Ballið byrjar

Fyrir hverjar kosningar byrja skoðanakannanir. Í flestum lýðræðislöndum heims eru settar reglur um hverjir megi gera skoðanakannanir, hvaða aðferð sé heimil og að birta eigi allar skoðanakannanir. Það er nefnilega svo að sumar af þessum „skoðanakönnunum“ eru í raun skoðanamyndandi áróður, fúsk undir yfirskyni vísinda.

Þá eru reglur sem kveða á um hvenær ekki megi gera skoðanakannanir og birta þær, tiltekinn tíma áður en kosning fer fram.

Hér á íslandi höfum við horft upp á margskonar fúsk í þessum efnum. Stundum er verið með leiðandi spurningum að fá hagstæða niðurstöðu. Þannig virðist vera nokkuð algengt að spurt sé „hvort líklegt sé að velja Sjálfstæðisflokkinn“ sé viðmælandi ekki fús að gefa upp skoðun sína! Svona „skoðanakannanir“, eru fúsk af versta tagi og þykja vera allt að því lágúrulegar. Líklegt er að þeir sem vilja „fá“ bestu niðurstöðu láti frekar endurtaka nákvæmlega sömu „skoðanakönnunina“ oftar og birti aðeins þá hagstæðustu. Þá eru dæmi um að niðurstaða skoðanakannana sé ekki birt vegna þess að hún þótti ekki vera í samræmi við væntingar þess sem óskaði eftir skoðanakönnun! Það er nefnilega svo, að vönduð skoðanakönnun þar sem gætt er allra vísindalegra krafna um rétta aðferðafræði við gerð kannana, er rándýr, enda þarf að gæta þess vandlega að við val á þeim sem spurðir eru, séu þannig valdir að allir kjósendur hafi möguleika að lenda í valinu.

Mjög mikilvægt er að settar séu reglur um skoðanakannanir og þær  reglur í nágrannalöndunum okkar hafðar að fyrirmynd.

Sérstaklega einkennilegt er að lög um skoðanankannanir hafi ekki verið settar hér á landi. Líklegt er að ef ríkisstjórnarflokkarnir hefðu ekki verið í þessu endalausa innihaldslitla pexi um Icesave, Stjórnlagaþingið, stjórnarskrármálið, kvótamálið, landsdómsmálið og önnur hávaðamál sem eru þyrnar í augum fulltrúa braskaranna í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, þá hefði unnist tími til að sinna betur þessum málum.

Góðar stundir með von um betri og vísindalegri skoðanakannair en við höfum fengið að verða vitni að!


mbl.is Framsókn fengi 19,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættan er frá hægri - sveiflan er háskaleg

Þegar eg var í námi í HÍ fyrir langt löngu voru þessar fylkingar vinstri og hægri manna að jafnaði mjög áþekkar. Þær skiptust á völdum en ætíð var mjótt á mununum.

Nú virðist sem gríðarleg hægri sveifla sé í Háskólanum og verður það að teljast miður. Samkeppnin er sennilega að baki, núna gera hægri menn það sem þeim sýnist án þess að taka minnsta tillit til þeirra sem eru á öndverðum meiði.

Hægri öflin hafa verið að færa sig upp á skaftið á undanförnum misserum og hafa fengið mikinn stuðning í forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnari þá hann synjaði Icesave lögunum samþykki. Þetta hefur reynst okkur dýrt spaug rétt eins og léttúð og kæruleysið í aðdraganda hrunsins.

Slagorð hægri manna er að allt sem aflaga fer í samfélaginu sé vinstri mönnum að kenna. Gegndarlaus áróður hefur farið fram og á sennilega hægrimaðurinn Hannes Hólmsteinn hugmyndafræðingur braskaranna meginþátt í því enda hefur hann fengið að leika lausum hala í Háskólanum þrátt fyrir að vera talinn hafa farið mjög frjálslega um hugverk annarra.

Því miður virðist gagnrýn hugsun vera á undanhaldi í Háskólanum og er það miður. Það virðist gleymt sem hægri menn komu okkur í: nefnilega hrunið með tilheyrandi vandræðum.

Mætti biðja guðina um að forða oss frá meiri hægri meinvillu! Einhvern tíma verður komið nóg af því góða!


mbl.is Vaka fékk 77% atkvæða í HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband