Fyrrum tukthúslimur og lögreglumenn

Einna mest áberandi er fyrrum tukthúslimur og einir 3 lögreglumenn, ýmist fyrrverandi eða núverandi. Ef lögreglumennirnir ná árangri þá er von að mögulegt þinglið Sjálfstæðisflokksins verði skárra en verið hefur.

Mér finnst málflutningur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hafa undanfarin ár hafa verið fremur klénn eins og Jón Viðar segir um fremur illa undirbúnar leiksýningar. Þeir hafa verið að súpa seyðið af hruninu, reynt að halda haus en með misgóðum árangri. Formaðurinn flæktur í fortíðardrauga brasks og fjárglæfra, aðrir reyna að spýta í lófana og reyna að draga fram gömlu lummuna um nauðsyn þess „að koma hjólum atvinnulífsins“ af stað og eiga þá við að byggja fleiri virkjanir og álbræðslur! Svo einkennilegt sem það er, virðast margir sjálfstæðismenn með framsóknarmönnum haldnir þeirri meinloku að ekki sé unnt að koma þessum „atvinnuhjólum“ af stað með öðru móti en álbræðslum.

Við Íslendingar höfum staðið okkur ákaflega illa í samningum við álfursta varðandi mengunarvarnir og mengunarkvóta. Varnir gegn mengun eru hafðar eins ódýrar og mengunarkvótinn er gefinn. Skyldi vera að þessir áhugamenn um álbræðslur hafi sporslur af mengunarkvóta?

Víða um heim eru tíðkaðar mútur til þeirra stjórnmálamanna sem sýna sérstakan skilning á hagsmunum og sjónarmiðum stóriðjumanna. Í stað greiðslu til stjórnvalda fyrir mengunarkvóta er greidd fúlga til þeirra stjórnmálamanna sem skilning hafa. Þetta er víða stundað og hvers vegna ekki hér þar sem spilling er umtalsverð?

Það verður spennadi að sjá hvernig lögreglumönnunum tekst að keppa við hagfræðing, atvinnurekenda, fyrrverandi tukthúslim  og aðra þingmenn misgóða eins og gengur.

Góðar stundir.


mbl.is Fimmtán taka þátt í prófkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. desember 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 244215

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband