17.12.2013 | 13:02
Skynsamleg ákvörðun
RÚV hefur verið logandi í deilum vegna niðurskurðar. Páll stóð ekki með hagsmuni RÚV né starfsmanna gegn vaxandi ágengni fjandsamlegs ríkisvalds. Í Grikklandi var rekstur ríkisins á opinberum fjölmiðlum hætt og allt gefið einkareknum fjölmiðlum. RÚV var á sömu leið. Páll var hallur undir einkarekstur og stefna hans var í eðli sínu endalaust stríð við starfsmenn RÚV sem og alla þá landsmenn sem vilja RÚV eins og það hefur verið hluti af þjóðarsálinni.
Líklega hefði Páll betur átt að standa með starfsmönnum sínum í glímunni gegn stjórnvöldum og hóta uppsögn ef þessi niðurskurðaráform yrðu ekki endurskoðuð. Páll hefur eins og landshöfðingi undir lok veldis síns verið eins og lús milli stjórnarinnar og Alþingis., í tilfelli Páls milli stjórnarinnar og starfsmanna. Þessar deilur innan stofnunarinnar hefðu aldrei átt að ganga jafn langt og raunin varð.
Einkennilegt er að þessi ríkisstjórn hefur safnað að sér meiri óánægju og tortryggni en efni standa til. Nánast allt er skilið eftir í uppnámi, kannski að hugmyndir stóðu þannig til.
Útvarpsstjórar hafa langsamlega flestir reynst vel. Þeir hafa verið vel menntaðir og viljað halda hagsmunum RÚV í heiðri: Jónas Þorbergsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Andrés Björnsson, Markús og Heimir, þeir vildu forðast deilur sem Páll virtist líka.
Páll finnur sér sjálfsagt fljótlega nýtt starf. Hann deilir og drottnar ekki lengur RÚV. Farvell Páll! Hans verður að öllum líkindum ekki saknað. Hann hefur tekið skynsamlega ákvörðun enda vart öllu lengur vært í starfi.
![]() |
Páll hættir sem útvarpsstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2013 | 12:44
Á krossgötum
Fámenn þjóð sem býr í afskekktu og harðbýlu landi ber að leita sem nánast samstarfs við nágrannaríkin þar sem menningartengsl, söguleg og viðskiptatengsl hafa ætíð verið mikil. Ekki er ósennilegt að endnanlegur skilnaður við Dani hafi verið nokkuð flausturslegur en um það má lesa í grein eftir Svan Kristjánsson í Skírni vorhefti 2010. Við höfum því miður ekki haft nógu góða stjórn á fjármálunum og margt farið út í vitleysu. Efnahagsstjórnin hefur lengi verið á brauðfótum og þar er helst að kenna að ráðamenn hafa ekki alltaf verið sérlega raunsæir.
![]() |
Utanríkismál ofviða Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2013 | 12:05
Þýskan er hljómfagurt mál
Tungumál eru mjög misjöfn. Þau eru misþung, sum er léttara að nema en önnur og sameiginlegt á íslenskan þýskunni að vera með erfiðari málum. En bæði þessi mál eru hljómfögur og má heyra það í söng.
Íslenskan er að öllum líkindum eldri sem bókmál, verður það þegar með ritöld á Íslandi og mótast mjög snemma sem slíkt. Þýskan sem bókmál verður það með Lúther sem var afburða stílisti og þýddi ótalmargt á þýska tungu.
Enskan mótast sem ritmál með klassískum rithöfundum og skáldum sem Shakespeare og þannig má áfram telja.
Nú þykir mér nokkuð undarlegt að hollenska skuli ekki vera talin vera ljótara tungumál. Hún er málfræðilega séð ekki mjög ólík en framburðurinn er hreint skelfilegur áheyrnar og erfið nema innfæddum. Nú ber að varast að flokka mál eftir því hvort þau séu fögur eða ljót. Þau hafa tengst menningu og sögu þeirra landa þar sem þau eru vaxin úr. Þess má geta að litlu munaði við atkvæðagreiðslu í upphafi bandaríska þingsins þegar ákveðið var hvaða tungumál skyldi vera talað í þinginu. Munaði sárafáum atkvæðum að enskan varð þýskunni vinsælli. Hefðu Bandaríkjamenn tekið sér þýsku í stað ensku hefði hrognamálið orðið enn skelfilegra og sennilega hefði flestum málsmetandi Þjóðverjum fyrr og síðar fallist hendur að heyra þýsku með amerísku tungutaki. Sennilega hefði þeim Gotthe og Schiller verða brugðið og báðir snúið sér við í gröfum sínum að heyra þýskuna talaða með þannig tungutaki.
![]() |
Er þýska heimsins ljótasta tungumál? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 17. desember 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar