Hverjir eru óreiðumennirnir?

Það voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ákváðu á sínum tíma að einkavæða sem mest á Álftanesi, fara í rándýrar framkvæmdir m.a. vegna byggingar sundlaugar og gríðarlega gatnagerð. Allt átti að vera svo flott á Álftanesi. En tekjustofnar sveitarfélagsins voru ekki þannig að þeir gátu staðið undir þessum ósköpum. Áltaneslistinn undir forystu Sigurðar Magnússonar átti erfitt með að finna leið út úr þessari óreiðu enda lánaleiðir í bönkunum meira og minna lokaðar. Sveitarfélagið hafði engar tekjur af lóðssölu en þær tekjur runnu auðvitað í vasa þeirra sem áttu lóðirnar, aðstandendur Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi!

Nú blasir sama við Garðabæ: vegalagningin um Garðahraun/Gálgahraun er í landi Garðabæjar og Garðabær fær væntanlega engar tekjur af sölu lóða. Þær renna til fjölskyldu Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans.
 
Er von að keraldið leki? Hvar er óreiðan og óreiðumennirnir? 

Kannski að Sjálfstæðisflokkurinn mætti taka undir með prestinum ágjarna, séra Sigvaldi í lok leikritsins „Maður og kona“: „Ætli sé ekki kominn tími til að biðja guð um að hjálpa sér?“

mbl.is Íþyngjandi sameining fyrir Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýmsar spurningar vakna

Þegar bankarnir féllu hver um annan þveran, þá hófst viðamikil rannsókn á ástæðum falls þeirra. Tiltölulega snemma koma rannsakendur auga á að svo virðist að aldrei hafi komið ein einasta króna vegna kaupa þessa erlenda aðila en Kaupþing hafi lánað honum fyrir kaupunum, rétt eins og starfsmönnum og ýmsum var boðið. Þetta mun hafa verið stjórnendum bankans fyllilega ljóst að þeir voru með þessum aðgerðum að reyna að bjarga bankanum. Og Sigurður fullyrðir að bankinn hafi staðið betur við kaup Al-Thani í bankanum en hvers vegna gekk það ekki upp heldur fór bankinn á hausinn með miklum látum?

Af hverju er Sigurður með þessa málsvörn að hann hafi ekkert komið meir að þessu máli eftir að hafa samþykkt lánið til Al-Thani. Honum hlýtur einnig að vera fullkomlega ljóst að alltaf voru maðkar í mysunni og að þetta væri allt með felldu.

Verjandi Sigurðar hefur greinilega aðrar áherslur en Örn Clausen sem sagði alltaf þegar engin vörn var í málinu: Það best fyrir þig að játa allt saman sem ekki verður sýnt fram á að þú sért saklaus af og síðan krefjumst við vægustu refsingar.

Af hverju er verið með þessar endulausu undanfærslur og útúrsnúninga? Er það kannski vegna þess að menn telja sig vera hafna yfir þau mistök sem þeir bera þó ábyrgð á? Ekki er vitað annað en að þúsundir hafi glatað sparifé sínu í formi hlutabréfa í Kaupþingi og öðrum fyrirtækjum. 

Athafnamenn hafa komist ótrúlega vel út úr bankahruninu margir hverjir. Sjálfsagt verður margt kannað sem ekki hefur verið skoðað sérstaklega. merkilegt er hversu margir auðmenn hafi komist auðveldlega gegnum hremmingar bankakollsteypunnar.


mbl.is Sigurður lýsir sig saklausan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. nóvember 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband