Á réttri leið

Stefnubreyting

Með þessu frumvarpi er breitt af leið: Í stað þess að kvóti væri afhentur án nokkurra takmarka, m.a. að unnt var að gera hann að féþúfu, þá er með þessu frumvarpi farin sú leið að þeir aðilar sem hafa kvóta, greiði fyrir afnot hans.

Líklegt er að töluverð andstaða verði í þinginu enda sitja ýmsir fulltrúar braskara þar. Þó svo takist að koma frumvarpinu gegnum þingið verður líklegt að Ólafur Ragnar skjóti málinu í þjóðaratkvæði enda er hann töluvert tengdur þeim fjármagnsöflum sem ráðið hafa íslensku samfélagi bak við tjöldin.

Ekki er unnt að fá á hreint hvaða afstöðu Ólafur hefur til þessa máls. Rétt væri að ríkisstjórnin sæti lagi við þriðju og síðustu umræðu að fyrirsjáanlegt verði að Ólafur verði erlendis og að handhafar forsetavalds staðfesti lögin.

Sennilegt er að töluverð flugeldasýning verði viðhöfð að venju í þinginu kringum þetta mál og jafnvel á Bessastöðum þar sem hörðustu andstæðingar núverandi ríkisstjórnar sitja.

Þetta mál er mikið réttlætismál og á ríkisstjórnin mikinn sóma af þessu mikilvæga máli að setja fram skynsamlegt en umfram allt sanngjarnt frumvarp um þetta viðkvæma mál.

Góðar stundir.


mbl.is Kvótafrumvarpið í 14 liðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of djúpt í árina tekið

Gísi Einarsson er vinsæll fréttamaður. Hann er oft fundvís á ýms skemmtileg tillegg sem oft vekja kátínu. En hann er alvörugefinn og líklegt er að það sé honum fjarri að vera með lævíslegan áróður.

Mér finnst Björn Bjarnason taka fulldjúpt í árina enda hefur alltaf verið ljóst að EBE byggir á sósílískum sjónarmiðum með því að veita fjármunum þangað sem þeirra er þörf en ekki til þeirra sem nóg hafa.

Margar ástæður eru fyrir því að við eigum heima innan EBE. Þar er tekið betur á félagsmálum, réttindi fólks eru tryggð betur en í þessum venjulegu kapítalísku löndum og innan EBE er mun meira lagt upp úr að umhverfismál séu í sem bestu standi. Þannig verða þeir sem hyggjast hefja framleiðslu á einhverju sem hefur mengandi starfsemi í för með sér að sækja um leyfi hjá þartilætluðum kontórum í Brussel. Þar er farið eftir „tékklistum“ áður en starfsleyfi eru veitt: leyfisbeiðandi verður að hafa tryggt sér fasteignaréttindi, aðgengi að orku, frárennslismál séu í góðu lagi, mengunarkvótar hafi verið keyptir eða fengnir og þar fram eftir götunum. Þess má geta að stóriðjan hefur fengið mengunarkvóta gefins af stórhug íslenskra hægri manna og munar því um minna! Þetta er sennilega ein ástæðan fyrir því hve andstæðan er mikil gegn EBE frá hægri mönnum. Þeir vilja hafa þessi mál í eigin höndum en ekki fá Brussel ákvörðunarvaldið.

Vonandi verða ekki lagðir steinar í götu Landans hvort sem verið er að fræða um EBE eða eitthvað annað!

Góðar stundir og jafnvel betri innan EBE!


mbl.is Björn sakar RÚV um áróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband