Gula pressan

Um nokkuð langa hríð hefur tíðkast að sum blöð slái upp stórum fyrirsögnum. Hafa slíkar fyrirsagnir oft verið kenndar til stríðs og jafnvel þaðan af verra.

Það verður að gera þá kröfu til þess fréttamiðils að rétt sé farið með þegar frétt er sett fram rétt eins og stríðsfrétt. Ef svo er ekki er það auðvitað grafalvarlegt mál og þá þarf miðillinn að draga í land og birta afsökun á sama hátt og fyrri frétt.

Hins vegar getur verið álitamál ef frétt er sett fram á sérstaklega grófan og meiðandi hátt. Þá er nánast verið að vega mjög ámælisvert að æru einstaklingsins. Í doktorsritgerð Gunnars Thoroddsens „Fjölmæli“  er fjallað um æruna og vernd hennar sem ættu að vera öllum fjölmiðlamönnum skyldulesefni og jafnvel þeim skylt að taka próf í. Þar eru nefnd fjölmörg dæmi úr íslenskum og erlendum dómapraxís hvað talið hefur ærumeiðingar og hvað ekki, hvaða aðferðum kann að vera beitt o.s.frv.

T.d. sá verknaður að senda einhverjum 30 smápeninga með tilvísun í svik Júdasar, kann að vera mjög ærumeiðandi fyrir þann sem hefur t.d. staðið í einhverjum umdeildum ákvörðunum sem varðar almannahag. Sjálfsagt hefði mátt koma áþekkri uppákomu í íslenskri pólitík t.d. við umdeilda samningsgerð við erlenda aðila eða t.d. vegna einkavæðingar sem er alltaf umdeild. Var ekki Sementsverksmiðjan „seld“ eða öllu fremur afhent einhverjum sem gátu nýtt hana í gróðabralli, hvað þá bankana hvers stjórnendur skildu allt í rjúkandi rúst?

Blaðamenn verða auðvitað að kunna þá list að gæta hófs. Betra er að draga úr fremur en að bæta í þó freistingin kunni að vera mikil. Ekki dugar að segja eftir á eins og þeir félagar í Gerplu eftir að hafa höggvið mann í herðar niður: Hann lá svo vel við höggi!

Góðar stundir!


mbl.is DV hafnar beiðni Stefáns Einars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handónýtur gjaldmiðill

Í meira en öld hefur íslenska krónan verið handónýtur gjaldmiðill. Jafnskjótt og Landsbankanum var komið á fót árið 1886 varð íslenska krónan til. Kaupmenn vildu ekki sjá hana í viðskiptum, þeir vildu annað hvort danskar krónur eða góðmálma eins og silfur og gull. Þess vegna héldust vöruskipti áfram, bændur lögðu vörur í verslunina og seinna kaupfélögin þegar þau komu til sögunnar. Um þetta má lesa í grein eftir mig um Eirík bókavörð í Cambridge og birtist í Kirkjuritinu frá því nú í vor.

Það eru 3 ríki í heiminum sem hafa svipað verðtryggingarkerfi. Utan Ísland eru það Brasilía og Ísrael! Sérkennilegt er að öllum þessum löndum er gjaldmiðill sem enginn treystir. Verðtrygging í þessum löndum byggir á því að gjaldmiðillinn fellur jafnt og þétt en hækkun skuldbindingar reiknaðar út frá verðlagsþróun sem verður. Víxláhrif eru viðvarandi og ekki hefur tekist að rjúfa þennan vítahring. Í öllum löndum aðlaga vaxtakjör dýrtíðinni sem var vegna fordildar kennd við verðbólgu.

Eiríkur Magnússon bókavörður í Cambridge gagnrýndi á sínum tíma mjög seðlaútgáfu Landsbankans og Landsjóðs sem var forveri Ríkissjóðs. Í nálægt 100 greinum sem hann birti í íslenskum, enskum, dönskum, þýskum og frönskum blöðum og tímaritum á árunum 1885 og fram yfir 1890 náði hann ekki að sannfæra ráðamenn um meinlokuna sem íslenska krónan var byggð á. Fyrir vikið uppskar Eiríkur ritskoðun og var aðeins einn ritstjóri sem birti greinar hans og tók undir þær. Það var Skúli Thoroddsen sýslumaður, ritstjóri og þingmaður en einhver undarlegasta herferð var hafin gegn honum, hann flæmdur úr embætti eins og kunnugt er fyrir engar sakir aðrar en þær að hafa rofið ritskoðun gegn Eirík.

Fyrir löngu er ljóst að við verðum að tengjast öðrum gjaldmiðli sem unnt er að treysta. Tekjur og útgjöld verða að vera í gjaldmiðli þar sem við getum strax í upphafi gert okkur ljóst hvaða kjör eru á lánum. Lán er í raun ekkert annað en að ráðstafa tekjum sínum fyrirfram sem virðist vefjast fyrir sumum.

Hér neðar má lesa greinina um Eirík í Cambridge í Kirkjuritinu (10MB).

Með bestu kveðjum.


mbl.is „Hann er oft að leika sér í ræðustól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bjarni og braskaranir

Sjálfstæðisflokkurinn réri því öllum árum að einkavæða sem mest og einnig heilbrigðiskerfið. Var ekki Vífilsstaðaspítali lagður niður sem liður í þeim áformum?

Þá stóð til að byggja stóran einkarekinn spítala í Mosfellsbæ en ekki fer neinum sögum af þeim áformum. Og ekki má gleyma dekurverkefni Guðlaugs Þórs stórbraskara og fl.: Hátæknisjúkrahús!!!

Þegar ekki tekst að reka lágtæknihús hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að byggja og reka hátæknisjúkrahús. Símpeningarnir sem áttu að verja í bygginguna hurfa í höndum braskliðs Framsóknar og Sjálfstæðismanna.

Bjarni mætti tala skýrar. Hvar eru símapeningarnir?

Góðar stundir en án braskara.


mbl.is Vandi sem stjórnin gæti ekki leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 244215

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband