Er Gylfi að hvetja til valdaráns?

Mjög einkennileg er herská stefna Gylfa Arnbjörnssonar gagnvart ríkisstjórninni. Það er eins og hann sé á mála hjá stjórnarandstöðunni að grafa undan ríkisstjórninni. Málflutningur hans í Speglinum í RÚV var ekki sérlega sannfærandi. Steingrímur J. bar af sér sakir og hrakti fullyrðingar Gylfa lið fyrir lið. Í Kastljósi verður kappræðan endurtekin og þá sést e.t.v. betur hvernig „kappinn“ og byltingarsinninn Gylfi Arnbjörnsson ber sig.

Mjög einkennilegt er að forystusauður ASÍ ræðst með þessum hætti á ríkisstjórnina fremur en atvinnurekendavaldið sem ætíð fagnar nýjum samstarfsaðila í viðleitni þeirra að halda kaupinu eins lágt niðri og unnt er.

Meðan Gylfi beinir spjótum sínum með miklum bægslagangi að ríkisstjórninni þá vekur Halldór Grönvold athygli á mjög vafasamri þróun varðandi sjálfstæðan atvinnurekstur. Yfir 30.000 einstaklingar eru skráðir fyrir fyrirtækjum með takmarkaðri ábyrgð. Það eru einminnt þessi starfsemi sem hefur verið í athugun skattyfirvalda og þar eru maðkar í mysunni. Þessi fyrirtæki eru mörg hver rekin eins og hverjar aðrar svikamyllur.

Góðar stundir en án lýðskrums!


mbl.is Krefjast meiri launahækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með spilavítin?

Má lögreglan stoppa spilavíti?

Eða svikamyllurnar?

Yfir 30.000 einkafyrirtæki eru í landinu sbr. rannsókn Halldórs Grönvold sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vill helst ekki vita af.

Þau eru ansi mörg fyrirtækin sem hægrimenn hafa komið á fót. Einkavæðing bankanna var sennilega hápunkturinn á þeim endemum.

Það er ansi djarft að tala úr ræðustól Alþingis á sama tíma og fréttir sem þessar bera hæst.


mbl.is „Látið atvinnulífið í friði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tannlaus stjórnarskrá

A tarna var löng orðabuna.

Alltaf hefur verið ljóst að móta og orða stjórnarskrá er hvorki létt verk né löðurmannlegt að öllum líki. Kannski er það skýringin hvers vegna upprunalega stjórnarskráin frá 1874, eðli hennar, andi og orðalag hafi reynst óvenjulega lífseigt. Allar tilraunir að brjóta upp form hennar t.d. um valdið hafa fram að þessu allar dagað uppi og nú virðast vera háværar raddir um að draga úr hverja tönnina sem máli skiptir.

Að sumu leyti var horft til nútímalegustu stjórnarskrár fram að þessu sem kennd hefur verið við Nelson Mandela. Í fangelsi stúderaði hann allar stjórnarskrár heims og átti meginþátt í að móta núverandi stjórnarskrá Suður Afríku. Þó svo ekki allir hafi verið ánægðir voru þó flestir inni á því að þessi stjórnarskrá væri nokkuð góð enda vildu allir koma samfélaginu sem fyrst út úr þeirri blindgötu sem RSA hafði ratað í. Sennilega er stjórnarskrárfrumvarpið þó þannig að þrátt fyrir ágalla þá megi koma henni gegnum þingið með nauðsynlegustu breytingum. Þá er framkvæmdin annað mál en ljóst er að sterkt framkvæmdarvald á Íslandi fram að þessu seildist sífellt meir inn á löggjafarvaldið. Á þessum annmarka er tekið og kann það að skýra tregð hægrimanna að samþykkja hana. Þeir vilja helst engu breyta enda vilja þeir gjarnan hafa síðasta orðið.

Æskilegt er að fá góða stjórnarskrá þar sem tekið er á mikilvægum þáttum ríkisvaldsins, t.d. að aðskilja betur framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið.

Góðar stundir.


mbl.is Gagnrýnir „óvissuferð“ stjórnlagaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 244215

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband