25.1.2012 | 20:28
Ýmsar spurningar vakna
1. Hvaða ástæður eru fyrir því að sigla tiltölulega litlu skipi um úthaf milli landa á versta tíma ársins þegar von er á verstu veðrum? Oft eru skip sem eru á leið í brotajárn dregin af öðru skipi sem eru vel útbúin.
2. Skip sem er á leið í hinstu för á leið í brotajárn er væntanlega ekki vel útbúið. Spurning er hvort það hafi haft fullgild haffærisskírteini. Hvenær var haffærisskírteinið gefið út og voru einhver skilyrði sett?
3. Er möguleiki að eigandi skipsins fái meira fyrir skipið í formi tryggingabóta en það sem brotajárnssalinn var tilbúinn að greiða fyrir skipið?
Ef einhverri þessara þriggja spurninga er svarað jákvætt er fyllsta ástæða til að gruna skipseigandann um að hann hafi ekki góða samvisku.
![]() |
Hallgrímur SI fórst |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
25.1.2012 | 13:12
Verra var það á árum „kalda stríðsins“
Brennimerking var viðhöfð víða í Evrópu með sama tilgangi og sakavottorð. Þeir sem höfðu brotið lögin voru oft dæmdir til refsingar og brennimerkingar öðrum illum skálkum til strangrar aðvörunar eins og segir í einum dómi frá því rétt fyrir miðja 18. öld.
Á dögum kalda stríðsins voru allir þeir sem þáverandi yfirvöldum stóð stuggur af, stimplaðir kommúnistar og þar með álitnir vera hinir verstu þrjótar. Dæmi um slíkt voru rithöfundar sem þorðu að gagnrýna þessi sömu yfirvöld sem óspör voru á refsivöndinn. Eitt ráðið var rógurinn. Annað að svipta viðkomandi ýmsum hlunnindum eins og skáldastyrkjum. Og ef vel bar í veiði, þá voru menn sviptir mannréttindum ýmsum eins og kosningarétti og sundum frelsi og stungið í steininn. Þannig mátti góðkunningi Morgunblaðsins, Magnús Kjartansson ritstjóri Þjóðviljans oft sæta slíkri meðferð.
Í dag hefur Jóhanna forsætisráðherra verið að halda utan um veikan meirihluta og sem hún kallar að smala köttum. Sennilega er lýðræði og að hafa eigin skoðun meiri innan stjórnarflokkanna en í Sjálfstæðisflokknum. Í þeim flokki hefur oft verið aðeins ein skoðun, einn vilji, einn foringi.
Mér finnst Styrmir skjóta dáldið framhjá markinu að þessu sinni. Það verður að líta á söguna, aðdraganda þess ástands sem nú er og hvaða aðstæður það eru sem nú eru í samfélaginu. Engin ríkisstjórn í sögu lýðveldisins hefur setið uppi með aðra eins óreiðu, fjármálaóstjórn og spillingu eftir einkavæðingu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Sjálfur get eg ekki annað en dáðst að þessari konu, Jóhönnu Sigurðardóttur sem ásamt Steingrími J. hafa vaðið áfram í moldviðri sem núverandi stjórnarandstaða hefur þeytt upp, kannski situr forysta stjórnarandstöðunnar einna fastast fyrir á Bessastöðum. Enda eru tengsl allra þessara aðila við hrunfólkið mjög mikil og virðist ekki sjá að neitt skilji þá að.
![]() |
Styrmir: Þingmenn brennimerktir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2012 | 12:49
Hrunmaður ver annan hrunmann
Karl Axelsson var í stjórn Atorku sem var almenningshlutafélag. Stór hluthafi var auk þess lífeyrissjóðir sem áttu mann í 5 manna stjórn. Undir lokin voru skuldir umtalsvert meiri en eignir sem voru nánast strikaðar út. Má t.d. nefna að fyrirtækið Promens sem var aðaleign Atorku lýst einskis virði undir árslok 2008. Ári seinna var það talið vera tæpra 12 milljarða virði!
Karl afhenti ásamt öðrum í stjórn Atorku kröfuhöfum fyrirtækið í formi nauðasamnings. Með því var aðgangur almennra hluthafa í gegnum þrotabú Atorku lokað gjörsamlega.
Mjög athyglisvert er að í stjórn Atorku voru tveir hæstaréttarlögmenn. Þeim hefur væntanlega verið fullkomlega ljóst að sitthvað við ákvarðanir stjórnar félagsins í aðdraganda hrunsins var á veikum grunni. Þannig var ákveðið að selja Geysi Green Energy fyrirtækið Jarðboranir sem ætíð hefur verið mjög vel rekið fyrirtæki. Yfirleitt er venja að bera slíkar mikilsverðar ákvarðanir undir hluthafafund.
Þess má geta að einn af stjórnarmönnum Atorku, Örn Andrésson, seldi öll sín hlutabréf í Atorku nákvæmlega sömu daga og Baldur Guðlaugsson seldi sín hlutabréf í Landsbankanum (17. og 18.sept.2008). Sennilegt er að þau viðskipti hafi dregið þann dilk á eftir sér að fleiri vildu selja en gengi í Atorku fór í 11.4 þegar REI málið kom upp en fór niður í nánast ekkert neitt undir árslok 2008 þegar ákveðið var að draga Atorku út úr Kauphöllinni.
Innherjaviðskipti hafa ekki farið hátt en reikna má með að Sérstakur saksóknari muni skoða þessi mál betur þegar þræðir viðskiptalífsins koma betur í ljós.
Það kæmi mér ekki á óvart að Karl verði kominn í svipaða stöðu og sá sem hann er að verja fyrir dómi áður en langt um líður.
Ekki vil eg að nokkur saklaus maður sé látinn sæta refsingu. Hinu er ekki að leyna að markaðurinn féll m.a. eftir að innherjar notfæri sér upplýsingar sem enginn annar venjulegur maður getur haft aðgang að. Enda byggist vörn Karls fyrst og fremst á því hálmstrái að unnt sé að krefjast frávísunar vegna formgalla. En sökin liggur augljóslega fyrir. Þar verður fátt um varnir.
Það mun taka töluverðan tíma að grafast fyrir um alla vitleysuna á bak við hruninu. Þar glataðist gríðarlegt fé í formi sparnaðar einkum eldra fólks sem og lífeyrissjóða sem treystu á að fjárfestingar væru í lagi og þær gætu orðið til góðs en ekki ills.
![]() |
Málinu beri að vísa frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2012 | 11:53
Fær fólk frí til að fara út að labba?
Einkennilegt er að fólk fái frí til þess að fara í þessar svitastöðvar. Eg hefi aldrei skilið það hvers vegna þessar svonefndu heilsuræktarstöðvar, ganga eða hlaupa á færibandi, lyfta einhverju lóðadóti svo dæmi sé nefnt.
Sama gagn og jafnvel hollara er að fara út og ganga. Þórbergur Þórðarson er sennilega einn frægasti labbari Reykjavíkur allra tíma. Í samtalsbók Matthíasar Jóhannsen við Þórberg, Í kompaníi við allífið segir Þórbergur frá heilsubótargöngum sínum. Sjálfur man eg eftir Þórbergi í Hljómskálagarðinum kringum 1970 þegar eg starfaði þar sumarlangt í Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar. Á nákvæmlega sama tíma birtist Þórbergur og studdist við staf sinn. Öðru hvoru stoppaði hann og tók upp vasaúrið því greinilegt var að hann vildi halda áætlun á ferðum sínum um bæinn. Venjulega gekk hann 2 klukkutíma og jafnvel lengur.
Mættu aðrir taka sér Þórberg sér til fyrirmyndar. Og kosturinn er augljós: Kostar ekkert nema nýja skósóla öðru hvoru og engin svitalykt af næsta manni.
Eg hvet sem flesta vinnustaði að gefa fólki frí öðru hvoru til að labba. Það mætti ganga saman um bæinn,hafa með sér sögufróðan mann og t.d. lesa hús í leiðinni.
En sleppum svitalyktaslömmunum. Það er unnt að byggja upp góða heilsu án þeirra!
Góðar stundir!
![]() |
Sumir fá frí til að fara í ræktina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 25. janúar 2012
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 244221
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar