17.11.2012 | 22:40
Valgerður hefur staðið sig með prýði
Eg hefi lengi fylgst með hinum ýmsum þingmönnum. Mér finnst Valgerður Bjarnadóttir ætíð hafa staðið sig með prýði. Sem systir Björns Bjarnasonar þá hefir hún sýnt að hún er sjálfstæð með eigin skoðanir og eiginn vilja sem er mjög mikilvægt í nútímasamfélagi. Eg met Valgerði mikils og vænti þess að hún eigi margt gott eftir sig að hafa góð áhrif á samfélagið í nánustu samtíð.
Með bestu kveðjum og óskum um að við getum gert landið okkar betra. Kannski með aukinni skógrækt?
![]() |
Sátt við niðurstöðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2012 | 22:25
Öryggisráðið?
Þegar ógn steðjar að er Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallað saman til skrafs og ráðagerða. Þar eru átakamál rædd fram og aftur en sjaldnast er koist að neinni skynsamlegri niðurstöðu þar sem eitt mótatkvæði gegn framkominni tillögu stoppar allt!
Í raun þarf að taka fram fyrir hendurnar á þeim sem framleiða og selja vopn hverju nafni sem þau kunnast að nefna. Vopn hvort sem eru þau fullkomnustu sem Ísraelar eða þau frumstæðustu sem Hamars skæruliðar hafa undir höndum þarf að syngja hið snarasta í bann! Að öðru leyti verður aldrei friður fyrir botni Miðjarðarhafsins en þar er ein eldfimnadta púðurtunna heims!
Hergagnaframleiðundur hafa gríðarlega hagsmuni að þarna hefist gríðarleg átök með tlheyrandi mannfalli. Til þess þarf að koma í veg fyrir með öllum ráðum!
![]() |
Tugir hafa látist á Gazaströndinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2012 | 22:08
Oddný er verðugur forystumaður
Jafnframt því að óska Oddnýu til lukku og velfarnaðar í vandasömu verkefni þá verður ekki unnt að segja sama um þann sem sóttist eftir sama sæti: Því miður hefur Björgvin ekki meðtekið að hans vitjunartími er fyrir löngu upprunninn. Hann var ráðherra hrunsstjórnarinnar og gerði akkúrat ekkert til að afstýra hruninu þó svo hann hafði möguleika til þess. Hann var jafnvel slíkur hugleysingi að hann treysti sér ekki að boða undirmann sinn Davíð Oddsson í viðtal til að fá upplýsingar um stöðu mála úr innsta hring þeirra hvað þeir höfðu um málið að segja í Sjálfstæðisflokknum?
Er hægt að treysta svona hugleysingja?
Svona kallar ættu að sjá sóma sinn og láta sig hverfa fyrir löngu af sviði stjórnmálanna!
Góðar stundir!
![]() |
Þetta var varnarbarátta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2012 | 13:34
Siðleysi hernaðar
Sjálfsagt eiga hernaðaryfirvöld Ísraela (Gyðinga) tiltölulega auðvelt með að vinna hernaðarlegan sigur á Hamas. En ljóst er að það mun kosta gríðarlegt mannfall meðal Palestínumanna og sjálfsagt munu einhver hundruð hermanna meðal árasaraðilans falla. En aldrei verður friðurinn unninn.
Í raun og veru eru Ísraelar (Gyðingar) litlu nær takmarkinu en þegar þeir ráfuðu í eyðimörkinni í 40 ár á sínum tíma. Þeir virðast ekki geta fundið friðsama leið í samskiptum sínum við nágranna sína.
Of mikil hernaðarhyggja ásamt ofstæki í trúmálum eru ein helstu hindranir fyrir firðsamlegum lausnum. Athyglisvert er hve hernaðarhyggja Gyðinga virðist beinast fyrst og fremst að því að grafa sem hraðast undan sjálfstæði Palestínu. Fyrir allmörgum árum eyðulögðu þeir eina alþjóðlega flugvöll Palestínumanna sem hafði verið byggður á kostnað Vesturvelda í þeirri von að unnt væri að byggja upp samfélagið í Palestínu. Flugvöllurinn var eitur í augum hernaðarhyggjunnar hjá Gyðingum.
Í raun og veru vill almenningur í Ísrael ekki þessa stefnu. Eins og flestir þráir fólk frið og öryggi. En öfgaöflin ráða för hvort sem er ríkisstjórn þeirra eða Hamasmenn.
Því miður misstu vinstri menn meirihlutann í Ísrael fyrir um 20 árum. Með falli kommúnismans í Austur Evrópu komu þaðan gríðarlegur fjöldi innflytjenda til Ísrael. Þetta fólk þekkti lítið til lýðræðis, hafði alist upp og þrifist þar sem sterki maðurinn var við völd. Það kaus öfgamenn í Ísrael og þeir eru enn að.
Vinstri menn í Ísrael vildu leysa á friðsamlegan hátt deilur við Palestínumenn en því var svarað með tilræðum og morði á einum helsta forystumanna verkamannaflokksins. Þar var ungur öfgamaður að verki.
Hernaður er siðlaus. Hann er fóðraður af hagsmunum hergagnaframleiðenda og hergagnasala sem byggja upp ótta og öryggisleysi. Í raun er sá sem situr undir vopnum hernaðarlegt takmark og því að mörgu leyti af þeim ástæðum verr staddur en sá vopnlausi.
Við Íslendingar getum prísað okkur sæla að standa utan við hernaðarhyggju þó stundum hafi verið nokkuð nálægt því að hér hefði verið komið til slíkra forréttinga.
Góðar stundir!
![]() |
Barak kallar til aukinn herafla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 17. nóvember 2012
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 244215
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar