17.3.2012 | 13:13
Sjálfumglaðir Sjallar
Svo virðist sem Sjallarnir geri sér ekki minnstu grein fyrir ábyrgð af neinu tagi, hvorki formannsnefnan né aðrir forystusauðir þessa gamla flokks braskara og valdamanna.
Ólöf Nordal virðist vera gjörsamlega án ábyrgðar þegar hún slær um sig á kostnað annarra og gerir grín að alkunnum sannindum. Hagvöxturinn er eins og hvert annað mannanna verk sem ekki hefur alltaf leitt okkur neitt fram á við annað en sívaxandi græðgi sem Sjallarnir virðast enn vera of uppteknir af.
Endamörk hagvaxtarins hafa lengi verið kunn bæði meðal hagfræðinga og heimspekinga. En blaðurskjóður eru alltaf tilbúnar að gera lítið úr þegar gróðavonin er annars vegar og unnt að skara eld að sinni köku.
Vonandi sjá sem flestir landsmenn gegnum þetta glamur og bull. Nóg er að lenda einu sinni í banka- og efnahagshruni í boði Sjálfstæðisflokksins!
Góðar stundir en án fulltrúa braskara og bullara!
![]() |
Sjálfstæðismenn byrjaðir í baráttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.3.2012 | 12:56
Dæmi um mál sem má finna lausn
Tvennt er það sem við getum ekki valið fyrirfram: Við getum ekki valið okkur foreldra og við getum ekki valið okkur granna.
Hvernig til tekst er oft undir okur sjálfum komið.
Sitthvað kann að vera sem okkur líkar ekki. Hvernig bregðumst við? Reynum við að fara strax í aðgerðir með því að fara í hart, kæra viðkomandi og óskum eftir að viðkomandi fjarlægi mannvirki? Eða veljum við diplómatíska leið, reynum að hitta vel á grannan og ræða við hann á friðsamlegum nótum um það sem okkur finnst?
Spurning er hvor leiðin komi okkur nær markmiðinu?
Heitir pottar eru að verða stöðugt vinsælli. Sumir eru viðkvæmir en aðrir fyrir að sjá aðra á adams og evuklæðum og það geta verið ástæður fyrir því. Aðrir eru viðkvæmir fyrir hvenær granninn noti heita pottinn. Það nær t.d. ekki nokkurri átt að valda granna óþarfa ónæði t.d. um mðjar nætur.
En hvernig mætti draga úr núningi milli granna? Það mætti setja upp trégirðingu þar sem byrgir sýn og veitir skjól. Jafnvel runni gæti gert svipað gagn. Garður er granna sættir.
Í þessu tilfelli væri ábyggilega unnt með góðum vilja leysa þessi vandræði. Þar verða báðir aðilar að gefa eitthvað eftir og sýna hvor öðrum skilning á gagnkvæmum sjónarmiðum. Smádeila sem unnt væri að leysa á friðsaman hátt gæti jafnvel aukið skilning og virðingu.
Sjálfur bý eg í fremur gamalgrónu og rólegu hverfi í Mosfellsbæ þar sem allt er mjög friðsamlegt. Það er helst sem raskar ró okkar þegar einhver í grenndinni virðist vera fullur og finnur rakettur og lætur freistast að skjóta þeim í loft upp, já á öðrum kvöldum en gamlárdagskvöld og það stundum seint. Nú hefur ekki heyrst í fírverkinu í nokkrar vikur. Vonandi eru allar raketturnar búnar!
Eigum við samt ekki að þykja vænt um granna okkar? Þeir eru okkur dýrmætir meðan allir lifa með sama hugarfari: sýna öðrum virðingu og traust, jafnvel aðstoð þegar á reynir og þarf á samhug að halda.
Vonandi tekst þessum grönnum sem fréttin fjallar um að finna góða lausn á þessum smávanda en án illinda og tortryggni.
Góðar stundir!
![]() |
Setlaug þrætuepli nágranna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2012 | 11:56
Hótanir hrunforystunnar?
Tónninn í tali Bjarna Benediktssonar hljómar eins og hótun. Ríkisstjórnin hefur ekki átt neina sældardaga eftir hrunið sem Sjálfstæðisflokkurinn ber meginábyrgð á. Á þeim bæ var vaðið á súðum og engu skeytt um að sýna minnstu ábyrgðartilfinningu. Þar var allt keyrt í botn til að hámarka gróða þeirra afla sem standa á bak við Sjálfstæðisflokkinn. Þar skipti engu máli þó þrengt væri að hag þeirra sem minna mega sín en allt gert til að draga úr sköttum stóreignamanna og gróðamanna. Meira að segja dregið úr eftirliti til þess að dáðadrengirnir væru ekki truflaðir við að raka saman stórgróða á kostnað okkar hinna.
Bjarni Benediktsson er nátengdur þeim öflum sem óðu á súðum í aðdraganda hrunsins. Hann sjálfur er stóreignamaður og fjölskylda hans hefur miljjarða hagsmuni á því að aftur verði unnt að hefja sama leik og áður. hindrunin er ríkisstjórnin sem í dag hefur mjög nauman meirihluta á þingi, eða aðeins eitt þingsæti!
En ríkisstjórnin stendur styrk þrátt fyrir allt. Hún er málefnalega vel innstillt á að verkefni hennar er að koma okkur frá erfiðleikapyttinum sem Sjálfstæðisflokkurinn átti meginþátt sinn í að draga okkur ofan í. Við viljum velferðarsamfélag allra eins og það tíðkast á Norðurlöndunum sem hefur verið Sjálfstæðisflokknum mikill þyrnir í augum.
Í mínum huga eru þessar hótanir Bjarna forystusauðs Sjálfstæðisflokksins eins og hvert annað hjóm. Tónninn er falskur. Hann einkennist af þeim græðgishug sem auðmenn virðast vera bundnir.
Á Sjálfstæðisflokkurinn að verða kjölfestan íslenskra strjórnmála? Vonandi ekki. Við höfum fengið okkur fullsadda af kjölfestufjárfestum hvort sem þeir fjárfesta í fyrirtækjum með lánsfé eða Sjálfstæðisflokknum sem virðist vera ásamt Framsóknarflokknum meginathvarf spillingaraflanna á Íslandi.
Góðar stundir en án spillingaraflanna!
![]() |
Stjórnarkreppa eða uppbygging |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2012 | 11:41
Víkurprjón er eitt af bestu fyrirtækjum landsins!
Erlendir ferðamenn spyrja oft hvar gott sé að versla þar sem vandaðar vörur og gott úrval á góðu verði sé á leið þess um landið. Eg stoppa ætíð í Vík í hringferðum með ferðamenn. Þar er gott að hafa hádegishlé þar sem ferðafólkið getur fengið þjónustu í Víkurprjóni og Víkurskála. Þá er stutt í fjöruna með stórkostlegu brimi þar sem öldurnar falla á ströndina með sérkennilega Reynisdranga í baksýn. En það þarf að vara við hættunni enda hafa orðið þar slys.
Óskandi er að Víkurprjón verði áfram í Vík, dafni og vaxi með auknum straum ferðamanna um landið. Eg mun sakna Þóris framkvæmdastjóra sem eg hitti oft á mínum ferðum. Höfum við oft spjallað um landsins gagn og nauðsynjar og erum furðuoft sammála enda engir æsingamenn í eðli okkar. Við viljum að atvinnuvegir landsins geti vaxið og þrifist á sem eðlilegasta hátt án þess að braskarar gjörbreyti öllu rekstrarumhverfi nánast á einni nóttu sem gerðist því miður í aðdraganda hrunsins mikla. En það er vonandi nokkuð sem draga verður lærdóm af og heyrir sem fyrst sögunni. Því miður er reynslan oft okkur dýr.
Góðar stundir!
![]() |
Víkurprjón selt til Garðabæjar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 17. mars 2012
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 244221
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar