Af hverju má aldrei ræða faglega um þessi mál?

Aðild að ESB eða á móti aðild að ESB hefur verið ofarlega á baugi undanfarin misseri. Því miður hleypur allt of mörgum kapp í kinn að tjá skoðanir sínar einkum að þeir séu á móti aðild og tefla fyrst og fremst tilfinningarökum þar sem fullyrt að verið sé að „fórna“ sjálfstæðinu hvorki meira né minna.

Því miður eru þetta ekki haldbær rök. Þar eru dregnar dökkum litum ef af aðild verður og kappkostað með hræðsluáróðri að fylgja því eftir án þess að efnislegar ástæður liggja frammi.

Fremur verður að greina nákvæmlega hvaða kostir fylgja og hvaða gallar eru á.

Ljóst er, að ýmsum hagsmunaaðiljum telja vegið að sér sérstaklega þeir sem í skjóli valds og auðs telja sig missa spón úr aski sínum.

Hugsanleg aðild Íslendinga að ESB er byggð á frjálsum samningum þar sem báðir aðilar setja fram sín sjónarmið, forsendur og fyrirvara. Ljóst er að í dag eru allt önnur viðhorf og þau mun vinsamlegri gagnvart smáþjóð en áður var. Á meðan ekki hefur verið samið erum við ekki á leiðinni í ESB. Það er ekki fyrr en samningar liggja fyrir og raunverulegar umræður geta hafist um efni samningsins sem enginn veit í dag hvert efni verður nema í stórum dráttum.

Það er einkennilegt að ofurkapp sé núna lagt á að reka fleyg í einn besta og skynsamlegasta stjórnmálaflokk á Íslandi sem hefur þó átt veg og vanda af að koma okkur út úr hamförum bankahrunsins í boði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins.

Ótal rök eru fyrir aðild okkar að ESB þó ýmsir vilja ekki sætta sig við staðreyndir.

Þessir aðilar vilja kaqnnski að Ísland verði innlimað í Kína eins og voru örlög Tíbet fyrir rúmri hálfri öld? Kannski að aðild okkar að ESB treysti betur sjálfsstæði okkar en nokkuð annað hvað sem tautar og raular.

Góðar stundir!


mbl.is Skylda VG að grípa í taumana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 244219

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband