríið var í gangi.
Spurning er hvort þriðjungur íslendinga sé á því að veita þessum syndaselum aflausn. Vonandi ekki því þetta voru mennirnir sem áttu drjúgan þátt í að grafa undan efnahagslífi þjóðarinnar.
![]() |
Mistök að hafna kröfu um frest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2013 | 12:33
Er vörnin vonlaus?
Svo virðist sem það sé mat þeirra Gests Jónssonar og Ragnars Hall að vörnin sé vonlítil jafnvel með öllu vonlausa. Það sé ástæðan fyrir því að þeir segja sig frá þessu máli.
Nú er vonin að öllum líkindum bundin við stjórnarskipti og ef Sigmundur Davíð verði næsti forsætisráðherra vænti sakborningar að þeir fái sem gamlir stuðningsmenn Framsóknarflokksins uppgjöf saka.
Mjög líklegt er að stórfé berist í kosningasjóð Framsóknarflokksins frá föllnum fjárglæframönnum sem hafa aðgang að fé í skúmaskotum.
Lengi vel seldi kaþólska kirkjan syndaaflausn, varð fræg fyrir og auðug að sama skapi. Sigmundur Davíð er líklegur til að leyfa áþekka aflátsölu syndasela sem tengjast Framsóknarflokknum og öðrum sem tengsl hafa við gömlu spillinguna.
![]() |
Lögmenn fundu glufu til að tefja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 11. apríl 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar