13.1.2013 | 21:22
Grimmsævintýri hin nýjustu
Og er sagan af Mjallhvíti ekki eitt af ævintýrunum sem kennt er við þýsku bræðurna Grimm? Eitt af þeim þekktustu Grimmsævintýrum. Schneewittchen eins og Mjallhvít heitir á frummálinu þýsku, var þýtt af Magnúsi Grímssyni sem fæddist 1825 að Lundi í Lundarreykjardal í Borgarfirði og dó sem prestur á Mosfelli í Mosfellssveit 1860.
Ja hérna, svo hugmyndin að teiknikvikmynd Walt Disney um Mjallhvít megi rekja til Siglufjarðar!
Svona getur margt komið á óvart.
Góðar stundir!
![]() |
Mjallhvít var frá Siglufirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2013 | 21:11
Er skógur ógnvaldur vatnsbóla?
Gott og vel. Vatnsból eru mikilvæg. Vatnsveita Reykjavíkur tók til starfa 1909 og var fyrst tekið neysluvatn úr Elliðaánum skammt sunnan við Seláshverfið í Reykjavík. Síðar var vatnið sótt í Gvendarbrunna allaustar og enn síðar var megnið af vatninu sótt í borholur í hrauninu í Heiðmörk.
Skógrækt hófst í Heiðmörk skömmu eftir heimstyrjöldina síðari. Einn af fyrst lundunum Undanfari var gróðursettur 1949 og átti þáverandi borgarstóri Reykjavíkur, Gunnar Thoroddsen þátt í því. Síðan hefur þúsundum ef ekki milljónum trjám verið plantað án þess að nokkur hafi haft minnstu efasemdir um að slíkt gæti valdið mengun í vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins.
Ekki hefur verið sýnt fram á slíkt tjón eftir vísindalegum aðferðum. Svo virðist að tilfinningarök kunni að stýra umræðunni fremur en vísindaleg. Skógurinn í Heiðmörk er einn sá stærsti sem er á vegum nokkurs sveitarfélags í landinu og er Reykvíkingum til mikils sóma.
Vistfræðingar hafa margsinnis sýnt fram á hve skógur er nytsamur náttúrunni við vernd náttúrugæða, draga úr óæskilegum sveiflum t.d. vegna stórrigninga og asahláku með því að jafna út þessum sveiflum. Þá hefur skógurinn margvísleg æskileg áhrif önnur.
Rök gegn skógrækt virðast hér á landi annað hvort vera sjónræn undir því að skógur trufli og jafnvel eyðileggi útsýni. Eða að tekin eru vægast sagt mjög hrárar fullyrðingar dr. Péturs Jónssonar um meinta niturmengun af völdum barrtrjáa eins og hann setti nokkuð glannalega fram í annars að öðru leyti frábæru riti um Þingvallavatn. Annar doktor, dr. Bjarni Diðrik Sigurðsson hefur komist að gagnstæðri niðurstöðu varðandi nitrið. Er vikið að þessu álitamáli í grein um Þingvallaskóga sem birtist í 2.tbl. Skógræktarritsins 2010.
Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur ætti að draga í land hvað neikvæð áhrif skógræktar varðar vegna vatnsbóla eða færa betri rök fyrir fullyrðingu sinni.
Góðar stundir!
![]() |
Hross, hundar og skógrækt óæskileg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2013 | 20:48
Jón Ásgeir spriklar enn
Hjá útrásarvíkingunum virðist enn vera árið 2007. Þar er ekkert STOPP eins og Sigmundur Davíð vill. Ef einhver minnsti heiðarleiki væri til hjá þessum mönnum, þá reyndu þeir að ljúka fyrri fjárfestingum og standa reikningsskap gerða sinna.
Hvenær menn verða stoppaðir af eftir að hafa efnt til gjaldþrota hvers fyrirtækis á fætur öðru? Svo virðist sem svonefnd Frjálshyggja sé gjörsamlega staurblind fyrir því, að menn éta fyrirtæki að innan, koma eignum undan til nýs fyrirtækis en skilja skuldafenið eftir í því eldra. Sjálfstæðisflokkurinn tróð vildarmanni sínum inn í Háskólann á sínum tíma og er hann enn að í að berja í bresti þessarar þjóðhættulegu starfsemi sem braskið og Frjálshyggjan er.
Er ekki kominn tími að menn hafa aðeins eitt tækifæri að koma fyrirtæki í þrot? Kennitölumisnotkunin er samfélaginu til mikils tjóns sem að ósi ber að stemma!.
![]() |
Jón Ásgeir í hamborgarabransann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 13. janúar 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar