20.1.2012 | 21:06
Leikurinn að valdinu
Doktorsritgerð Ólafs Ragnars við háskólann í Manchester fjallar um valdið á Íslandi. Ritgerðin er söguleg úttekt hvernig valdið þróaðist á 19. öld og frameftir 20. öldinni. Þessi lokaritgerð skolaði Ólafi inn í Háskóla Íslands þar sem hann lagði meginlínurnar í þjóðfélagsfræðibraut og stofnuð var fyrir rúmum 40 árum.
Þekkingin um valdið kom Ólafi Ragnari áfram gegnum stjórnmálin. Hann hugðist ásamt Baldri Óskarssyni vini sínum ná undirtökunum í Framsóknarflokknum með svonefndri Möðruvallahreyfingu. Þetta gekk ekki eftir. Nú lá leiðin í Alþýðubandalagið þar sem Ólafur var brátt kjörinn formaður. Hann var farsæll foringi vinstri manna á þessum árum og var um tíma einn afkastamesti fjármálaráðherra landsins með því að afgreiða fjáraukalög undanfarinn áratug á mettíma. Stundum hafa fjáraukalög verið uppnefnd syndakvittun fyrri ríkisstjórna en í raun er verið að loka ársreikningi viðkomandi árs í ríkisbókhaldi. Og þegar hann bauð sig fram til embættis forseta lýðveldisins, þá kom að því, að hann breytti valdalitlu embætti í valdamesta embætti landsins með því að slá ríkisstjórnir út af laginu með neitun á undirskrift laga sem þingið hafði samþykkt.
Sumir hafa bent á og það með réttu, að með neitun sinni á Icesave hefur Ólafur Ragnar verið með þjóðina í vasanum. Margir hafa viljað hafa Ólaf Ragnar í vasanum og það kom augljóslega vel fram í ljós í útrásinni. Sömu aðilar hafa viljað benda á að nú sé stjórnarandstaðan með Ólaf í vasanum og vilji gjarnan að hann sitji sem fastast á Bessastöðum.
Spurning er hvort forseti vor hafi verið að leika sér að valdinu með því að neita undirritun á lögum samþykktum frá Alþingi.
Allt hefur orðið þessari þjóð að tjóni. Við sitjum vonandi ekki uppi með dýrasta forseta landsins sem lofsöng útrásina þar sem engin innistæða var fyrir. Þar var öllu stolið, steini léttara.
![]() |
Tæp 3000 hafa skorað á forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.1.2012 kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2012 | 19:38
Furðulegur sparnaður
Að nota iðnaðarsalt í matvælavinnslu í stað þess að nota salt sem æskilegt er að nota í matvæli er furðulegur sparnaður. Yfirleitt þarf mjög lítið magn salts í matvælaframleiðslu og verðmunurinn á matvælasalti og iðnaðarsalti getur ekki verið það mikill að tekinn sé sú áhætta að framleiðslan sé metin óhæf til manneldis.
Það er heimska að ætla sér að spara örfáa aura en taka áhættu að matvælaframleiðslan verði metin óhæf til neyslu.
Iðnaðarsaltið er talið vera 99% hreint salt og því er 1% önnur efni í saltinu. Hvaða efni kunna að vera í þessu eina prósenti kann að skipta sköpum hvort matvæli séu hæf til manneldis eður ei.
Mjög ámælisvert er af innflytjenda að flytja í stórum stíl þetta salt sem er lakara að gæðum en salt til matvælaframleiðslu. Kannski hann hafi fengið það með sérkjörum?
Þess má geta að fyrir rúmlega hálfri öld var efnt til glerverksmiðju í Vogunum í Reykjavík. Byggt var stórt verksmiðjuhús og fluttur var inn stór haugur af gleri sem við krakkarnir höfðum gaman af að brölta upp á. Þarna var leiksvæði okkar í Vogunum. Síðar kom í ljós að í verksmiðjunni var gríðarlegt magn arseniks sem ögn af þurfti til framleiðslunnar. Magnið gat dugað í um 500 ár miðað við hámarksafköst verksmiðjunnar. Þetta mikla magn gat hins vegar strádrepið alla íslensku þjóðina margsinnis eins og hún lagði sig. Aðspurður kvað aðstandandi hins mislukkaða atvinnurekstrar hvers vegna þetta mikla magn af arseniki var flutt inn: Það var svo ódýrt!
Kannski iðnaðarsaltið hafi verið svo ódýrt að hægt væri að marggræða á því!
Góðar stundir!
![]() |
Iðnaðarsaltið ekki hættulegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 20. janúar 2012
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 244221
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar