Röng mynd

Með fréttinni er birt mynd af Ragnheiði Ríkharðsdóttur en í myndatexta sagt að sé Valgerður Bjarnadóttir.

Eiginlega ættu þessar báðar ágætu þingkonur að vera í sama flokki. Ragnheiður á ekkert erindi í þessum vandræðaflokki Sjálfstæðisflokki, hvers forysta virðist vera gjörsamlega að tapa sér í einhverju óskiljanlegu reiðikast gagnvart ríkisstjórninni.

Góðar stundir.


mbl.is Útséð um að klára málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðblinda?

Sumir menn átta sig ekki á muninum á réttu og röngu. Ólafur Ólafsson útnýtti sér ýmsa möguleika í viðskiptum og færði sig sífellt upp á skaftið með félögum sínum í viðskiptum. Nú hefur réttvísin náð í skottið á honum og smám saman þrengja ákvæði hegningarlaganna að olnbogarýminu. Yfirlýsingar um sakleysi eru allt að því hlægilegar enda hafa þúsundir tapað sparnaði sínum með vafasömum uppátækjum þessa athafnamanns sem tók ótrúlega sénsa og nýtti sér eitruð viðskiptatækifæri á kostnað annarra.

Fyrrum var SÍS stórveldi. Hrægammarnir gleyptu.

Mosi


mbl.is „Verulegt áfall að vera ákærður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Sjálfstæðisflokkurinn að ganga af göflunum?

Sú var tíðin að þingstörf voru fremur friðsöm. Nú líður varla sá dagur eða öllu heldur kvöld að fréttir úr þinginu minni ekki fremur á samkomu þar sem ófriður virðist stöðugt vera ríkjandi. Nú virðist eins og sumir þingmenn gangist upp í að vera eins og hver annar ófriðarmaður með hnefann á lofti og býður andstæðingum birginn.

Áður voru þingmenn launaðir eins og daglaunamenn og taxtinn var áþekkur launatöxtum hafnarverkamanna í Dagsbrún. Nú eru þeir með hálaunamönnum enda hafa ýmsir gróðamenn valist í þinglið og vetða seint taldir til bjargálnamanna. Og sumir meira að segja fulltrúar braskaralýðs sem nú lætur mikið í sér heyra, steytir hnefann gegn ríkisstjórninni sem vinnur nýtan dag sem nótt að draga okkur upp úr skuldafeninu og óreiðunni sem fyrri ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokksins kom okkur í með bankahruninu.

Ljóst er að forysta Sjálfstæðisflokksins hugnast ekki að núverandi ríkisstjórn hafi tekist að snúa við óheillaþróuninni.

Forystu Sjálfstæðisflokksins huggnast ekki að ríkissstjórninni hafi fækkað ráðuneytum og þar með ráðherrum til betri og hagkvæmari stjórnsýslu.

Og forystu Sjálfstæðisflokksins huggnast ekki að þessi ríkisstjórn vilji setja landi og þjóð nýja stjórnarskrá enda hefur sama forysta litið á stjórnarskrármálið sem einkamál Sjálfstæðisflokksins.

Og Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki gleymt að foringi hans hafi verið ákærður og bíði dómsins mikla!

Gagnrýni Sjálfstæðisflokksins er ekki sérlega málefnaleg. Hún byggist á tilviljanakenndum upphlaupum í þeim glunroða og ráðaleysi sem virðist hafa heltekið hann.

Sjálfstæðisflokkurinn er í dag ekki nemaglefsur úr minningu um forna frægð. Ýmislegt bendir til að hann virðist vera að leysast upp og fremur spurning hvenær það verður. Hann skortir allt sem góðan stjórnmálaflokk prýðir. Hann er samansafn af bröskurum, útjöskuðum þrösurum og málefnasnauðum ræðumönnum. Hann virðist ekki hafa neina hugsjón aðra en að auka glundroðann og draga þannig þjóðina enn neðar í tilgangslausu og menningarsnuðu pexi um nánasty ekkert neitt í því augnamiði að gera ríkisstjórninni eins erfitt fyrir og unnt er.

Kannski helsta von Sjálfstæðisflokksins sé stuðningur Ólafs Ragnars sem virðist ekki alveg laus við siðblinduna!

Góðar stundir!


mbl.is Hiti í þingsal meðal þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. mars 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband