Skynsamleg ákvörðun

RÚV hefur verið logandi í deilum vegna niðurskurðar. Páll stóð ekki með hagsmuni RÚV né starfsmanna gegn vaxandi ágengni fjandsamlegs ríkisvalds. Í Grikklandi var rekstur ríkisins á opinberum fjölmiðlum hætt og allt gefið einkareknum fjölmiðlum. RÚV var á sömu leið. Páll var hallur undir einkarekstur og stefna hans var í eðli sínu endalaust stríð við starfsmenn RÚV sem og alla þá landsmenn sem vilja RÚV eins og það hefur verið hluti af þjóðarsálinni.

Líklega hefði Páll betur átt að standa með starfsmönnum sínum í glímunni gegn stjórnvöldum og hóta uppsögn ef þessi niðurskurðaráform yrðu ekki endurskoðuð. Páll hefur eins og landshöfðingi undir lok veldis síns verið eins og lús milli stjórnarinnar og Alþingis., í tilfelli Páls milli stjórnarinnar og starfsmanna. Þessar deilur innan stofnunarinnar hefðu aldrei átt að ganga jafn langt og raunin varð.

Einkennilegt er að þessi ríkisstjórn hefur safnað að sér meiri óánægju og tortryggni en efni standa til. Nánast allt er skilið eftir í uppnámi, kannski að hugmyndir stóðu þannig til. 

Útvarpsstjórar hafa langsamlega flestir reynst vel. Þeir hafa verið vel menntaðir og viljað halda hagsmunum RÚV í heiðri: Jónas Þorbergsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Andrés Björnsson, Markús og Heimir, þeir vildu forðast deilur sem Páll virtist líka.

Páll finnur sér sjálfsagt fljótlega nýtt starf. Hann deilir og drottnar ekki lengur RÚV. Farvell Páll! Hans verður að öllum líkindum ekki saknað.  Hann hefur tekið skynsamlega ákvörðun enda vart öllu lengur vært í starfi.


mbl.is Páll hættir sem útvarpsstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á krossgötum

Fámenn þjóð sem býr í afskekktu og harðbýlu landi ber að leita sem nánast samstarfs við nágrannaríkin þar sem menningartengsl, söguleg og viðskiptatengsl hafa ætíð verið mikil. Ekki er ósennilegt að endnanlegur skilnaður við Dani hafi verið nokkuð flausturslegur en um það má lesa í grein eftir Svan Kristjánsson í Skírni vorhefti 2010. Við höfum því miður ekki haft nógu góða stjórn á fjármálunum og margt farið út í vitleysu. Efnahagsstjórnin hefur lengi verið á brauðfótum og þar er helst að kenna að ráðamenn hafa ekki alltaf verið sérlega raunsæir.

 


mbl.is Utanríkismál ofviða Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýskan er hljómfagurt mál

Tungumál eru mjög misjöfn. Þau eru misþung, sum er léttara að nema en önnur og sameiginlegt á íslenskan þýskunni að vera með erfiðari málum. En bæði þessi mál eru hljómfögur og má heyra það í söng.

Íslenskan er að öllum líkindum eldri sem bókmál, verður það þegar með ritöld á Íslandi og mótast mjög snemma sem slíkt. Þýskan sem bókmál verður það með Lúther sem var afburða stílisti og þýddi ótalmargt á þýska tungu.

Enskan mótast sem ritmál með klassískum rithöfundum og skáldum sem Shakespeare og þannig má áfram telja. 

Nú þykir mér nokkuð undarlegt að hollenska skuli ekki vera talin vera „ljótara“ tungumál. Hún er málfræðilega séð ekki mjög ólík en framburðurinn er hreint skelfilegur áheyrnar og erfið nema innfæddum. Nú ber að varast að flokka mál eftir því hvort þau séu fögur eða ljót. Þau hafa tengst menningu og sögu þeirra landa þar sem þau eru vaxin úr. Þess má geta að litlu munaði við atkvæðagreiðslu í upphafi bandaríska þingsins þegar ákveðið var hvaða tungumál skyldi vera talað í þinginu. Munaði sárafáum atkvæðum að enskan varð þýskunni vinsælli. Hefðu Bandaríkjamenn tekið sér þýsku í stað ensku hefði „hrognamálið“ orðið enn skelfilegra og sennilega hefði flestum málsmetandi Þjóðverjum fyrr og síðar fallist hendur að heyra þýsku með amerísku tungutaki. Sennilega hefði þeim Gotthe og Schiller verða brugðið og báðir snúið sér við í gröfum sínum að heyra þýskuna talaða með þannig tungutaki. 

 


mbl.is Er þýska heimsins ljótasta tungumál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband