22.9.2012 | 16:54
Framsókn má sjá fífil sinn fegurri
Framsóknarflokkurinn minnir einna helst á gamla biðukollu sem er á síðasta skeiði sínu. Fyrir tæpri öld var þessi flokkur stofnaður og byggði á mjög merkilegri hugsjón sem einkenndist af samvinnu og gagnkvæmu trausti. Fyrir og um miðja öldina er eins og freistingin um auðsöfnun hafi slegið niður í stjórnmálaflokki þessum og saman með Sjálfstæðisflokknum byggðu þeir upp gagnvirkt kerfi sem langt því frá var laust við helstu auðkenni spillingar. Spurning er hvaða forystumenn áttu þar drýgstan þáttinn. Þegar tímar líða verða smám saman freistingarnar meiri og tekin eru stærri skref en nokkurn óraði fyrir. Spillingasamvinna flokkanna náði hámarki með framkvæmd kvótakerfisins og einkavæðingu bankanna. Aldrei átti að gera kvóta að auðþúfu. Kjöraðstæður fyrir braskarana var á byggingatíma Kárahnjúkavirkjunarinnar þegar íslenska krónan varð einn sterkasti gjaldmiðill í heimi en allt var byggt meira og minna á sandi. Því var fallið mikið!
Nú er að koma með hverjum deginum betur í ljós að flótti er brostinn í þinglið Framsóknar. Birkir Jón hefur ákveðið að hætta. Einhverjum þykir sjónarsviptir af honum enda hann með skárri þingmönnum Framsóknar. En sem ræðumaður hefur hann sýnt fremur lítil tilþrif og minna ræður hans oft jafnvel á hjal smábarna. Þá er Þröskuldur, fyrigefið Höskuldur, betri ræðumaður, en hann er yfirleitt á móti öllu nema sem kemur Framsókn og þar með hagsmunum braskaranna að gagni. Sigmundur getur verið skemmtilegur ræðumaður einkum þegar hann bregður sér í gervi hins slæga Marðar Valgarðssonar og skammar ríkisstjórnina. Er skiljanlegt að hann vilji reyna fyrir sér í einu tryggasta höfuðvígi Framsóknarflokksins á Norðausturlandi enda hefur fylgi flokksins í Reykjavík verið mjög óstöðugt og þar með hverfult. Um Vigdísi Hauksdóttur þarf ekki að ræða mikið enda er skelfilegt að heyra ambögur hennar og virðingarleysi fyrir einu elsta þjóðtungumáli sem enn er talað í Evrópu. Um Siv þarf ekki mikið að ræða, hún hefur lengi verið fylgisspök flokksforystunni og þegið embætti fyrir. Þá er eftir einn þingmaður sem eg tel beri af öllum þingmönnum Framsóknarflokksins. Hún ætti alvarlega að fylgja fordæmi bróður síns og skipta um flokk enda illt til þess að vita að svo góður þingmaður sé meðal þessa sérkennilega flokks sem hefur átt megin þátt í ásamt Sjálfstæðisflokknum að skilja efnahagslíf íslensku þjóðarinnar í rjúkandi rústum.
Góðar stundir en helst án Framsóknarflokks!
![]() |
Birkir Jón hættir á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2012 | 13:13
Skiptir guðþjónusta þingið máli?
Sú hefð að setja þing eftir guðþjónustu mun fyrst hafa hafist 1845. Þá var Ísland undir dönsku einveldi en kóngur var af guðdómlegri náð konungur Dana og Íslendinga. Ekki er vitað að sérstök guðþjónusta hafi verið í Þingvallakirkju við upphaf þings hverju sinni og alla vega aldeilis ekki á 10. öld. Þing hófst að morgni fimmtudags í 8. viku sumars en það þótti hentugur tími til þingstarfa eftir sauðburð og aðrar vorannir en áður en heyannir hófust. Þingtíminn hefur lengi vel fylgt hormónastarfsemi sauðkindarinnar og mætti Bjarni formaður skoða þetta mál betur.
Hvort guðþjónusta fyrir nútíma þingfólk hafi einhverja praktíska þýðingu held eg skipti sáralitlu máli. Guðþjónustan og setningarathöfnin er eins og hver önnur sýndarmennska þar sem fylgt er meir venju en þingsköpum. Alla vega hafa prestum fram að þessu gjörsamlega mistekist að hafa góð og friðsamlega áhrif á þingmenn sem hafa reynst einstaklega þrasgjarnir og með einstakt úthald til hártogana og útúrsnúninga. Þeir mættu innleiða skynsamlegar siðareglurá þingi þar sem þeir myndu eftirleiðis bera meiri virðingu fyrir bæði sjálfum sér og sínum líkum að ekki sé talað um samkundu þessa í þessari gömlu virðulegu byggingu.
Bjarni þingflokksformaður má mín vegna sækja eins margar guðþjónustur telji hann sig hafa gagn af slíkri tómstund sér til sáluhjálpar. Kannski hann geti beðið guð í leiðinni að blessa hlutabréfin sín og veitt þeim betra gengi í endalausri baráttu sinni að efla auð sín og völd. Mættu aðrir áþekkir hafa sama í huga.
Annars sakna eg presta á þingi. Meðan þeir voru jafnframt þingmenn var mun virðulegri blær á þinginu. Svo komu lögfræðingarnir og urðu þrásetnir. Ætli sú stétt manna sé ekki einna fjölmennust þeirra allra sem á þingi hafa setið. Og eru lögin ansi götótt og ófullkomin mörg hver. Kannski mætti bæta það með inngöngu í Efnahagsbandalagið? En alla vega vantar betra hugarfar og þel til að rækta þinghaldið.
Góðar stundir.
![]() |
Reyndu að fá hætt við guðsþjónustu við þingsetningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 22. september 2012
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 244218
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar