Vonandi verður dómurinn ekki banabiti bakarísins

Mál þetta á sér nokkuð langan aðdraganda. Árið 1982 er undirritaður leigusamningur bakarísins við þáverandi húseiganda. Í bankahruninu missir sá eigandi húseignina og Íslandsbanki yfirtekur og selur Mótamönnum sem aftur afsalar B13 ehf eignina.

Þegar B13 ehf er slegið upp þá kemur sitthvað forvitnilegt í ljós.

Frábært tækifæri segir í fyrirsögn að frétt Í Morgunblaðinu frá 2005 um nokkra íslenska námsmenn sem lögðu á sig þá fyrirhöfn að fara alla leið austur til Kína, kannski til að læra brask og koma ár sinni betur fyrir borð og sér áfram. Slóðin er: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1018302/

Á heimasíðu ríkisskattstjóra kemur í ljós að sá sem er að baki forretningu þessari heitir Guðmundur Már Ástþórsson og er fyrirtækið í Þúfuseli 2 í Reykjavík. Svo er að skilja að Guðmundur hafi skilað skilvíslega ársreikningum sem ber að lofa en töluverður misbrestur er á slíku.

Þegar ungir fjárfestar taka við eignum vilja þeir hámarka gróðann og leggja sig fram að gera allt til að hafa sem mestan hagnað. Það er eðlilegt í alla staði en viðskiptavinir Berhöftsbakarís sem er sennilega elsta starfandi bakarí landsins hafa lengi keypt brauð og bakkelsi. Var bakaríið lengi neðst í „Bakarabrekkunni“ gegnt Stjórnarráðinu. Brekkan var síðar nefnd Bankastræti eftir að Landsbankanum var komið á fót 1886. Var bankinn til húsa í steinhúsi næst ofan við Stjórnarráðshúsið. Sú bygging var reist 1882, árið eftir að Alþingishúsið var reist, einnig úr tilhöggnu grjóti. Var þar prentsmiðja í eigu Sigmundar Guðmundssonar en síðar Sigurðar Kristjánssonar sem var mjög þekktur fyrir bóksölu, einkum varð útgáfa hans á Íslendingasögunum fyrir alþýðu einna þekktust. En 1886 var Landsbanknum komið á fót og var í húsinu fram undir aldamótiun uns bankahúsið var byggt á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Bankinn brann 1915 með nánast öllu sem í honum var.

Gamla Bernhöftsbakarí var mjög lengi í sama húsi og nú er veitingastaðurinn Lækjarbrekka. Frá því um miðja 20. öldina var bakaríið flutt og var húsið lengi í mikillri vanhirðu. Lengi stóð „dauðadómur“ þess yfir en eftir hugmyndum stóð til að rífa hvert einasta hús á þessum slóðum og byggja gríðarlega stóra steinsteypubyggingu fyrir Stjórnarráðið. Voru þær hugmyndir mjög umdeildar ásamt því að til stóð að framlengja Grettisgötuna til vesturs, rífa gamla Hegningarhúsið og fleiri hús. Þá stóð lengi til að framlengja Suðurgötu til norðurs gegnum Grjótaþorpið sem er enn í dag eins og lítið sýnishorn af gömlu Reykjavík. Torfusamtökin urðu til fyrir um 40 árum og gjörbreyttu þessum hugmyndum.

Þar sem Bernhöftsbakarí er núna, Bergstaðastræti 13, stóð frá 1883 steinhús sem nefnt var Brenna. Það var reist af bræðrunum Jónasi og Magnúsi Guðbrandssonum og bjó Jónas lengi þar ásamt fjölskyldu sinni. Kona hans hét Guðríður og áttu þau tvö börn: 1. Ragnheiði sem giftist Árna J'onssyni frá Múla, föður þeirra Jóns Múla útvarpsþuls m.m. og Jónasar þingmanns og rithöfundar. 2. Helgi sem kenndi sig við húsið og var mikill íþróttamaður og ferðagarpur, lengi í forystusveit Ferðafélags Íslands sem er stofnað 1927. Sagt er að Helgi hafi verið trúlofaður lengst allra Reykvíkinga eða í hálfa öld.

Brenna var rifin um 1960 en núverandi steinhús byggt þar 1971. Sennilegt er að bakaríið hafi verið þarna í hagstæðu leiguhúsnæði. Það veitti viðskiptavinum sínum góða þjónustu á sanngjörnu verði.

Sögulegan fróðleik var m.a. sóttur í rit Páls Líndals og fleiri: Reykjavík: sögustaður við Sund. Mjög traust og gott rit um sögu Reykjavíkur.

Góðar stundir.


mbl.is Bernhöftsbakarí borið út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræðugleðin mikla

Ein megineinkenni þingstarfa eru allt að því endalaus ræðuhöld um nánast ekkert neitt. Sum mál eru vægast sagt kjöftuð í hel, oft með sífelldum endurtekningum. Spurning er hvort sumir þingmenn séu oft með gamlar ræður sem „endurtekið efni“ eins og það nefnist í Ríkisútvarpinu. Málþóf er einn meginlöstur í þinginu og ekki neinum til framdráttar.

Getur verið að þessi störf í þinginu séu svo leiðinleg að þingmenn kappkosti að gera starfið enn leiðinlegra?

Ein stutt ræða, vel upp byggð og vönduð er áhrifaríkari en þúsundir langlokna sem því miður virðist vera tíska nútímans. Svo er verkstjórninni kennt um, rétt eins og lati og klaufski ræðarinn sem kennir árinni um mistök sín og afglöp.

Má benda á ræður Þráins Bertelssonar. Hann kemur sárasjaldan í ræðupúlt þingsins en ræður hans eru ískaldar af húmor og „skemmtilegheitum“, kryddi sem er vandmeðfarið en þegar vel er vandað þá hittir ábendingin beint í mark!

Pétur Blöndal hefur oftast verið málefnalegri í þinginu. Stundum leggur hann fram mjög skynsamleg mál en því miður oft of flókin fyrir venjulegt fólk að skilja. Þannig voru framlagðar tillögur hans á lagabreytingum um hlutafélög. Pétur vildi auka „gegnsæi“ í stjórn hlutafélaga og tryggja hag litlu hluthafanna sem í hruninu var fyrir borð borinn. Þar hefði verið eiginlega nóg að breyta 6. gr. og setja þar inn ákvæði um takmörkun atkvæðaréttar á hluthafafundum. Setja tvö mjög einföld skilyrði: að hlutur beri atkvæðisrétt hafi hlutafé raunverulega verið greitt inn í félagið. Og að hlutafé hafi ekki verið veðsett. Óeðlilegt er að uppivöðslusamir braskarar bjóði öðrum hnefaréttinn með því að koma með himinhátt hlutafé sem aldrei hefur verið greitt til félagsins. Á þetta reyndi varðandi 50 milljarða hlut þeirra Bakkabræðra og ekki ein einasta króna var greidd inn í félagið! Nú hefur verið ákært í því máli og dóms væntanlega að vænta síðar í vetur.

Hugmyndir um nýtt fyrirkomulag sem lúta að því að þingmál séu fyrst lögð fyrir þingnefnd og það sé þingnefndin sem verður formlegur aðili að framlagninu lagafrumvarpa er allra athyglisverð. Með því fyrirkomulagi er verið að draga úr þessu voðalega „stríðsástandi“ sem virðist landlægt í þinginu. Ef þingnefndin kemst að samkomulagi um lagafrumvarp, þá er verið að „slípa“ orðalag og innihald betur að sjónarmiðum stjórnarandstöðu sem leggur oft mikla áherslu á gagnrýni og koma í veg fyrir að lagafrumvarp fari gegnum þingið. Umræður verða eðlilega meiri í þingnefndum sem þurfa þá að hafa betri aðgang að góðu starfsliði og sérfræðingum.

Þessi hugmynd er allra gjalda verð sem vonandi verður til að bæta það mikilvæga starf sem fram fer í þinginu.

Góðar stundir!


mbl.is Samþykkt að þingfundur geti staðið lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 244215

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband