Spor í rétta átt

Frumvarpið um ný náttúruverndarlög hafa margt gott og meira að segja frábært nýtt fram að færa. Þó er víða tekin of stutt skref. Þannig er um umferð vélknúinna farartækja á vötum landsins ekki nógu vel orðuð ákvæði þar sem vélknúin umferð er leyfð nokkra tíma yfir hádaginn. Eiginlega hefði þurft að kveða nánar um hve kraftmiklar vélar mættu vera um borð, hverrar gerðar, afl og hraði sem og takmörk vegna hávaða (desibil). Sjálfur hefi eg horft upp á margt misjafnt á Skorradalsvatni sem er dæmigert stöðuvatn þar sem frístundasport er töluvert stundað. Satt best að segja verður að miða náttúruvernd við fuglalíf m.a  og þarna nær ekki nokkurri átt að vera með stóra báta með vélum sem eiginlega er ætlað til úthafssiglinga!

Þarna mætti hafa til hliðsjónar reynsla bænda af Mývatni en þar væri óhugsandi að einhver kæmi með bát með vélum með kannski yfir 50 hestöflum og setti allt vatnið í gíslingu. Þetta hefur því miður gerst bæði á Skorradalsvatni og Þingvallavatni.

Góðar stundir!


mbl.is Landvernd fagnar frumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur hefur skilað góðu starfi

Það var ekkert sældarbrauð að reisa efnahag Íslendinga úr rústum. Allan tímann mátti ríkisstjórnin og ekki síst Steingrímur sitja uppi með óvægar og ósanngjarnir skammir og ávirðingar. En hann er gamall íþróttamaður sem ekki lætur deigan síga, vill ekki gefast upp þrátt fyrir að vera í mótvindi nánast hvern einasta dag síðastliðin 4 ár!

Við Íslendingar ættum að standa í þakkarskuld við Steingrím og Jóhönnu að leiða okkur út úr ógöngunum og koma „Þjóðarskútunni“ á kyrrari sjó. En það stríðir gegn pólitískri skoðun andstæðinga: Rétt skal vera rangt hvað sem öllu líður og þessari ríkisstjórn fundið allt til foráttu sem hæun á tæplega skilið.

Steingrímur játaði einhverju sinni að ríkisstjórnin hefði gert ýmsar alvarlegar skyssur. Kannski eftir á að hyggja hafi ákvörðunin um Icesave verið sú stærsta en það var nú svo að Íslendingar voru bundnir af fyrsta samkomulaginu sem Geir Haarde stjórnin gerði við Breta 11.10.2008. Og að koma þessum málum á hreint var lykilatriði að fá einhverja aðstoð erlendis frá til að bjarga okkur út úr þessari klípu.

Eg tel að Icesave hafi ekki verið stærsta málið í þessu sambandi. Þegar mátti sjá á sínum tíma að borð var fyrir báru og að útistandandi skuldir þrotabús Landsbankans skiluðu sér.

Stærsta skyssan var Magma málið. Því var ýtt út af borðinu, Alþingi og ríkisstjórnin guggnaði á því að koma í veg fyrir að erlendur braskari eignaðist hér ítök sem kunna að leyfa óheftan aðgang að náttúruauðlindum á Reykjanesskaganum og eyðileggja þær á tiltölulega stuttum tíma með rányrkju.

Miklir fjármunir töpuðust, mikið af sparifé almennings í formi hlutafjár í fyrirtækjum eins og Atorku sem varð leiksoppur í braski hrunmanna. Það er mjög dæmigert að stjórnarandstaðan hefur ekki minnst aukateknu orði á þessi Magma braskmál, þegir þunnu hljóði enda ekki ósennilegt að hún njóti að einhverju leyti þess að ekki var komið í veg fyrir kaup erlenda braskarans á HS orku.

Geysir green energy var að öllum líkindum gervihlutafélag byggt á loftköstulum og að vera n.k. „brú“ fyrir erlenda fjárfestingu bakdyramegin í íslensku efnahagslífi á kostnað lífeyrissjóða og annarra hluthafa Atorku. Því miður ákvað stjórn Atorku að afhenda kröfuhöfum fyrirtækið og þar með var möguleiki að láta opinbera rannsókn fara fram útilokaður.

Svona er gerist braskið á „Eyrinni“. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðísflokkurinn þegja um það sem þeir vilja ekki láta bera á.

Eg vil þakka Steingrími fyrir óeigingjörn störf í þágu okkar allra. Hann á þakklæti skilið fyrir að standa vel vaktina þó svo að við hefðum getað gert dálítið betur, eins og í þessu vandræða Magma-máli.

Góðar stundir!


mbl.is Endurnýjun í forystu Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband