Hvernig á að skilja þetta?

Annað hvort er eitthvað bogið við fréttaflutninginn eða hef eg misskilið eitthvað um ummæli svonefndan forseta: „að láta eigi bankastofnanir fara í þrot en ekki halda þeim á floti á kostnað almennings“.

Sé rétt eftir forseta þessum þá botna eg hvorki upp né niður. 

Fleiri en eg hafa efasemdir um inngrip forseta þessa inn í söguna:

Ice save: Tafirnar hafa kostað þjóðarbúið mikið

Slóðin er:

http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/entry/1279839/

Góðar stundir!


mbl.is Forsetinn vekur heimsathygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skógrækt áfram!

Auðvitað ber að halda áfram því farsælda starfi á sviði skógræktar sem hófst í Heiðmörk árið 1949 með undraverðum árangri. Í Ársriti Skógræktarfélags Íslands 1975 var dregið saman sögulegt yfirlit 25 ára skógræktar í Heiðmörku. Þar kemur fram að árangur hafi farið fram úr vonum. Síðan eru liðin 37 ár og við getum staðfest sem njótum þess að ganga um göngustígana þar að þetta hafi verið mikil framsýni.

Skógrækt er það sem á að vera markmið allra Íslendinga: Að bæta landið gæði þess og verðmæti!

Við eigum að koma okkur sem víðast skóglendi: til skjóls, til verndar öðru lífi, til fegrunar landsins og ekki síst að auka verðmæti landsins!

Góðar stundir!


mbl.is Halda áfram skógrækt í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppkastið 1908 og Icesave

Er þetta svona einfalt?

Er áróðursbragð Sigmundar ekki alveg eftir aðferðafræði Marðar Valgarðssonar? Líklega væri honum þetta mjög að skapi.

Uppkastið 1908 var mjög uppblásið mál á sínum tíma. Margt er líkt með þessum tveim ólíku málum.


mbl.is „Ætlið þið að biðjast afsökunar?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagur heimilinna og niðurstaðan í Icesave

Þetta Icesave mál hófst með starfsemi gamla Landsbankans í Bretlandi og síðar Hollandi. Fengin voru gríðarleg skammtímalán á mjög lágum vöxtum einkum frá Asíu. Þessir miklu fjármunir voru endurlánaðir með mun hærri vöxtum en til lengri tíma. Meðan unnt var að framlengja þessi skammtímalán þá gekk allt eftir óskum. Með lánsfjárkreppunni gekk ekki að fá þessi lán framlengd eða endurfjármögnuð. Þá gripu þeir Landsbankamenn til þess ráðs að leita til sparifjáreigenda í Bretlandi og buðu hærri innlánsvexti en aðrir. Meðan traust var á bankanum, þá gekk allt eftir. En þeir Landsbankamenn höfðu sem aðrir bankamenn spennt bogann um of og reist sér hurðarás um öxl.

Nokkrum dögum eftir hrunið eða 11.október 2008 var fyrsta Icesave samkomulagið undirritað. Síðari samningar gengu út á að lina upphaflegu ákvæðin sem voru nokkuð hörð. Samningarnir gengu út á að þrotabú gamla Landsbankans endurgreiddi Bretum kröfur þeirra miðað við lágmarkstryggingar. Allar útistandandi skuldir Landsbankans og eignir voru „frystar“ og beint inn á innlánsreikning í vörslum Englandsbanka. Nú hafa verið greiddar 93% af þessum kröfum  og öll líkindi eru til að allt verði greitt að lokum og ekki nóg með það, um 15-20% muni skila sér með afborgunum og vöxtum útistandandi skulda!

Samningar þessir gengu út á það að ef ekkert fengist meir af endurgreiðslum af útistandandi skuldum þrotabús Landsbankans, þá myndum við lenda í súpunni. En alltaf var deginum ljósara að þetta voru fyrst og fremst formsatriði.

Hefði samningurinn verið undirritaður af Ólafi Ragnari á sínum tíma, hefði traust Íslendinga erlendis aukist strax. Við hefðum fljótlega fengið að njóta betri kjara erlendis varðandi vexti og viðskiptakjör. Í stað þess höfum við verið að greiða óhagstæðustu vexti í fjármálaheiminum, hag heimilanna sem annarra aðila á Íslandi til mikils tjóns. Má kannski líta svo á, að þessi svonefndi „sigur“ í þessu dómsmáli hafi verið ansi dýrt keyptur.

Eg leyfi mér að líta á sem hverja aðra hræsni að skilja þessi mál í sundur, svo samannjörfuð eru þau. Hagur heimilanna er undir því komið hvernig kjörin eru á eyrinni. Þrjóskan við að reyna að koma sér undan ábyrgð getur verið dýrkeypt.

Nú er verkefni fyrir hagfræðinga að reikna út hvort við hefðum tapað eða grætt á Icesave samningun um hefðu þeir verið staðfestir á Bessastöðum. Ef svo reynist að við höfum tapað, þá má segja að Ólafur Ragnar sé dýrasti forseti lýðveldisins.


mbl.is Eftir Icesave er komið að heimilunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. janúar 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband