31.10.2013 | 13:16
Er sæstrengur blindgata?
Í Fréttablaðinu í dag, 31.10. er á bls. 28 grein 2ja verkfræðinga, þeirra Valdimars K. Jónssonar og Skúla Jóhannssonar sem þeir nefna Sæstrengurinn. Í greininni vara þeir eindregið við mikillri bjartsýni sem þeir telja Landsvirkjun og fleiri aðila í samfélaginu fylgja. Benda þeir á gríðarlega áhættu varðandi lagningu og rekstur sæstrengja en vegalengdin frá Suðaustur Íslandi til Skotlands er um 1000 km. Tvímenningarnir spyrja eðlilega margra spurninga sem eru í algjörri óvissu eins og t.d. hvaða aðili eigi að leggja og reka sæstrenginn og þá gríðarlegu rekstraráhættu sem fylgir sæstreng sem þessum. Benda þeir á að vel kann að fara að rekstraröryggið sé ekki meira en svo að strengurinn geti verið laskaður mánuðum saman.
Þeir Valdimar og Skúli benda á gríðarlegan kostnað sem er varlega áætlaður 2 milljarðar evra auk byggingu nýrra virkjana og rafmagnslína frá virkjunum að sæstreng. Áætla þeir kostnaðinn nema um 720 milljarða og að árlegur rekstrarkostnaður gæti numið 10% eða 72 milljasrðar. Til að setja þetta í samhengi, þá er áætlað að tónlistarhúsið Harpa hafi kostað 27 milljarða ISK. Árlegur kostnaður sæstrengs jafngildir því byggingarkostnaði á tæplega þremur stórhýsum eins og Hörpu, segja þeir í grein sinni.
Mættu ráðmenn athuga betur og ígrunda þessi mál áður en tekin er vafasöm ákvörðun sem kann að reynast kolröng.
![]() |
Ekki nóg að horfa bara á tekjuhliðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.11.2013 kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.10.2013 | 11:55
Er þetta rétta leiðin?
Að hækka alla opinbera þjónustu er köld gusa framan í venjulegt launafólk. Það er sá hluti þjóðarinnar sem minnst ber úr býtum og allar hækkanir eru erfiðar þegar laun hækka ekki í takt. Nú má reikna með að lán hækki líka enda allt meira og minna innbyggt í vísitölukerfið.
Þegar laun hafa nánast staðið í stað og verið óbreytt árum saman þá má reikna með að nýir kjarasamningar verði erfiðari.
Íslenska krónan er fyrir löngu orðinn safngripur. Hún er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og er miður að stjórnvöld spyrntu gegn áframhaldandi viðræðum við Evrópusambandið. Við getum með vænlegri gjaldmiðli byggt betur upp samfélagið okkar og hugað betur að framtíðinni.
Nú má reikna með að flest hækki í samfélaginu og að við séum á leiðinni inn í óðabólguþjóðfélagið sem hófst 1942 og náði hámarki fyrir um 30 árum þegar dýrtíðin fór í 3ja stafa tölu. Hverjir tapa og hverjir græða? Nánast allir tapa en braskaranir græða!
![]() |
Fargjöld Strætó hækka um 7% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.11.2013 kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2013 | 09:57
Elsta húsaröð landsins
Sú var tíðin að til stóð að rífa öll hús milli Stjórnarráðsins og MR. Talað var fjálglega um gamlar fúaspýtur og hrörlega kofa sem einhverjir sérvitringar vildu varðveita. Nú dettur engum manni í hug að fjarlægja þessi fögru hús og byggja gríðarstóra steinsteypubyggingu eins og stóð til á sínum tíma.
Eg man eftir því þegar hópur áhugasamra kom saman og málaði þessi hús fyrir rúmum 40 árum og umræðan hófst um hvernig varðveita mætti Bernhöftstorfuna. Þarna voru arkitektar, listamenn og leikarar á ferð sem vildu hefja þessi hús til virðingar. Þau voru mjög illa leikin m.a. af brennuvörgum sem margsinnis reyndu að koma þeim fyrir kattarnef. Í dag er Bernhöftstorfan ein fegursta og jafnframt elsta húsaröð á gjörvöllu Íslandi enda var þeim strax í upphafi gefið nýtt hlutverk.
Sem leiðsögumaður erlendra ferðamanni í mörg ár er eg stoltur af þessum húsum. Þau eru lítið brot af 19. öld sem enn má sjá í miðbæ Reykjavíkur þar sem oft hafa orðið mjög slæmir og afdrifaríkir brunar, oftast af kæruleysi. Um langa hríð mátti ekki byggja eitt einasta timburhús í Reykjavík, þeim fækkaði óðum, nokkur flutt upp í Árbæ. En það rétta er að varðveita þau á upprunalega staðnum.
![]() |
Mikill áhugi á Bernhöftstorfunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2013 | 09:26
Hugmynd að lausn
Nýverið var eg á ferð um Coloradofylkið í BNA. Við vorum áhugasamir félagar í Skógræktarfélagi Íslands að skoða tré í haustlitum í þjóðgörðum þar í Klettafjöllunum. Mjög mikil náttúrufegurð er þarna og í landi einkavæðingarinnar í allri sinni dýrð dettur engum heilvita manni að rukka ferðamenn á eigin spýtur fyrir að skoða sig um.
Það fylgja nefnilega mikilvægar skyldur jafnframt því að krefjast aðgangseyris. Þar þarf að vera góð og óaðfinnanleg aðstaða til fræðslu og heilbrigðismála að ógleymdu öryggi. Og einkaaðilum fallast yfirleitt hendur að taka slíkt hlutverk að sér og velja fremur að eftirláta því opinbera að sjá um þessa þætti.
Vel mætti hugsa sér að ferðamenn sem koma hingað til lands sé boðið í Leifstöð að kaupa sér sérstakt persónulegt skírteini sem gildi í eina eða fleiri vikur eftir ósk viðkomandi. Fyrsta vikan kosti t.d. 10-20 Evrur og veiti ókeypis aðgang og not að öllum þjóðgörðum landsins, byggðasöfnum, listasöfnum og öðrum söfnum sem rekin eru fyrir opinbert fé. Síðan mætti hver vika kosta eitthvað minna.
Hér er hagræðið í að einu sinni er rukkað fyrir en ekki margsinnis eins og verið hefur. Skírteini mætti vera strikamerkt og starfsmaður á hverjum stað sér um að hver ferðamaður skanni inn strikamerkið. Þannig er unnt að telja hvern ferðamann á hverjum stað sem gefur möguleika á leið til að allir heimsóttir staðir fái sinn hlut af aðgangseyri með hliðsjón af notum.
Við Íslendingar höfum verið viðkvæmir fyrir gjaldtöku gagnvart okkur enda teljum við með sköttunum sem við greiðum, séum við að inna af hendi hlut okkar.
Þessari hugmynd er hér með komið á framfæri sem eg vona að einhver ráðamaður eða þingmaður geri að sinni, breyti og aðlagi að sínum hugmyndum.
Meðfylgjandi er mynd frá Gunnison þjóðgarðinum í Colorado, Svörtu gljúfrum, Black canyon eru mjög djúp, nokkur hundruð metra. Þarna eru öflugar öryggisgirðingar og merkingar, frábær upplýsingamiðstöð og hreinlætisaðstaða.
Góðar stundir.
![]() |
Enda á ég Kerið og borga ekki krónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 31. október 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar