Má treysta því að forseti fari?

Ólafur Ragnar á endilega að þiggja boð Al Gore að fara til Suðurskautsins sem virðist verða stöðugt vinsælla með hverri vikunni sem líður. Fyrir nokkru fréttist af að fyrrum bankaræningjar frá Íslandi hefðu verið þar sem og einhverjir útrásarvargar þannig að vinsældir Suðurskautsins fara sívaxandi.

Við sem viljum gjarnan sjá forseta sem grípur ekki stöðugt fram fyrir hendurnar á framkvæmdavaldinu og löggjafarvaldinu ættum að fagna ferð forseta. Og munum sennilega ekki sakna hans tilfinnanlega á meðan hann er fjarri, rétt eins og Marínó Hafstein fyrrum sýslumaður í Strandasýslu sem var mjög ánægður þegar Klemens Jónsson landritari var 3 eða 4 mánuði fjarri í Stjórnarráðinu á sínum tíma.

En auðvitað óskum við Ólafi góðrar ferðar og vonum að hún muni koma til með að verða eins ódýr og hagkvæm enda veitir ekki af að halda vel um öll óþarfa útgjöld enda mun málatilbúnaðurinn vegna Icesave kosta offjár.

Annars mætti benda þeim Al Gore og Ólafi Ragnari á að unnt er að fara um jökulbreiður á Íslandi á hagkvæmari hátt en alla leið á Suðurskautið og spara þar með offjár á kostnað skattborgara. Það þarf ekki að auka ferðaálag á Suðurskautið til að vekja athygli á góðum málstað.


mbl.is Ólafur Ragnar og Al Gore til Suðurskautslandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var brask að baki?

Í fréttum kemur fram að þessi gamli togari var seldur til norsks útgerðarfyrirtækis í þeim tilgangi að færa kvóta milli skipa. Þetta hefur þurft að gerast hratt og þá hafa væntanlega hlutaðeigandi aðilar haft hraðar hendur.

Skipið virðist hafa fengið haffærisskírteini til bráðabirgða en sennilega hefur verið framin vægast sagt flaustursleg skoðun á ástandi og búnaði skipsins. Svo virðist að annaðhvort var dælubúnaði áfatt eða ekki nógu margir í áhöfn til að geta haft dælurnar ganga og vinna við það sem þeim er ætlað.

Í annan stað virðist öryggisbúnaði verið áfátt. Þannig virðist eins og aðeins einn nothæfur flotbúningur hafi verið til reiðu.

Ákvörðunin að koma skipinu úr landi hefur auk þess verið væntanlega sparnaður vegna bryggjugjalda fram á vor spilað inn í. Bryggjugjöld eru nefnilega ekki gefin enda mikið öryggi og nokkur þjónusta sem þar er veitt í té. Líklega hefði mátt spara þau á annan hátt, t.d. leggja skipinu við legufæri (stjóra) á skjólsælum stað uns það hefði verið siglt eða dregið af öðru skipi fullbúnu yfir úthafið til hinsta áfangastaðar.

Oft hafa mannslíf tapast vegna gróðabralls. Allt of oft hafa verið teknar ákvarðanir þar sem mannslífum er stefnt í óþarfa lífshættu. Svo bendir til að þessu sinni.

Sjópróf munu væntanlega leiða þetta í ljós. Undarlegt er að þau fari ekki fram í Noregi þar sem skipið sökk við Noregsstrendur. Þar hefði að öllum líkindum verið gengið harðar að fá á hreint hvaða ástæður voru fyrir því að senda skipið vanbúnu yfir hafið á varhugaverðasta tíma ársins.

Mosi


mbl.is Bíða gagna frá björgunaraðilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband