Hvað varð um andvirði Símapeninganna?

Á sínum tíma var Síminn í opinberi eigu seldur og þar með einkavæddur. Hugmyndin var að nota ALLT andvirðið að byggja „hátæknisjúkrahús“ og auk þess einhver jarðgöng og önnur sameiginleg verkefni í þágu íslensku þjóðarinnar. Hvað hefur okkur áunnist í þeim efnum?

Ætli meirihluti þjóðarinnar hafi ekki verið samþykkt þessu á sínum tíma - en hvað varð af þessu mikla fé? Skilaði það sér í Ríkissjóð eða „dagaði“ það uppi einhvers staðar, kannski í vösum braskaranna eins og aðrir draugar einkavæðingarinnar á Íslandi?

Í millitíðinni var jafnvel rætt um að við gætum sætt okkur við „lágtæknisjúkrahús“ enda erum við Íslendingar oft mun raunsærri en stórtækustu stjórnmálamennirnir okkar sem hafa kannski mest verið að hugsa um „sig og sína“.

Við skulum hugsa okkur vel áður en við ákveðum hverjum við viljum fela landsstjórnina í kosningum að vori komanda. Við ættum smám saman að átta okkur á hverjir hafa koma okkur út úr hremmingum hrunsins.

Góðar stundir!


mbl.is Fullyrðingar um kostnað fjarri öllum sanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægar upplýsingar

Núverandi ríkisstjórn hefur reynst fram úr öllum vonum. Þrátt fyrir ýms mistök þá hefur hún átt þátt í að koma þjóðarskútunni aftur á flot eftir hörmulega stjórn hennar í aðdraganda hrunsins með einkavæðingu bankanna og Kárahnjúkavirkjunundir frjálshyggjuplágunni sem bæði áttu mikinn þátt í hryllilegri hremmingum í sögu nokkurrar þjóðar á friðartímum.

En við erum nú komin aftur á flot og það er aðalatriðið.

Meginféndur ríkisstjórnarinnar eru eftir sem áður fulltrúar braskara og fjárglæframanna sem reyna allt hvað þeir geta til að draga úr vinsældum ríkisstjórnarinnar.

Það er því mjög mikilsvert að ríkisstjórnin upplýsi alla sem vilja það sem sannast er, betur hvernig ástandið raunverulega er.

Með bestu kveðjum og von um að okkur takist að gera þá sem ábyrgð bera á hruninu, ábyrga að refsilögum fyrir þann hátt sem þeir eiga þátt í hruninu mikla.

Góðar stundir!  


mbl.is Loforð og efndir ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg tillaga

Framkomin tillaga er mjög skynsamleg.

Fyrir nær 60 árum vildi meirihluti hreppsnefndar þáverandi Kópavogshrepps leita sameiningar við Reykjavík. Þá stóðu málin þannig að forystufólk sveitarfélagsins vildi fá sem fyrst þjónustu fyrir hreppsbúa. Bæjarstjórn Reykjavíkur tók þessu erindi illa, alla vega þáverandi meirihluti Sjálfstæðismanna sem óttaðist að missa meirihluta sinn í næstu kosingum enda talið að „tómir kommar“ byggju í Kópavogi. Þeir vildu hins vegar styðja Kópavogsbúa að stofna sérstak sveitarfélag. og varð Kópavogskaupsstaður til 1955. Þetta varð afdrifaríkur vendipunktur.  Í stað þess að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu yrðu sameinuð, var byggt upp nokkurs konar smákóngaveldi.

Við þekkjum söguna síðan. „Smákóngaveldið“ hefur fengið að þróast hvert á sínum forsendum. Þannig hefur hvert sveitarfélag þróast á sinn hátt án þess að sjónarmið og hagsmun ir heildarinnar hafi fengið að ráða för. Þannig eru fyrir vikið „múrar“ milli bæjarfélaga. Má nefna sunnanvert Breiðholt í Reykjavík og Kópavogs þar sem engar samgöngur eru á milli sveitarfélaganna.

Hræðsla Sjálfstæðisflokksins að missa meirihluta og þar með völd hafa sett sitt mark á söguna. Því miður! En nú er komið til sögu ungt og víðsýnt fólk sem vill taka á þessum málum sem vill breytingar og ber að fagna því.

Góðar stundir!


mbl.is Vilja sameina sveitarfélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband