7.9.2012 | 23:24
Hvaðan voru víkingarnir?
Víkingaöld er tímabilið 800-1000 gjarnan nefnt í sögu Evrópu.
Þessi ribbaldalýður sem olli miklum vandræðum á Bretlandseyjum, Normandí og ströndum Vestur - Evrópu kom frá héruðunum suður af núverandi höfuðborg Noregs, Óslóarfirði.
Fyrrum hét fjörður þessi Víkin og þar af var þessi vandræðalýður nefndur og kallaðist víkingar.
Sjálfsagt eimir eitthvað af góðum vísbendingum um þennan forna ribbaldahátt í sögubókum eins og Íslendingasögum. En þess ber að geta að þær eru flestar færðar í letur þegar nokkuð er um liðið að þessi skelfilegi ribbaldatími var liðinn. Þó var Sturlungaöldin síðara blómaskeið ribbaldanna sem töldu sér allt heimilt. Jafnvel að taka með sér bændasyni og egna þeim í sinni þágu í grimmúðleg vígaferli á borð við Örlygsstaðabardag þar sem tugir manna voru vegnir og hundruðir særðir.
Ofbeldi á sér enga málssvara og er gott til þess að vita að þessar gömlu frásagnir eru greindar til þess að fá betri skilning á þessum hroðalegu voðaverkum.
Góðar stundir!
![]() |
Víkingarnir illa liðnir heima fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2012 | 19:03
Fyrsti tunglfarinn?
Spurning er hvort þessi maður hafi nokkurn tíma stigið fæti á tungli og nokkur eftir hann. Af hverju hafa tunglferðir lagst af eftir nálægt 40 ár fyrst þær áttu að hafa tekist 1969?
Það ár var einn umdeildasti forseti USA Richard Nixon við völd sem lét sér ekkert ómögulegt. Á þessum árum var umdeilt stríð í Víetnam og sami forseti beitti sér fyrir vægast sagt mjög sóðalegri byltingu í Chile 1973.
Sagt er að mjög fær kvikmyndaleiksstjóri, Steven Spielberg hafi verið fenginn til að sviðsetja tunglheimsóknina sumarið 1969. honum hafi yfirsést nokkur atriði. T.d. þykir tortryggilegt að birta skuli hafi komið úr tveim gagnstæðum áttu eins og ljóskösturum hafi verið beitt til að ná sem ákjósanlegustu myndum af afrekinu mikla.
Richard Nixon var einhver umdeildasti og furðulegasti forseti BNA sögunnar og spurning er enn hvaða umdeildu ákvarðanir hann hafi tekið á embættisferli sínum. En eitt er víst: Áróðurstríð gegn Rússum stóð sem hæst og mikilvægt að auglýsa sem mest ágæti BNA.
Eg vil taka fram að BNA er í mörgum atvikum fyrirmyndarríki. En það truflar mig þegar sífellt er verið að vísa til mannréttinda í því ríki þegar hugmyndir koma fram um að takmarka byssueign. Það er eins og það teljist til mannréttinda að fá að skjóta fyrst en spyrja svo.
Við megum auk þess minnast þess að ekkert ríki heims er tengt jafnmikið hernaðartækjasölu og BNA. Talið er að sala þeirra um þessar mundir sé um 75% af allri vopnasölu heims í dag. Hagsmunir hernaðartækjabraskara er því gríðarmikill og er miður.
Af hverju taka Bandaríkjamenn ekki betur þátt í flóttamannavandanum sem fyrst og fremst bitnar á ríkjum Evrópu?
Góðar stundir!
![]() |
Armstrong borinn til votrar grafar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2012 | 18:40
Auðvitað viljum við rækta góð tengsl
Sjálfsagt er að rækta góð tengsl en án hernaðarumsvifa.
Herstöðin Ísland var furðulegt fyrirbæri á dögum Kalda stríðsins. Svo virðist sem hagsmunir vissra hagsmunaafla hér á landi að hafa herstöðina, hafi verið fyrst og fremst verið fjárhagslegir enda herstöðin rót mikillrar fjármálaspillingar sem tengdust Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki á sínum tíma. Eina leifin af þeirri starfsemi tengist Gunnlaugi fyrrum alþingismanni og aðaleigenda í fyrirtækinu Kögun og nú er í umdeildum málaferlum við blaðamann.
Við eigum að huga að framtíðinni: Herlaust land er staðreynd síðan 2003 sem sýnir og sannar að við getum búið hér í friði og spekt við allar þjóðir. En eigum við ekki að vera varkár smáþjóð: Kínverjar eru t.d. að byggja upp gríðarmikið flotaveldi. Þeir hafa verið að koma sér fyrir á þessari eyju. Þeir hafa viðskiptahagsmuni, hafa keypt Járnblendisverksmiðjuna af Norðmönnum og eru með mjög fjölmennt sendiráð hér á landi. Sagt er að í því sé jafnvel fjölmennara sendisveit en sem tengist Bandaríkjamönnum og Rússum sameiginlega.
Við eigum að tengjast í náinni framtíð betur þeim þjóðum sem standa okkur sem næst í menningu, viðskiptum og stjórnmálum. En umfram allt:
Friðsamleg samskipti við alla sem vilja hafa þann háttinn á!
Góðar stundir!
![]() |
Nauðsynlegt að loka herstöðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2012 | 18:08
Merk saga
Ferðaþjónustan á sér fjölbreytta og merka sögu.
Lengi vel voru hestar aðalfaraskjótinn og mjög oft voru kirkjur gististaðir erlendra ferðamanna meðan á ferðum þeirra var hér um landið. Gististaðir voru engir fyrr en um um 1880 þegar fyrsti vísirinn kemur fram.
Fjöldaferðamennska hefst sumarið 1905 þegar þýska Hapag skipafélagið sendir 2 skip til Íslands með milli 700 og 800 ferðamenn. Þetta skipafélag hóf fyrst skipulagðar siglingar til Suðurlanda 1890 og sló sú hugmynd strax í gegn.
Fyrir nær 20 árum hóf eg að skoða þessa sögu en eg lauk prófi frá Leiðsöguskóla Íslands vorið 1992. Eigi hefi ekki orðið var við mikinn áhuga af þessari sögu fram að þessu. Það er því gleðiefni að Samtök ferðaþjónustunnar hafi ákveðið að hefja skrif á sögu ferðaþjónustunnar sem er mjög forvitnileg í alla staði.
Góðar stundir.
![]() |
Skrifa sögu ferðaþjónustunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 7. september 2012
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar