Hvenær koma þau niður aftur?

Skoðanakönnun þessi er aðferðalega séð að ákaflega er varhugavert að túlka niðurstöðu hennar þegar aðeins 53% vilja gefa upp afstöðu sína. Hvaða skoðun þessi 47% hafa gæti kollvarpað niðurstöðunum gjörsamlega.

Rétt er að benda á að klofningsframboð hafa yfirleitt aldrei skilað neinu nema auknu sundurlyndi. Meðan móðurflokkurinn er ekki í upplausn þá daga þessi framboð venjulega uppi eins og draugarnir forðum.

Vel er hægt að skilja Lilju og félaga hennar, að þessi skoðanakönnun vaki einhverja bjartsýni. Það getur verið gott að vera í skýjunum en vont er að missa allt jarðsamband.

Mér finnst að hugmyndafræðilegur ágreiningur sé óverulegur, fremur megi segja að Lilja sé ekki samþykk um leiðir. Áherslur hennar hafa einkum verið þær að hún vilji rétta hlut skuldara betur þó fyrirsjáanlegt er að þar hafi verið gert það sem unnt er.

Það getur verið gott að horfa vel yfir vettvanginn en hvernig finna megi bestu leiðina er oft ekki auðvelt. Núverandi ríkisstjórn hefur náð betri árangri en vænst var í fyrstu og má skýra það með ýmsu. En betur má ef duga skal. Þannig verður að styrkja stoðir atvinnulífsins betur þó án stóriðju en fremur með fjölbreytni.

Við skulum sjá hvort þetta sérframboð endist árið.


mbl.is Samstaða er í skýjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er „synd“?

„Syndin er lævís og lipur“. Svo nefnist fræg ævisaga Jóns kadetts í Hernum sem Jónas Árnason færði í letur og var nánast lesin upp til agna.

Hugtakið „synd“ er ekki til í sumum mikilvægum fræðasviðum eins og lögfræði. Þar er talað um „lögbrot“, „ólögmætan verknað“, þjófnað, manndráp, misneytingu, nauðganir, svik, blekkingar og þar fram eftir götunum, brot sem framin eru gegn almennum hegningarlögum, nr.19/1940 með síðari breytingum sem og sérrefsiákvæðum sérlaga eins og áfengislaga (brugg og ólögleg sala, innflutningur o.fl.).

Snorri í Betel verður oft tíðrætt um „syndina“. Hvað er eiginlega þetta fyrirbæri og hvernig tengist það nútímanum? Þetta orð er fyrst og fremst tengt trúmálum enda orðið lengi notað á þeim vettvangi og kannski ofnotað eins og mér finnst þessi umdeildi maður margsinnis gera.

Í Íslenskri orðabók sem Menningarsjóður gaf upphaflega út er orðið „synd“ merking fyrir  „yfirsjón“, „brot á réttri hegðun“. Hvað er þá „rétt hegðun“? Í lögfræðinni er til fyrirbæri sem á latínu nefnist „bonus pater familias“ sem merkir eiginlega „góður heimilisfaðir“ eða eitthvað í þá áttina. Í raun er þetta hugtak yfirleitt eingöngu notað þegar koma upp einhver vafatilfelli í dómsmálum hvað hinn góði heimilisfaðir myndi gera undir þeim kringumstæðum sem lögfræðingar eru ekki sammála um í viðkomandi réttarágreiningi.

Í félagsfræðinni er talað um „norm“ þ.e. staðla eða form sem ætlast er að haft sé til viðmiðunar. Venjulegt fólk sýnir af sér venjulega hegðun, er „normal“ og þeir sem fylgja ekki þessu hegðunarmunstri álitnir vera ónormal. Þessi sjónarmið voru ríkjandi um miðja öldina sem leið og og nokkuð fram eftir. Nú í dag er viðurkennt að fólk fái að hafa það frelsi að hafa sérvisku, klæða sig t.d. frjálslega, haga sér frjálslega, sýna öðrum ást og vinsemd jafnvel utan 4 veggja hins venjulega tabú heimsins.  Heimilið er ju friðheilagt og þar mega einstaklingar gera það sem þeim sýnist án þess að eiga það á hættu að vera kærðir fyrir að ganga fram af einhverjum, jafnvel hneyksla eða misbjóða.

Snorri hefur greinilega sokkið mjög djúpt í gamlan tíma sem einkennist af íhaldsemi og allt að því þröngsýni. Kannski hann hefði betur verið uppi á 17. eða 18. öld fremur en í nútímanum, eða búa í öðrum menningarkima eins og þeim þar sem bókstafstrúarmenn ráða öllu. hann á greinilega erfitt með að sætta sig við raunverulegar staðreyndir umhverfisisins í dag. Nú er fólk mjög misjafnt, hefur sína hentisemi, ræktar sín áhugamál og ver tómstundum sínum eins og það vill, einnig samskiptum við aðra sem engum kemur við meðan ekki eru framin brot í skilningi laganna. Þar skipta gamlar trúarreglur engu máli sem Snorri vill ríghalda í.

Árin kringum 1880 var lögreglustjóri í Reykjavík, Jón Jónsson að nafni. Hann tók hlutverk sitt mjög alvarlega, var oft á ferðinni um bæinn til eftirlits. Sagt er að hann jafnvel hafi lagst á glugga og þegar hann varð þess var að ógift par var að nálgast fáklætt hvort annað ósiðlega í húsakynnum, átti hann til að rjúka upp milli handa og fóta, réðst inn á fólkið og krafðist þess að það stofnaði til hjónabands áður en það væri að efna til „ósiðlegs“ lífernis. Eðlilega var þessu tekið illa eins og nærri má geta sér til um. Jón þessi var í raun að framfylgja þeirri sannfæringu sinni sem hann var kallaður til en þar fór hann fram úr sér og braut rétt á fólki að virða ekki frelsi viðkomandi og friðhelgi heimilis.

Mættu aðrir taka sér þetta til athugunar.

Góðar stundir!


mbl.is Erfitt að draga línuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágkúrlegur fíflagangur

Ótrúlegt er hversu menn leggjast lágt í vitleysu. Að telja að eitt mesta viðskipta- og herveldi heims hafi áhuga á að byggja upp friðsama ferðaþjónustu kannski 10-15 vikur á ári á einu erfiðasta veðravíti á Íslandi er þvílíkur barnaskapur að nánast tárum taki.

Halda þessir menn virkilega að fyrir Kínverja vaki að greiða niður ferðaþjónustu á forsendum heimamanna við mun erfiðari aðstæður en er t.d. við Mývatn?

Augljóst er að Kínverjar eru sem eitt mesta viðskipta- og herveldi heims meða allt öðru vísi hugmyndir. Þeir hafa verið þekktir fyrir gríðarleg umsvif í margs konar framleiðslu sem grundvallast á frjálsri meðferð hugverka, lágum launum og aðstæðum verkafólks sem þykja ekki við hæfi. Það er svo augljóst m.a. með hliðsjón af vaxandi umsvifum þeirra í Afríku einkum austanverðri, að þeir leggja ofurkapp á að byggja upp viðskiptaveldi sem nær um alla heimsbyggðina. Ísland er liður í þessari útrás þeirra og þeir dulbúa „innrásina“ þannig að sumir Íslendingar liggja gjörsamlega flatir fyrir þessum gylliboðum.

Raunveruleg langtíma markmið kunna m.a. að vera að koma upp þjálfunarbúðum fyrir kínverska herinn en Grímsstaðir er kjörinn vettvangur slíkra æfinga. Kínverjar vita ofurvel að Íslendingar eru upp til hópa mjög opnir fyrir alls konar dellum, eins og utanvegaakstri, vélsleðum, fjórhjólum og öðru slíku. Þeir eiga það sameiginlegt að þeim er viðkvæm náttúra ekki svo mikils virði að allt megi undir yfirskyni einhvers frelsis. Þar fara saman áhugamál margra landa og hugsanlegra markmiða Kínverja. Við skulum ekki gleyma, að sendiráð Kína er á Norðurlöndum langstærsta hér á landi og jafnvel víða. Þeim ætti að vera fyllilega ljóst hversu langt er unnt að teygja sig að afla hagsmuna.

Þegar Kínverjar hafa tryggt sér baklandið má ábyggilega reikna með að þeir vilji tryggja sér greiðan aðgang að hafinu. Þeir gætu óskað eftir því að kaupa upp með manni og mús lítil sjávarþorp eins og Kópasker, Raufarhöfn, Þórshöfn eða Vopnafjörð með hafnaraðstöðu. Og í framhaldi færðu þeir sig upp á skaftið og vildu kaupa Húsavík og jafnvel Akureyri, Seyðisfjörð eða Reyðarfjörð.

Ísland er kjörinn stökkpallur milli Evrópu og austurstrandar N-Ameríku, m.a. vegna styttri siglingarleiða um heimskautalöndin. Gríðarlegir hagsmunir ört stækkandi heimsveldis. Í millitíðinni væru þeir búnir að tryggja sér lönd á milli Grímsstaða og hafna enda eru næg efni hjá Kínverjum til kaupa á landi og landsréttindum, rétt eins og fyrrum væri „plenty of money“ fyrir „Westan“.

Þegar hér eru komnar inn í landið tugir, hundruðir þúsunda, jafnvel milljónir Kínverja, ætli mörgum bóndanum þætti ekki orðið nokkuð þröngt fyrir dyrum?

Er nauðsynlegt að ganga með grasið í skónum alla leið til Kínaveldis í leit að einhverju sem menn hafa ekki hugmynd um?

Í mínum augum er um lágkúrulegan fíflagang að ræða.

Góðar stundir.


mbl.is Fundar áfram með Huang Nubo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband