Óljóst tilefni

Þegar gott og tilhæfilegt tilefni liggur fyrir er sjálfsagt að mótmæla. En ef svo er ekki?

Greinilegt er að einver aðili sem hefur aðgang að nægu fé og sjálfboðaliðum skipuleggur mótmæli.

En hvert er tilefnið að þessu sinni? Ekki er gott að sjá það. Kannski geta þessir „mótmælendur“ mótmælt því að ríkisstjórninni hafi tekist betur en nokkurri íhaldsstjórn að koma okkur út úr kreppunni.


mbl.is Þingmenn endurskoði verkefnalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umdeild aðgerð sameinar ólíka trúarhópa

Fram að þessu hafa Gyðingar og múslimar fátt eitt sameiginlegt annað en að búa við misjafnlega friðsama sambúð. Nú er allt í einu komið mál sem viðist sameina þá og sem þeir virðast ekki sáttir við.

Umskurður á börnum hvort sem er piltar eða stúlkur hefur lengi verið umdeilt. Margir læknar telja tilganginn ekki hafa nein læknisfræðileg rök enda upphaflega tilgangurinn að auka heilbrigði barna þar sem lækningar eru takmarkaðar.

Trúarathafnir verða að taka breytingum þannig að það sem ekki skiptir máli hverfur.

Umskurður getur verið mjög þjáningafullur einkum meðal stúlkna. Gyðingar hafa sennilega ekki beitt þær þessu en drengir hafa yfirleitt verið látnir sæta þessu án þess að vera spurðir að. Umskurðurinn er því eins og hvert annað brennimark sem fylgir einstaklingnum alla ævi.

Þýski dómstóllinn hefur væntanlega byggt að einhverju leyti á þessum meintu mannréttindabroti gagnvart varnarlausum ungbörnum.

Þessir ólíku trúarhópar mættu finna sér annað og gagnlegra sameiginlegt en misbeitingu á kornabörnum.

Góðar stundir.


mbl.is Deilt um umskurð drengja í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. september 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband