Lán eru oft ígildi hengingaróla

Í Bolungarvík búa nálægt 900 manns. Nú er tekið lán upp á 55 milljónir til að endurgreiða eldri lán, að vísu með hagstæðum vöxtum, tæp 3% sem ekki telst mikið. En þetta er tiltölulega há fjárhæð fyrir fáa íbúa þar sem atvinna er ekki alltaf næg.

Vandræðagangur í atvinnumálum margra útgerðarsveitarfélaga var vegna kvótabrasksins. Þá opnaðist möguleiki fyrir þá sem fengu úthlutaða kvóta að gera hann að féþúfu og fara burt með fjármunina.

Þetta var kórvilla sem verður fyrst og fremst að skrifast á yfirsjónarreikning Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Fyrst var heimilt að veðsetja kvótann rétt eins og áður tíðkaðist að veðsetja væntanlegan afla. Þetta var „þjóðaríþrótt“ útgerðarmanna sem oft bárust mikið á í einkalífi en útgerðin að jafnaði rekin eins og nokkurs konar hreppsómagi. Skuldir útgerðarinnar hafa ætíð verið miklar og útgerðarmenn báru sig að jafnaði afarilla, gáfu út tímarit og „grenjuðu“ eftir gengisfellingum sem hækkaði afurðaverð en lækkaði skuldirnar í bönkunum.

Skuldir verða ekki lengur látnar hverfa með gengisfellingum eins og áður var og því getur orðið erfitt fyrir fámenn sveitarfélög að standa undir skuldaklyfjunum þegar kvóti hefur verið seldur úr byggðarlagi. Nú hefur Atvinnuvegaráðuneytið veitt Bolvíkingum sérstakan byggðarkvóta, sbr.http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/media/byggdakvoti/Bolungarvikurkaupstadur-12-nov-2012.pdf

Vonandi gengur það eftir að fámenn sveitarfélög nái að krafsa í skuldabakkann. Best og affarasælast er að skulda ekki nein um neitt eins og var lífspeki Bjarts í Sumarhúsum uns þingmaðurinn Ingólfur Arnarson taldi honum trú um að stækka og auka búskapinn, byggja og taka lán. Svo hrundi allt þegar afurðaverð féll og Bjartur gat ekki staðið lengur í skilum.

Þingmenn geta verið mörgum sveitungum sínum dýrir, já meira að segja rándýrir.

Góðar stundir!


mbl.is Bolungarvík tekur 55 milljóna króna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er undirbúning áfátt?

Nokkrum sinnum hefur borið við að sjórnmálaleg átök hlýst af ákvörðunum sem betur hefði mátt undirbúa. Að fara með opinbert vald getur verið mun vandasamara en ætla má við fyrstu sýn.

Ákvörðun landshöfðinga að setja Skúla Thoroddsen af sem sýslumann á Ísafirði var mjög umdeild og olli miklum róstum vestra.

Suðurgötuslagurinn skömmu eftir fyrri heimsstyrjöldina var vegna umdeildrar ákvörðunar um brottvísun rússnesk drengs varð átök sem talin er hafa verið meira af pólitískum ástæðum en af heilbrigðissjónarmiðum. Kannski að menn voru minnugir drepsóttar þeirrar sem nefnd hefur verið Spánska veikin, hafi valdið ýmsum áhyggjum af meintum alvarlegum augnsjúkdómi hafi verið ástæðan.

Verkfallsátök voru lengi vel mjög alvarleg. Og sennilega markar Góttóslagurinn 7.nóv.1932 einn alvarlegasta atburðinn sem sennilega hefði mátt afstýra.

Þá kom til mjög alvarlegra átaka 30. mars 1949 vegna tillögu ríkisstjórnarinnar að Íslendingar gengju í Nató. Síðan um miðja 20. öld hefur margsinnis orðið átök og oft þeim sem hlut áttu að máli ekki málstað neins til framdráttar.

Árið 1938 voru sett lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Þá var ein merkasta ríkisstjórn landsins, sem nefnd hefur verið „Stjórn hinna vinnandi stétta“. Í þessum lögum er merk lagagrein sem mætti vera fyrirmynd í flestum málum: Þar er lögð sú skylda á deiluaðila að magna ekki deiluna meir en verið hefur. Svo ein falt sem það er, þá má undirbúa ákvörðun betur. Ef ljóst er að framundan sé erfið ákvörðun, þá mætti hugsa sér að kalla saman þá aðila sem málið varðar, það kynnt og reynt að finna friðsama lausn á sem breiðustum grunni. En þetta er því miður ekki alltaf hægt þegar ljóst er að t.d. hagsmunagæsla gangi þvert og engan samkomulagsgrunn er að finna.

Á Alþingi Íslendinga er vægast sagt furðulegt ástand. Samkoma þessi er eins og þegar grenjandi ljón eru samankomin þar sem menn steyta hnefana hver móti öðrum. Þessi átakastjórnmál minna því fremur á box en friðsamlega samkomu þar sem þingmenn gætu unnið sín störf meira í samstarfi en í stöðugum átökum. Þannig gleymast mörg mál og menn rjúka upp milli handa og fóta eins og Sigmundur Davíð núna þegar hann vill bjarga heimilunum, 10 vikum fyrir kosningar! Hvað var maðurinn að aðhafast síðustu 4 árin?

Ef Íslendingar eiga eftir að bera þá gæfu að fá viðunandi skilmála við inngöngu í Evrópusambandið verður strax grundvöllur að fækka þingmönnum. Þurfum við alla þessa öskrandi stríðshjörð?

Undirbúningur ákvarðana þarf að vinna á mun breiðara sviði en verið hefur. Með því mætti fækka tilefnum til átaka.

Góðar stundir!


mbl.is Hlutu varanlega áverka við Gúttó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband